Innlent

Forkastanleg vinnubrögð og án fordæma

Kristján Þór Júlíusson
Kristján Þór Júlíusson
Það eru forkastanleg vinnubrögð og án fordæma að fresta því að senda fjáraukalögin til Ríkisendurskoðunar líkt og meirihluti fjárlaganefndar ákvað í gær. Þetta segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins í nefndinni en hann telur að baki ákvörðuninni blundi tilhneiging til að leyna almennig upplýsingum.

Fjárlaganefnd ákvað á fundi sínum í gær að bíða með það að senda fjáraukalögin til Ríkisendurskoðunar vegna trúnaðarbrests sem ríkir á milli Alþingi og stofnunarinnar. Meirihluti nefndarinnar tók þessa ákvörðun og segir að með henni sé verið að senda ákveðin skilaboð.

Ríkisendurskoðun hefur sætt gagnrýni síðustu daga fyrir það að hafa tekið átta ár í vinnu við skýrslu um kosntað við nýtt bókhaldskerfi.

Kristján Þór Júlíusson þingmaður Sjálfstæðisflokksins situr í fjárlaganefnd. Hann er ósáttur við vinnubrögð meirihluta nefndarinnar sem hann segir vera forkastanleg og án fordæma. „Þetta eru vinnbrögð sem koma á óvart."

Þá hefur hann litla trú á þeim ástæðum sem meirihluti nefndarinnar gefur upp fyrir sinni ákvörðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×