Formaður gagnrýnir vinnubrögð Alþingis 24. febrúar 2012 07:30 Salvör Nordal. Salvör Nordal, formaður stjórnlagaráðs, gagnrýnir málatilbúnað Alþingis við að kalla ráðið saman í mars til að bregðast við tillögum þingsins varðandi frumvarp til stjórnskipunarlaga sem lá fyrir í ágúst. Skammur fyrirvari og óskýrt hlutverk vinnufundarins er hluti þeirrar gagnrýni. Salvör setur þessa gagnrýni fram í bréfi til forsætisnefndar Alþingis. Hún getur ekki mætt til fundarins og það hyggst annar stjórnlagaráðsfulltrúi, Pawel Bartoszek, ekki heldur gera. Fleiri stjórnlagaþingsfulltrúar hafa sínar efasemdir. Samkvæmt þingsályktun sem Alþingi samþykkti á miðvikudag er stjórnlagaráð kallað saman til fjögurra daga vinnufundar í byrjun mars. Þar á að gefa ráðinu kost á því að fjalla um spurningar og tillögur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um nokkur atriði í frumvarpi ráðsins til stjórnarskipunarlaga. Salvör fagnar því að Alþingi gefi stjórnlagaráði tækifæri til að fjalla um tillögur nefndarinnar, enda hafi ráðið lýst sig reiðubúið til að koma aftur að málinu. „Ég geri þó alvarlegar athugasemdir við það hversu fyrirvarinn er skammur og hversu óskýrt hlutverk fundarins er, bæði um hvað hann eigi að fjalla og hverju hann eigi að skila. Vert er að geta þess að ekkert samstarf var haft við stjórn stjórnlagaráðs við mótun þingstillögunnar," segir Salvör í bréfinu. Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir boðað til vinnufundarins af virðingu við störf ráðsins, og stjórnlagaráðsfulltrúarnir hefðu mikið um það að segja hvernig vinnufundurinn færi fram. Hún segir að fimm fulltrúar ráðsins hafi fyrir hálfum mánuði sagt á fundi með nefndarmönnum að þeir teldu sig ekki hafa umboð til að fjalla um spurningar og tillögur þingnefndarinnar. „Þess vegna var það niðurstaða meirihluta nefndarinnar að nauðsynlegt væri að ná fulltrúunum saman á einn stað." Pawel Bartoszek gagnrýnir málatilbúnað Alþingis harðlega í grein í blaðinu í dag og þá staðreynd að tillögur ráðsins hafi ekki fengið efnislega meðferð í þinginu. Hann vill að fallið verði frá ráðgefandi þjóðaratkvæði í sumar og hvetur þingheim til að móta sér afstöðu til tillagnanna fyrst. Hart var tekist á um málið á Alþingi í gær. Stjórnarandstöðuþingmenn lýstu furðu sinni á fundarboði þegar ekki lægi fyrir hvort fulltrúarnir gætu yfirleitt mætt. Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær gáfu fulltrúar minnihlutans, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, lítið fyrir að fá að vísa spurningum til stjórnlagaráðs. - shá Fréttir Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
Salvör Nordal, formaður stjórnlagaráðs, gagnrýnir málatilbúnað Alþingis við að kalla ráðið saman í mars til að bregðast við tillögum þingsins varðandi frumvarp til stjórnskipunarlaga sem lá fyrir í ágúst. Skammur fyrirvari og óskýrt hlutverk vinnufundarins er hluti þeirrar gagnrýni. Salvör setur þessa gagnrýni fram í bréfi til forsætisnefndar Alþingis. Hún getur ekki mætt til fundarins og það hyggst annar stjórnlagaráðsfulltrúi, Pawel Bartoszek, ekki heldur gera. Fleiri stjórnlagaþingsfulltrúar hafa sínar efasemdir. Samkvæmt þingsályktun sem Alþingi samþykkti á miðvikudag er stjórnlagaráð kallað saman til fjögurra daga vinnufundar í byrjun mars. Þar á að gefa ráðinu kost á því að fjalla um spurningar og tillögur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um nokkur atriði í frumvarpi ráðsins til stjórnarskipunarlaga. Salvör fagnar því að Alþingi gefi stjórnlagaráði tækifæri til að fjalla um tillögur nefndarinnar, enda hafi ráðið lýst sig reiðubúið til að koma aftur að málinu. „Ég geri þó alvarlegar athugasemdir við það hversu fyrirvarinn er skammur og hversu óskýrt hlutverk fundarins er, bæði um hvað hann eigi að fjalla og hverju hann eigi að skila. Vert er að geta þess að ekkert samstarf var haft við stjórn stjórnlagaráðs við mótun þingstillögunnar," segir Salvör í bréfinu. Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir boðað til vinnufundarins af virðingu við störf ráðsins, og stjórnlagaráðsfulltrúarnir hefðu mikið um það að segja hvernig vinnufundurinn færi fram. Hún segir að fimm fulltrúar ráðsins hafi fyrir hálfum mánuði sagt á fundi með nefndarmönnum að þeir teldu sig ekki hafa umboð til að fjalla um spurningar og tillögur þingnefndarinnar. „Þess vegna var það niðurstaða meirihluta nefndarinnar að nauðsynlegt væri að ná fulltrúunum saman á einn stað." Pawel Bartoszek gagnrýnir málatilbúnað Alþingis harðlega í grein í blaðinu í dag og þá staðreynd að tillögur ráðsins hafi ekki fengið efnislega meðferð í þinginu. Hann vill að fallið verði frá ráðgefandi þjóðaratkvæði í sumar og hvetur þingheim til að móta sér afstöðu til tillagnanna fyrst. Hart var tekist á um málið á Alþingi í gær. Stjórnarandstöðuþingmenn lýstu furðu sinni á fundarboði þegar ekki lægi fyrir hvort fulltrúarnir gætu yfirleitt mætt. Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær gáfu fulltrúar minnihlutans, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, lítið fyrir að fá að vísa spurningum til stjórnlagaráðs. - shá
Fréttir Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira