EFTA mun skera úr um heimildir ÁTVR 24. febrúar 2012 06:00 Bannaður Myndir og texti á umbúðum Tempt-eplamjaðarins þóttu kynferðislegar og ákvað ÁTVR að heimila ekki sölu á drykknum. EFTA-dómstóllinn mun gefa ráðgefandi álit á heimildum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) til að hafna því að taka áfengistegundir í sölu. Áfengisheildsalar hafa deilt hart á stofnunina fyrir að neita að selja áfengistegundir vegna umbúðanna. Sigurður Bernhöft, framkvæmdastjóri áfengisheildsölunnar HOB vín, segir ákvarðanir stjórnenda ÁTVR iðulega gerræðislegar og byggja á afar hæpnum forsendum. ÁTVR hafnaði því á síðasta ári að taka Tempt-eplamjöð (cider) í dósum í tilraunasölu meðal annars á þeim forsendum að umbúðirnar væru með kynferðislegum skírskotunum og brytu í bága við almennt velsæmi. Sigurður segir synjun ÁTVR algerlega ómálefnalega, og það eigi við um margar aðrar ákvarðanir sem snúi að honum og öðrum heildsölum. Sigurður höfðaði mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til að fá ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins um heimildir ÁTVR. Stofnunin tók til varna fyrir dómi og taldi enga ástæðu til að fá slíkt álit. Dómurinn tók undir kröfu Sigurðar, og Hæstiréttur staðfesti nýverið að afla skuli álits dómstólsins. Í átta blaðsíðna greinargerð sem unnin var af sjálfstætt starfandi lögmanni fyrir ÁTVR vegna epladrykkjarins er rýnt ítarlega í myndir á umbúðunum og þær sagðar til þess fallnar að gera drykkinn „spennandi og ögrandi á nautnalegan hátt", og að „kynferðisleg skírskotun" blasi við. Umbúðir eplamjaðarins segir lögmaðurinn vera í „síðrómantískum stíl" sem minni helst á „Moulin Rouge þema" með smágerðum fígúrum, blómum, fuglum og öðru „dúlleríi". Þar segir jafnframt: „Ekki er þörf á því að vera kaþólskari en páfinn til að sjá að slíkur undirtónn hlaðinn slíkum gildum, samrýmist engan veginn áfengisstefnu íslenskra stjórnvalda, hvaða skoðun sem menn annars kunna að hafa á berum kvenmannskroppum." Í reglum sem gilda um vöruúrval í ÁTVR segir meðal annars að umbúðir vöru megi aðeins innihalda skilaboð sem tengist vörunni. Ekki megi vera þar skilaboð sem innihaldi gildishlaðnar upplýsingar, eða gefi til kynna að áfengi auki líkamlega, andlega, félagslega eða kynferðislega getu. Þá megi þær ekki brjóta í bága við almennt velsæmi, meðal annars með því að vera klámfengnar. Lögmaðurinn lagði til að ÁTVR hafnaði því að taka vöruna í sölu meðal annars vegna þess að það gæti opnað dyr fyrir enn grófari umbúðir. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Sjá meira
EFTA-dómstóllinn mun gefa ráðgefandi álit á heimildum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) til að hafna því að taka áfengistegundir í sölu. Áfengisheildsalar hafa deilt hart á stofnunina fyrir að neita að selja áfengistegundir vegna umbúðanna. Sigurður Bernhöft, framkvæmdastjóri áfengisheildsölunnar HOB vín, segir ákvarðanir stjórnenda ÁTVR iðulega gerræðislegar og byggja á afar hæpnum forsendum. ÁTVR hafnaði því á síðasta ári að taka Tempt-eplamjöð (cider) í dósum í tilraunasölu meðal annars á þeim forsendum að umbúðirnar væru með kynferðislegum skírskotunum og brytu í bága við almennt velsæmi. Sigurður segir synjun ÁTVR algerlega ómálefnalega, og það eigi við um margar aðrar ákvarðanir sem snúi að honum og öðrum heildsölum. Sigurður höfðaði mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til að fá ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins um heimildir ÁTVR. Stofnunin tók til varna fyrir dómi og taldi enga ástæðu til að fá slíkt álit. Dómurinn tók undir kröfu Sigurðar, og Hæstiréttur staðfesti nýverið að afla skuli álits dómstólsins. Í átta blaðsíðna greinargerð sem unnin var af sjálfstætt starfandi lögmanni fyrir ÁTVR vegna epladrykkjarins er rýnt ítarlega í myndir á umbúðunum og þær sagðar til þess fallnar að gera drykkinn „spennandi og ögrandi á nautnalegan hátt", og að „kynferðisleg skírskotun" blasi við. Umbúðir eplamjaðarins segir lögmaðurinn vera í „síðrómantískum stíl" sem minni helst á „Moulin Rouge þema" með smágerðum fígúrum, blómum, fuglum og öðru „dúlleríi". Þar segir jafnframt: „Ekki er þörf á því að vera kaþólskari en páfinn til að sjá að slíkur undirtónn hlaðinn slíkum gildum, samrýmist engan veginn áfengisstefnu íslenskra stjórnvalda, hvaða skoðun sem menn annars kunna að hafa á berum kvenmannskroppum." Í reglum sem gilda um vöruúrval í ÁTVR segir meðal annars að umbúðir vöru megi aðeins innihalda skilaboð sem tengist vörunni. Ekki megi vera þar skilaboð sem innihaldi gildishlaðnar upplýsingar, eða gefi til kynna að áfengi auki líkamlega, andlega, félagslega eða kynferðislega getu. Þá megi þær ekki brjóta í bága við almennt velsæmi, meðal annars með því að vera klámfengnar. Lögmaðurinn lagði til að ÁTVR hafnaði því að taka vöruna í sölu meðal annars vegna þess að það gæti opnað dyr fyrir enn grófari umbúðir. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Sjá meira