Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - ÍA 0-1 Stefán Árni Pálsson á Kópavogsvelli skrifar 6. maí 2012 00:01 Skagamenn byrja tímabilið frábærlega en liðið bara sigur úr býtum, 1-0, gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í kvöld. Það var varamaðurinn Jón Vilhelm Ákason sem skoraði eina mark leiksins eftir frábæran undirbúning frá Gary Martin. Leikurinn hófst virkilega rólega og mikil vorbragur á leik beggja liða. Heimamenn voru sprækari og sýndu ágætis tilþrif sóknarlega en á sama tíma voru Skagamenn alveg andlausir og virkilega bragðdaufir. Staðan var því 0-0 í hálfleik eftir skelfilegan fyrri hálfleik. Síðari hálfleikurinn var mikið mun skárri og liðin bæði töluvert hressari. Skagamenn fóru að láta boltann vinna og reyndu eins og þeir gátu að teygja á þéttri vörn Blika. Bætt spilamennska Skagamanna lagði grunninn að fyrsta markið leiksins. Þegar rúmlega tuttugu mínútur voru eftir af leiknum fékk Gary Martin, leikmaður ÍA, fína sendingu upp hægri kantinn. Englendingurinn lék listilega vel á Kristinn Jónsson, leikmann Breiðabliks, og gaf boltann fyrir markið. Þar tók Jón Vilhelm Ákason vel á móti boltanum og lagði knöttinn í markið alveg óverjandi fyrir Sigmar Inga Sigurðarson markvörð Breiðabliks. Fleiri voru mörkin ekki og Skagamenn unnu sinn fyrsta sigur í efstu deild karla í knattspyrnu frá árinu 2008. Fínn byrjun hjá nýliðunum. Þórður: Frábær byrjun„Tilfinningin er gríðarlega góð," sagði Þórður Þórðarson, þjálfari ÍA, eftir sigurinn. „Við spiluðum ekki góðan sóknarleik í fyrri hálfleiknum en héldum alltaf vörninni sterkri. Í hálfleik töluðum við um að bæta sóknina og keyra meira í bakið á þeim." „Sóknarleikur okkar varð mun markvissari og betri í síðari hálfleiknum og það skóp þennan sigur." „Það er talað um okkur eins og við höfum verið í deildinni í tíu ár og fólk býst við miklu af liðinu, það er bara af hinu góða og við þurfum að standast pressuna." Hægt er að sjá viðtalið við Þórð í heild sinni hér að ofan. Kári: Manni líður vel á þessum velli„Maður þekkir aðstæður hér vel og frábært fyrir okkur að byrja tímabilið á sigri," sagði Kári Ársælsson, leikmaður ÍA, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta var barningsleikur og þeir voru mun meira með boltann eins og við var búist. Þeir voru greinilega búnir að kortleggja okkur vel fyrir leikinn en við héldum sjó og unnum sterkan sigur." Gary Martin átti frábæran leik fyrir Skagamenn í kvöld og lagði upp eina mark leiksins. „Þessi strákur á mikið meira inni en hann sýndi í dag. Hann sýndi frábær tilþrif þegar hann lagði upp markið og mun reynast okkur vel í sumar."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Kára með því að ýta hér. Ólafur: Fínt að vera laus við frumsýningarskrekkinn„Það er fínt að vera komin í gang og frumsýningarskrekkurinn farinn úr manni, en við erum auðvita ekki sáttir með úrslitin," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir tapið í kvöld. „Við náum ekki að skapa okkur nægilega mörg færi þrátt fyrir að vera mun meira með boltann, það vantaði gæði í úrslitasendingar." „Við létum lítið reyna á markmanninn þeirra og náðum varla að skapa okkur hættulegt marktækifæri." „Við klikkum á grundvallaratriði þegar þeir skora markið og þurfum að skoða það betur."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ólaf með því ýta hér. Jóhannes Karl: Ég var mjög spenntur fyrir þessum leik„Ég var svakalega spenntur fyrir þessum leik og virkilega gaman að vera komin til baka eftir fjórtán ára fjarveru," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, leikmaður ÍA, eftir sigurinn í kvöld. „Við lékum bara heilt yfir vel og maður er auðvita sáttur með þrjú stig í fyrsta leik. Fyrri hálfleikurinn var ekkert sérstakur af okkar hálfu en við héldum varnarleiknum samt alltaf fínum og Blikar áttu í erfileikum með að opna okkur." „Við ræddum um það í hálfleik að byrja spila boltanum meira á milli okkar og reyna að teygja á vörn Blika. Mér fannst við ná því nokkuð vel og það endaði með marki."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Jóhannes með því að ýta hér.Mynd/Pjetur Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira
