Af vondum pólitíkusum og venjulegu fólki Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 24. febrúar 2012 06:00 Ég er þriggja barna móðir, amma og stjúpmóðir úr Kópavoginum. Ég hef varið megin hluta starfsævinnar í að kenna börnum við grunnskóla í Kópavogi. Núna starfa ég sem verkefnastjóri við samtök sem vinna að mannréttindum barna. Vorið 2010 ákvað ég að bjóða mig fram í bæjarstjórnarkosningum fyrir Samfylkinguna í Kópavogi. Ég hafði starfað með flokknum í bænum um nokkurra ára skeið en aldrei verið á neinum framboðslista. Ég taldi mig eiga brýnt erindi og vildi beita mér fyrir breytingum í mínu bæjarfélagi. Við nýttum nótt sem nýtan dag við að útbúa metnaðarfulla og raunhæfa stefnu með höfuðáherslu á hagsmuni bæjarbúa og heiðarleika. Jafnframt vildum við minnka skuldir bæjarins, en þær höfðu aukist um tugi milljarða á nokkrum árum hjá þeim meirihluta sem var búinn að vera við völd um 20 ára skeið. Nú var kominn tími til að breyta.Ný framboð Korteri fyrir kosningar vorið 2010 spruttu svo upp tvö ný framboð í bænum. Annað þeirra kenndi sig við venjulegt fólk, fólkið í bænum og tók sér bókstafinn Y. Þau voru ekki pólitíkusar enda var það skammaryrði. Reyndar voru margir á þessum listum með ýmis pólitísk störf á ferilskránni sinni þegar vel var að gáð. Voru þetta kannski pólitíkusar í feluleik? Þetta fólk vildi hreinsa til í bænum og sópa burtu þessum spilltu pólitíkusum. Það setti á sig gúmmíhanska og stóð á tröppum bæjarskrifstofanna vopnað kústum og skrúbbum. Gefum þessum gömlu pólitíkusum frí var viðkvæðið. Allir voru settir á sama bás, hvort sem þeir höfðu verið við völd í bænum eða ekki. Ég var þarna hætt að vera venjuleg kona, móðir og kennari í Kópavogi og komin í hópinn vonda sem nefnist „pótitíkusar". Þau stilltu sér víða upp í bænum, hreingerningarfólkið. Eitt sinn er ég var stödd fyrir utan Bónus ásamt félaga mínum að dreifa stefnu Samfylkingarinnar í Kópavogi, ruddist einn þeirra að okkur, Eiríkur Ólafsson, með boðskapinn. Rannveig Ásgeirsdóttir, oddviti hreingerningarmanna, bættist við. Við reyndum að eiga við Eirík orðastað og benda honum á að við hefðum aldrei verið við völd í bænum, við í Samfylkingunni. Lítt var hlustað á það, við tilheyrðum flokki.Nýir tímar Svo komu kosningar og meirihlutinn gamli, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur féll. Samfylkingin, listi Vinstri Grænna ásamt nýju framboðunum tveimur, hreingerningarfólkinu og Næst besta flokknum tóku við stjórntaumunum í Kópavogi undir forystu Guðríðar Arnardóttur, oddvita Samfylkingarinnar, í Kópavogi. Helsta krafa hreingerningarmanna um ópólitískan bæjarstjóra var virt. Þessi meirihluti undir forystu Guðríðar Arnardóttur, oddvita Samfylkingarinnar, hefur lyft grettistaki á 20 mánuðum við að minnka skuldir bæjarins og breyta stjórnsýslunni án þess að það hafi bitnað á þeim sem síst skyldi. Hugmyndafræði jafnaðarmanna var höfð að leiðarljósi og mikil sátt hefur verið meðal íbúa í bænum og lítið um óánægjuraddir eins og oft áður. Nýir tímar voru komnir í Kópavogi!Gamlir tímar? Nú bregður svo við að hreingerningarmeistararnir eru búnir að taka af sér hanskana og pakka saman. Eiríkur og Rannveig eru komin í eina sæng með þeim sem þau vildu sópa í burtu vorið 2010, gamla meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Sumir liðsmenn þeirra standa hnípnir eftir og hafa sagt sig af listanum, þeim er misboðið. Ég hef hitt ýmsa kjósendur þeirra Eiríks og Rannveigar. Þeir telja sig illa svikna. Nú skipta loforðin engu máli um að gefa gamla meirihlutanum frí og hafa ópólitískan bæjarstjóra. Það var greinilega bara Guðríður sem ekki mátti vera bæjarstjóri því hún er svo frek! Nú er Rannveig sæl og glöð, búin að fá stól Guðríðar, orðin formaður bæjarráðs og ætlar að kenna Gunnari Birgissyni og félögum siðbót að eigin sögn. Voru það sem sagt ekki málefnin og hagsmunir bæjarbúa sem skiptu máli? Var það sem sagt staða og stóll? Guðriður Arnardóttir hefur ávallt látið hagsmuni bæjarbúa og heiðarleika vera í fyrirrúmi við allar ákvarðanatökur. Hún hefur staðið sem klettur í öllu því ölduróti og aðförum sem á hana hafa dunið undanfarið. Það hefur verið sárt að horfa upp á það. Hún mun vonandi halda áfram að starfa fyrir Kópavosbúa af þeirri elju og dugnaði sem hún hefur gert til þessa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég er þriggja barna móðir, amma og stjúpmóðir úr Kópavoginum. Ég hef varið megin hluta starfsævinnar í að kenna börnum við grunnskóla í Kópavogi. Núna starfa ég sem verkefnastjóri við samtök sem vinna að mannréttindum barna. Vorið 2010 ákvað ég að bjóða mig fram í bæjarstjórnarkosningum fyrir Samfylkinguna í Kópavogi. Ég hafði starfað með flokknum í bænum um nokkurra ára skeið en aldrei verið á neinum framboðslista. Ég taldi mig eiga brýnt erindi og vildi beita mér fyrir breytingum í mínu bæjarfélagi. Við nýttum nótt sem nýtan dag við að útbúa metnaðarfulla og raunhæfa stefnu með höfuðáherslu á hagsmuni bæjarbúa og heiðarleika. Jafnframt vildum við minnka skuldir bæjarins, en þær höfðu aukist um tugi milljarða á nokkrum árum hjá þeim meirihluta sem var búinn að vera við völd um 20 ára skeið. Nú var kominn tími til að breyta.Ný framboð Korteri fyrir kosningar vorið 2010 spruttu svo upp tvö ný framboð í bænum. Annað þeirra kenndi sig við venjulegt fólk, fólkið í bænum og tók sér bókstafinn Y. Þau voru ekki pólitíkusar enda var það skammaryrði. Reyndar voru margir á þessum listum með ýmis pólitísk störf á ferilskránni sinni þegar vel var að gáð. Voru þetta kannski pólitíkusar í feluleik? Þetta fólk vildi hreinsa til í bænum og sópa burtu þessum spilltu pólitíkusum. Það setti á sig gúmmíhanska og stóð á tröppum bæjarskrifstofanna vopnað kústum og skrúbbum. Gefum þessum gömlu pólitíkusum frí var viðkvæðið. Allir voru settir á sama bás, hvort sem þeir höfðu verið við völd í bænum eða ekki. Ég var þarna hætt að vera venjuleg kona, móðir og kennari í Kópavogi og komin í hópinn vonda sem nefnist „pótitíkusar". Þau stilltu sér víða upp í bænum, hreingerningarfólkið. Eitt sinn er ég var stödd fyrir utan Bónus ásamt félaga mínum að dreifa stefnu Samfylkingarinnar í Kópavogi, ruddist einn þeirra að okkur, Eiríkur Ólafsson, með boðskapinn. Rannveig Ásgeirsdóttir, oddviti hreingerningarmanna, bættist við. Við reyndum að eiga við Eirík orðastað og benda honum á að við hefðum aldrei verið við völd í bænum, við í Samfylkingunni. Lítt var hlustað á það, við tilheyrðum flokki.Nýir tímar Svo komu kosningar og meirihlutinn gamli, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur féll. Samfylkingin, listi Vinstri Grænna ásamt nýju framboðunum tveimur, hreingerningarfólkinu og Næst besta flokknum tóku við stjórntaumunum í Kópavogi undir forystu Guðríðar Arnardóttur, oddvita Samfylkingarinnar, í Kópavogi. Helsta krafa hreingerningarmanna um ópólitískan bæjarstjóra var virt. Þessi meirihluti undir forystu Guðríðar Arnardóttur, oddvita Samfylkingarinnar, hefur lyft grettistaki á 20 mánuðum við að minnka skuldir bæjarins og breyta stjórnsýslunni án þess að það hafi bitnað á þeim sem síst skyldi. Hugmyndafræði jafnaðarmanna var höfð að leiðarljósi og mikil sátt hefur verið meðal íbúa í bænum og lítið um óánægjuraddir eins og oft áður. Nýir tímar voru komnir í Kópavogi!Gamlir tímar? Nú bregður svo við að hreingerningarmeistararnir eru búnir að taka af sér hanskana og pakka saman. Eiríkur og Rannveig eru komin í eina sæng með þeim sem þau vildu sópa í burtu vorið 2010, gamla meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Sumir liðsmenn þeirra standa hnípnir eftir og hafa sagt sig af listanum, þeim er misboðið. Ég hef hitt ýmsa kjósendur þeirra Eiríks og Rannveigar. Þeir telja sig illa svikna. Nú skipta loforðin engu máli um að gefa gamla meirihlutanum frí og hafa ópólitískan bæjarstjóra. Það var greinilega bara Guðríður sem ekki mátti vera bæjarstjóri því hún er svo frek! Nú er Rannveig sæl og glöð, búin að fá stól Guðríðar, orðin formaður bæjarráðs og ætlar að kenna Gunnari Birgissyni og félögum siðbót að eigin sögn. Voru það sem sagt ekki málefnin og hagsmunir bæjarbúa sem skiptu máli? Var það sem sagt staða og stóll? Guðriður Arnardóttir hefur ávallt látið hagsmuni bæjarbúa og heiðarleika vera í fyrirrúmi við allar ákvarðanatökur. Hún hefur staðið sem klettur í öllu því ölduróti og aðförum sem á hana hafa dunið undanfarið. Það hefur verið sárt að horfa upp á það. Hún mun vonandi halda áfram að starfa fyrir Kópavosbúa af þeirri elju og dugnaði sem hún hefur gert til þessa.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun