Aðild Íslands að ESB – Hagstæð eða óhagstæð fyrir neytendur? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 7. ágúst 2012 11:00 Um þessar mundir standa yfir aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu (ESB). Neytendasamtökin (NS) hafa ekki tekið afstöðu með eða á móti aðild Íslands að ESB en í nokkur ár hafa NS skoðað kosti og galla mögulegrar aðildar. Að mati NS væri aðild að ESB í mörgu mjög góður kostur fyrir íslenska neytendur. Ef Ísland gerist aðili mun það styrkja fjárhag heimilanna. Hagur neytenda myndi batna vegna þess að Ísland yrði aðili að mun stærra markaðssvæði og samkeppni myndi því aukast. Að vera utan ESB gerir það að verkum að Íslendingar njóta þess ekki til fulls að vera fullir aðilar að innri markaðnum. Viðskiptakostnaður er mun hærri nú vegna tollafgreiðslu og umsýslukostnaðar ýmiss konar. En almennt verður að taka fram að áður en hægt er að taka afstöðu til aðildar að ESB verður aðildarsamningur að liggja fyrir. Ef skoðaðir eru þrír þættir sem skipta neytendur mestu máli; húsnæðislán, matarkostnaður og neytendavernd, þá er ljóst að aðild að ESB hefur verulega þýðingu fyrir neytendur. Við aðild Íslands að ESB myndi vaxtakostnaður neytenda lækka töluvert og þar hafa húsnæðislánin mesta þýðingu. Húsnæðiskostnaður er einn stærsti kostnaðarliður í bókhaldi hvers neytanda. Í könnun sem NS gerðu árið 2005 kom fram að kostnaður íslenskra neytenda vegna húsnæðislána er umtalsvert hærri en á öðrum Norðurlöndum og löndum sem hafa evru sem gjaldmiðil. Lántökukostnaður, kostnaður við greiðslu afborgana og uppgreiðslugjald var almennt hærra á Íslandi en í þeim löndum sem könnunin náði til. Í sömu könnun kom fram að vextir á íslenska húsnæðismarkaðnum voru þeir hæstu meðal þeirra landa sem könnunin náði til og raunvextir voru að jafnaði 2 til 5 prósentustigum hærri hér á landi en á hinum löndunum í könnuninni. Birtar hafa verið nýlegar kannanir sem staðfesta að þetta hefur ekki breyst. Könnunina „Dýrast að taka húsnæðislán á Íslandi“ til að mynda má sjá á www.ns.is undir „útgáfa“. Því hefur oft verið haldið fram með rökum að verð á matvælum myndi lækka með aðild. Ástæða er til að minna á að það gekk eftir bæði í Svíþjóð og Finnlandi eins og spáð var. Í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands frá árinu 2004 og í skýrslu frá Evrópufræðasetri á Bifröst komu fram sterk rök fyrir því að svo yrði einnig hér. Tollar yrðu afnumdir á öllum vörum með aðild okkar að Tollabandalagi Evrópu og þar myndi muna mest um landbúnaðarvörurnar. Einnig myndi inngangan leiða til aukins innflutnings vegna afnáms tolla sem aftur myndi auka samkeppnina á matvælamarkaðnum og ætti það að skila sér í lægra vöruverði til neytenda. Þegar kemur að almennri neytendavernd þá er það umhugsunarvert að nánast öll sú löggjöf sem snýr að neytendavernd hér á landi er komin frá ESB í gegnum EES. Hér má nefna lög um neytendalán, skaðsemisábyrgð, samningsskilmála og fjarsölu svo eitthvað sé nefnt. Með fullri aðild Íslands að ESB myndi hagur neytenda aukast enn frekar, þar sem tollar og vörugjöld myndu falla brott. Þannig myndi til að mynda kostnaður við póstverslun lækka umtalsvert sem yrði mikil búbót fyrir neytendur á litlu markaðssvæði. Íslenskir neytendur munu því njóta þess ríkulega í lægri húsnæðiskostnaði og vöruverði (og þá ekki síst matarverði) ef Ísland gerist aðili að ESB, þrátt fyrir þá tímabundnu efnahagserfiðleika sem ESB glímir