Gunnar Nelson tók sinn fyrsta UFC-bardaga með trompi. Hann vann afar sannfærandi sigur á DeMarques Johnson strax í fyrstu lotu.
Gunnar gaf tóninn strax á fyrstu sekúndunum með hásparki í andlit Johnson. Hann var svo búinn að taka hann í gólfið á fyrstu mínútunni og festi hann þar.
Hann lét nokkur högg dynja á Johnson þangað til að hann hengdi hann þegar 3:34 mínútur voru liðnar af bardaganum.
„Þetta er mjög spennandi. Ég er mjög ánægður með að vera hér og ég var ánægður með bardagann," sagði Gunnar að honum loknum.
„Ég náði bakinu á honum og þurfti aðeins að hreyfa hann til að ná hökunni upp. Svo náði ég hengingunni."
Gunnar Nelson kláraði Johnson í fyrstu lotu
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið







Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool
Enski boltinn

Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað
Íslenski boltinn

„Stöð 2 Sport er enski boltinn“
Enski boltinn

Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið
Íslenski boltinn