Raikkönen þarf frelsi til að blómstra Birgir Þór Harðarson skrifar 5. nóvember 2012 20:00 Kimi veit nákvæmlega hvað hann er að gera um borð í Formúlu 1-bíl. nordicphotos/afp Kimi Raikkönen þarf að hafa svigrúm til að einbeita sér að akstrinum, segir Eric Boullier, liðstjóri Lotus-liðsins í Formúlu1. Með því að skapa það umhverfi umhverfis Finnan fljúgandi vann Lotus-Renault sinn fyrsta sigur í Formúlu 1. Sigur Kimi um helgina í Abu Dhabi var hans fyrsti síðan í belgíska kappakstrinum árið 2009. Þá ók hann fyrir Ferrari en tók sér frí frá Formúlu 1 árin 2010 og 2011 til þess að keppa í rallý. Hann varð leiður á því og snéri aftur til að upplifa alvöru kappakstur. "Þegar ég hitti hann fyrst spjallaði ég við hann í tvo tíma á skrifstofunni minn. Það var bersýnilegt að gaurinn var ekki ánægður með lífið," sagði Boullier við Autosport. "Kimi elskar að keppa og vinna mót." Umræðan um hvernig Lotus-liðið hefur höndlað Raikkönen í ár fór af stað eftir kappaksturinn í Abu Dhabi um helgina. Opnað var fyrir talstöðvarrás Kimi og liðsins nokkrum sinnum í beinni útsendingu frá kappakstrinum þegar liðið minnti hann á einfalda hluti eins og að "muna að halda hita í dekkjunum" og að Alonso væri aðeins fimm sekúndum á eftir. "Látið mig í friði, ég veit hvað ég er að gera!," var svar Raikkönen. Hann sannaði svo í lokin að hann veit nákvæmlega hvað hann á að gera fremstur í kappakstri. Formúla Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Kimi Raikkönen þarf að hafa svigrúm til að einbeita sér að akstrinum, segir Eric Boullier, liðstjóri Lotus-liðsins í Formúlu1. Með því að skapa það umhverfi umhverfis Finnan fljúgandi vann Lotus-Renault sinn fyrsta sigur í Formúlu 1. Sigur Kimi um helgina í Abu Dhabi var hans fyrsti síðan í belgíska kappakstrinum árið 2009. Þá ók hann fyrir Ferrari en tók sér frí frá Formúlu 1 árin 2010 og 2011 til þess að keppa í rallý. Hann varð leiður á því og snéri aftur til að upplifa alvöru kappakstur. "Þegar ég hitti hann fyrst spjallaði ég við hann í tvo tíma á skrifstofunni minn. Það var bersýnilegt að gaurinn var ekki ánægður með lífið," sagði Boullier við Autosport. "Kimi elskar að keppa og vinna mót." Umræðan um hvernig Lotus-liðið hefur höndlað Raikkönen í ár fór af stað eftir kappaksturinn í Abu Dhabi um helgina. Opnað var fyrir talstöðvarrás Kimi og liðsins nokkrum sinnum í beinni útsendingu frá kappakstrinum þegar liðið minnti hann á einfalda hluti eins og að "muna að halda hita í dekkjunum" og að Alonso væri aðeins fimm sekúndum á eftir. "Látið mig í friði, ég veit hvað ég er að gera!," var svar Raikkönen. Hann sannaði svo í lokin að hann veit nákvæmlega hvað hann á að gera fremstur í kappakstri.
Formúla Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira