Innlent

Olía á Drekasvæðinu: Gætum orðið ríkasta þjóð heims innan tólf ára

Hermann Guðmundsson.
Hermann Guðmundsson. Mynd / Stefán Karlsson
„Ég held að við getum brosað allan hringinn," segir Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, þegar hann var spurður út í olíufundinn á Drekasvæðinu í Reykjavík síðdegis í dag.

Vísindamenn eru nú fullvissir um að olíu sé að finna á Drekasvæðinu þó enn eigi eftir að koma í ljós hvert vinnanlegt magn hennar sé.

Hermann er ekki í neinum vafa um þýðingu þess fyrir íslenska þjóð. „Ef þarna er um verulegt magn að ræða þá verður íslenska þjóðin hugsanlega ríkasta þjóð heims innan við tólf ár."

Hann segir að líklega verði erlend olíufélög að koma að vinnslu olíunnar við Íslandsstrendur en það ætti að vera auðvelt að tryggja þjóðinni ávinningin að hans mati.

„Til lengri tíma litið er þetta ótrúleg lífskjarabót fyrir litla þjóð," segir Hermann en viðtalið við Hermann í Reykjavík síðdegis má heyra hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×