við um þessar mundir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir standa yfir aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu (ESB). Neytendasamtökin (NS) hafa ekki tekið afstöðu með eða á móti aðild Íslands að ESB en í nokkur ár hafa NS skoðað kosti og galla mögulegrar aðildar. Að mati NS væri aðild að ESB í mörgu mjög góður kostur fyrir íslenska neytendur. Ef Ísland gerist aðili mun það styrkja fjárhag heimilanna. Hagur neytenda myndi batna vegna þess að Ísland yrði aðili að mun stærra markaðssvæði og samkeppni myndi því aukast. Að vera utan ESB gerir það að verkum að Íslendingar njóta þess ekki til fulls að vera fullir aðilar að innri markaðnum. Viðskiptakostnaður er mun hærri nú vegna tollafgreiðslu og umsýslukostnaðar ýmiss konar. En almennt verður að taka fram að áður en hægt er að taka afstöðu til aðildar að ESB verður aðildarsamningur að liggja fyrir. Ef skoðaðir eru þrír þættir sem skipta neytendur mestu máli; húsnæðislán, matarkostnaður og neytendavernd, þá er ljóst að aðild að ESB hefur verulega þýðingu fyrir neytendur. Við aðild Íslands að ESB myndi vaxtakostnaður neytenda lækka töluvert og þar hafa húsnæðislánin mesta þýðingu. Húsnæðiskostnaður er einn stærsti kostnaðarliður í bókhaldi hvers neytanda. Í könnun sem NS gerðu árið 2005 kom fram að kostnaður íslenskra neytenda vegna húsnæðislána er umtalsvert hærri en á öðrum Norðurlöndum og löndum sem hafa evru sem gjaldmiðil. Lántökukostnaður, kostnaður við greiðslu afborgana og uppgreiðslugjald var almennt hærra á Íslandi en í þeim löndum sem könnunin náði til. Í sömu könnun kom fram að vextir á íslenska húsnæðismarkaðnum voru þeir hæstu meðal þeirra landa sem könnunin náði til og raunvextir voru að jafnaði 2 til 5 prósentustigum hærri hér á landi en á hinum löndunum í könnuninni. Birtar hafa verið nýlegar kannanir sem staðfesta að þetta hefur ekki breyst. Könnunina „Dýrast að taka húsnæðislán á Íslandi“ til að mynda má sjá á www.ns.is undir „útgáfa“. Því hefur oft verið haldið fram með rökum að verð á matvælum myndi lækka með aðild. Ástæða er til að minna á að það gekk eftir bæði í Svíþjóð og Finnlandi eins og spáð var. Í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands frá árinu 2004 og í skýrslu frá Evrópufræðasetri á Bifröst komu fram sterk rök fyrir því að svo yrði einnig hér. Tollar yrðu afnumdir á öllum vörum með aðild okkar að Tollabandalagi Evrópu og þar myndi muna mest um landbúnaðarvörurnar. Einnig myndi inngangan leiða til aukins innflutnings vegna afnáms tolla sem aftur myndi auka samkeppnina á matvælamarkaðnum og ætti það að skila sér í lægra vöruverði til neytenda. Þegar kemur að almennri neytendavernd þá er það umhugsunarvert að nánast öll sú löggjöf sem snýr að neytendavernd hér á landi er komin frá ESB í gegnum EES. Hér má nefna lög um neytendalán, skaðsemisábyrgð, samningsskilmála og fjarsölu svo eitthvað sé nefnt. Með fullri aðild Íslands að ESB myndi hagur neytenda aukast enn frekar, þar sem tollar og vörugjöld myndu falla brott. Þannig myndi til að mynda kostnaður við póstverslun lækka umtalsvert sem yrði mikil búbót fyrir neytendur á litlu markaðssvæði. Íslenskir neytendur munu því njóta þess ríkulega í lægri húsnæðiskostnaði og vöruverði (og þá ekki síst matarverði) ef Ísland gerist aðili að ESB, þrátt fyrir þá tímabundnu efnahagserfiðleika sem ESB glímir við um þessar mundir.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun