Hlynur Geir: Besta golfhögg sumarsins Sigurður Elvar Þórólfsson á Leirdalsvelli skrifar 24. júní 2012 11:58 Hlynur Geir að pútta í Kópavoginum. „Birgir Leifur hefur alltaf rúllað mér upp í holukeppni fram til þessa og einnig í sveitakeppninni þegar við höfum mæst. Þetta er stór áfangi fyrir mig að vinna langbesta kylfing Íslands," sagði Hlynur Geir Hjartarson kylfingur úr Golfklúbbi Selfoss eftir að hann lagði Birgi Leif Hafþórsson úr GKG í undanúrslitum á Íslandsmótinu í holukeppni sem fram fer á Leirdalsvelli, heimavelli GKG. Hlynur mætir Haraldi Franklín Magnús úr GR í úrslitum en hann lagði Rúnar Arnórsson úr Keili, 2/1, í undanúrslitum í morgun. Leikur Hlyns og Birgis var gríðarlega spennandi og réðust úrslitin á 18. flöt þar sem Hlynur sló frábært innáhögg úr gríðarlega erfiðri aðstöðu. „Ég valdi 6-járnið en var að velta fyrir mér að slá með 5-járninu. Ég miðaði 25 metra hægra meginn við flötina og boltinn fór í góðum sveig til vinstri að holu eins og ég hafði ætlað að slá. Besta golfhögg sumarsins – ekki spurning. Við vorum báðir að spila vel í dag, og þetta var hörkuleikur og gríðarleg spenna," sagði Hlynur Geir Hjartarson. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
„Birgir Leifur hefur alltaf rúllað mér upp í holukeppni fram til þessa og einnig í sveitakeppninni þegar við höfum mæst. Þetta er stór áfangi fyrir mig að vinna langbesta kylfing Íslands," sagði Hlynur Geir Hjartarson kylfingur úr Golfklúbbi Selfoss eftir að hann lagði Birgi Leif Hafþórsson úr GKG í undanúrslitum á Íslandsmótinu í holukeppni sem fram fer á Leirdalsvelli, heimavelli GKG. Hlynur mætir Haraldi Franklín Magnús úr GR í úrslitum en hann lagði Rúnar Arnórsson úr Keili, 2/1, í undanúrslitum í morgun. Leikur Hlyns og Birgis var gríðarlega spennandi og réðust úrslitin á 18. flöt þar sem Hlynur sló frábært innáhögg úr gríðarlega erfiðri aðstöðu. „Ég valdi 6-járnið en var að velta fyrir mér að slá með 5-járninu. Ég miðaði 25 metra hægra meginn við flötina og boltinn fór í góðum sveig til vinstri að holu eins og ég hafði ætlað að slá. Besta golfhögg sumarsins – ekki spurning. Við vorum báðir að spila vel í dag, og þetta var hörkuleikur og gríðarleg spenna," sagði Hlynur Geir Hjartarson.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira