Körfubolti

NBA: Sigurganga San Antonio heldur áfram | Oklahoma vann Lakers

Oklahoma lagði Lakers á heimavelli 100-85 og er Oklahoma með besta árangurinn í Vesturdeildinni það sem af er tímabilinu, 27/7.
Oklahoma lagði Lakers á heimavelli 100-85 og er Oklahoma með besta árangurinn í Vesturdeildinni það sem af er tímabilinu, 27/7. AP
Sigurganga San Antonio á útivelli heldur áfram. Liðið landaði 114-99 sigri gegn Denver og var þetta níundi sigurleikur San Antonio í röð á útivelli. DeJuan Blair skoraði 28 stig og tók 12 fráköst í liði San Antonio en hann hefur aldrei skorað fleiri stig í NBA deildinni. Oklahoma lagði Lakers á heimavelli 100-85 og er Oklahoma með besta árangurinn í Vesturdeildinni það sem af er tímabilinu, 27/7.

San Antonio hefur unnið 12 af síðustu 13 leikjum sínum í deildinni. Allir byrjunarliðsmenn San Antonio skoruðu meira en 10 stig; Tony Parker skoraði 16 og gaf 12 stoðsendingar, Tim Duncan skoraði 18 stig.

Corey Brewer skoraði 23 stig fyrir Denver sem hefur tapað 12 af síðustu 16 leikjum sínum.

Hið unga lið Oklahoma virðist vera að taka völdin í Vesturdeildinni og 100-85 sigur liðsins gegn LA Lakers sýnir styrk liðsins sem er í efsta sæti Vesturdeildar. Kevin Durant skoraði 33 stig fyrir Oklahoma, Russell Westbrook bætti við 19. Oklahoma er með 27 sigurleiki og 7 tapleik líkt og Miami Heat í Austurdeildinni. Þetta 12. sigurleikur Oklahoma-liðsins í röð á heimavelli.

Kobe Bryant skoraði 24 stig fyrir Lakers en hann hitti aðeins úr 7 af alls 24 skotum sínum utan af velli. Spánverjinn Pau Gasol skoraði 22 stig og tók 9 fráköst í liði Lakers.

Josh Smith skoraði 22 stig og tók 12 fráköst fyrir Atlanta í 83-78 sigri gegn Orlando. Atlanta stöðvaði þar með þriggja leikja taphrinu liðsins. Jannero Pargo skoraði 15 stig og Willie Green bætti við 14 stigum fyrir heimamenn.

J.J. Redick var stigahæstur í liði Orlando með aðeins 13 stig og Dwight Howard skroaði 12. Orlando hafði fyrir leikinn unnið tvo leiki í röð og sex af síðustu sjö leikjum.

Miami – New York 102-88

Atlanta – Orlando 83-78

Denver – San Antonio

Oklahoma – LA Lakers 100-85

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×