Skagamenn byrja tímabilið frábærlega en liðið bara sigur úr býtum, 1-0, gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í kvöld. Það var varamaðurinn Jón Vilhelm Ákason sem skoraði eina mark leiksins eftir frábæran undirbúning frá Gary Martin. Leikurinn hófst virkilega rólega og mikil vorbragur á leik beggja liða. Heimamenn voru sprækari og sýndu ágætis tilþrif sóknarlega en á sama tíma voru Skagamenn alveg andlausir og virkilega bragðdaufir. Staðan var því 0-0 í hálfleik eftir skelfilegan fyrri hálfleik. Síðari hálfleikurinn var mikið mun skárri og liðin bæði töluvert hressari. Skagamenn fóru að láta boltann vinna og reyndu eins og þeir gátu að teygja á þéttri vörn Blika. Bætt spilamennska Skagamanna lagði grunninn að fyrsta markið leiksins. Þegar rúmlega tuttugu mínútur voru eftir af leiknum fékk Gary Martin, leikmaður ÍA, fína sendingu upp hægri kantinn. Englendingurinn lék listilega vel á Kristinn Jónsson, leikmann Breiðabliks, og gaf boltann fyrir markið. Þar tók Jón Vilhelm Ákason vel á móti boltanum og lagði knöttinn í markið alveg óverjandi fyrir Sigmar Inga Sigurðarson markvörð Breiðabliks. Fleiri voru mörkin ekki og Skagamenn unnu sinn fyrsta sigur í efstu deild karla í knattspyrnu frá árinu 2008. Fínn byrjun hjá nýliðunum. Þórður: Frábær byrjun„Tilfinningin er gríðarlega góð," sagði Þórður Þórðarson, þjálfari ÍA, eftir sigurinn. „Við spiluðum ekki góðan sóknarleik í fyrri hálfleiknum en héldum alltaf vörninni sterkri. Í hálfleik töluðum við um að bæta sóknina og keyra meira í bakið á þeim." „Sóknarleikur okkar varð mun markvissari og betri í síðari hálfleiknum og það skóp þennan sigur." „Það er talað um okkur eins og við höfum verið í deildinni í tíu ár og fólk býst við miklu af liðinu, það er bara af hinu góða og við þurfum að standast pressuna." Hægt er að sjá viðtalið við Þórð í heild sinni hér að ofan. Kári: Manni líður vel á þessum velli„Maður þekkir aðstæður hér vel og frábært fyrir okkur að byrja tímabilið á sigri," sagði Kári Ársælsson, leikmaður ÍA, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta var barningsleikur og þeir voru mun meira með boltann eins og við var búist. Þeir voru greinilega búnir að kortleggja okkur vel fyrir leikinn en við héldum sjó og unnum sterkan sigur." Gary Martin átti frábæran leik fyrir Skagamenn í kvöld og lagði upp eina mark leiksins. „Þessi strákur á mikið meira inni en hann sýndi í dag. Hann sýndi frábær tilþrif þegar hann lagði upp markið og mun reynast okkur vel í sumar."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Kára með því að ýta hér. Ólafur: Fínt að vera laus við frumsýningarskrekkinn„Það er fínt að vera komin í gang og frumsýningarskrekkurinn farinn úr manni, en við erum auðvita ekki sáttir með úrslitin," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir tapið í kvöld. „Við náum ekki að skapa okkur nægilega mörg færi þrátt fyrir að vera mun meira með boltann, það vantaði gæði í úrslitasendingar." „Við létum lítið reyna á markmanninn þeirra og náðum varla að skapa okkur hættulegt marktækifæri." „Við klikkum á grundvallaratriði þegar þeir skora markið og þurfum að skoða það betur."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ólaf með því ýta hér. Jóhannes Karl: Ég var mjög spenntur fyrir þessum leik„Ég var svakalega spenntur fyrir þessum leik og virkilega gaman að vera komin til baka eftir fjórtán ára fjarveru," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, leikmaður ÍA, eftir sigurinn í kvöld. „Við lékum bara heilt yfir vel og maður er auðvita sáttur með þrjú stig í fyrsta leik. Fyrri hálfleikurinn var ekkert sérstakur af okkar hálfu en við héldum varnarleiknum samt alltaf fínum og Blikar áttu í erfileikum með að opna okkur." „Við ræddum um það í hálfleik að byrja spila boltanum meira á milli okkar og reyna að teygja á vörn Blika. Mér fannst við ná því nokkuð vel og það endaði með marki."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Jóhannes með því að ýta hér.Mynd/Pjetur
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira