Kobayashi fljótastur á síðasta æfingadegi í Barcelona Birgir Þór Harðarson skrifar 24. febrúar 2012 19:00 Kobayashi hefur verið talinn viltasti ökumaðurinn á ráslínunni. nordicphotos/afp Kamui Kobayashi á Sauber bíl var fljótastur á æfingum dagsins í Barcelona í dag. Þetta var síðasti dagur æfingalotunnar sem staðið hefur síðan á þriðjudag. Liðin óku miklar vegalengdir í dag eða samtals 984 hringi. Að meðaltali ók hvert lið 109 hringi sem er um það bil tvöföld keppnisvegalengd í spænska kappakstrinum sem fer fram á brautinni ár hvert. Pastor Maldonado á Williams var annar og Paul di Resta á Foce India þriðji. Þá röðuðu toppmennirnir Jenson Button, Felipe Massa og Mark Webber sér í fjórða til sjötta sætið, allir innan við 1,5 sekúndur á eftir Kobayashi. Æfingarnar í Barcelona hafa verið mjög jafnar. Caterham liðið hefur hins vegar skorið sig úr þessa vikuna. Petrov og Kovalainen, ökumenn liðsins, hafa verið langt á eftir besta hringtíma hinna sem hlýtur að teljast áhyggjuefni svo stuttu fyrir mót. Síðasta æfingalotan áður en tímabilið hefst fer fram í Barcelona í næstu viku. Ástralski kappaksturinn er fyrstur á dagskrá þann 18. mars. Formúla Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Kamui Kobayashi á Sauber bíl var fljótastur á æfingum dagsins í Barcelona í dag. Þetta var síðasti dagur æfingalotunnar sem staðið hefur síðan á þriðjudag. Liðin óku miklar vegalengdir í dag eða samtals 984 hringi. Að meðaltali ók hvert lið 109 hringi sem er um það bil tvöföld keppnisvegalengd í spænska kappakstrinum sem fer fram á brautinni ár hvert. Pastor Maldonado á Williams var annar og Paul di Resta á Foce India þriðji. Þá röðuðu toppmennirnir Jenson Button, Felipe Massa og Mark Webber sér í fjórða til sjötta sætið, allir innan við 1,5 sekúndur á eftir Kobayashi. Æfingarnar í Barcelona hafa verið mjög jafnar. Caterham liðið hefur hins vegar skorið sig úr þessa vikuna. Petrov og Kovalainen, ökumenn liðsins, hafa verið langt á eftir besta hringtíma hinna sem hlýtur að teljast áhyggjuefni svo stuttu fyrir mót. Síðasta æfingalotan áður en tímabilið hefst fer fram í Barcelona í næstu viku. Ástralski kappaksturinn er fyrstur á dagskrá þann 18. mars.
Formúla Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira