Um Vaðlaheiðargöng og nokkra áhrifaþætti umferðarþunga Ari Teitsson skrifar 13. febrúar 2012 08:00 Að undanförnu hefur verið rætt hvort réttlætanlegt sé að veita ríkisábyrgð vegna lántöku til gerðar Vaðlaheiðarganga. Þar sem flestir kostnaðarþættir við gerð ganganna liggja fyrir er stærsti óvissuþátturinn, og þar með áhættuþáttur ríkisins, umferðarþungi um göngin á komandi árum. Um þróun umferðar við breyttar aðstæður er auðvitað erfitt að spá, en huga má þó að grunnforsendum: Byggð hefur eflst á Akureyri og nágrenni á undanförnum árum, enda bærinn helsta mótvægi við suðvesturhornið og höfuðstaður Norðurlands. Hvort grundvöllur er fyrir rekstri Vaðlaheiðarganga ræðst hins vegar fremur af því hvort einnig eigi að nýta tækifæri Þingeyjarsýslna þjóðinni til hagsbóta. Til þess stendur vilji beggja vegna Vaðlaheiðar en fleira þarf til: Hagvöxtur og kaupgeta almennings ræður miklu um flutningaþörf og ferðamöguleika fólks. Hvergi á Íslandi finnst meiri óbeisluð orka en í Þingeyjarsýslum. Nýtingu orkunnar heima í héraði hefur miðað hægar en heimamenn hafa kosið. Ljóst má vera að öflugri stuðningur við nýtingu orkunnar myndi styrkja svæðið. Rekstur heilbrigðisþjónustu í Þingeyjarsýslum er nú í óvissu sem verður að eyða, en sú óvissa veikir óneitanlega búsetuskilyrði, þótt auknir flutningar sjúkra og særðra yfir Vaðlaheiði séu sjálfstæð rök fyrir jarðgöngum. Jákvæð viðhorf til nýtingar fjölbreyttra tækifæra ferðaþjónustu í víðlendi Þingeyjarsýslna myndi styrkja svæðið. Einnig mætti nefna skiptingu opinberrar þjónustu og starfa henni tengd milli landsvæða, stjórnun fiskveiða og vafalaust fleiri atriði sem miklu ráða um búsetuþróun. Margt bendir því til að mat á rekstrargrundvelli Vaðlaheiðarganga sé öðru fremur mat á hagvaxtarþróun og vilja ráðandi afla til styrkingar búsetu og nýtingar landsgæða. Á meðan sjálfsforræði héraða er takmarkað eru þessir þættir mjög háðir vilja og stefnu þeirra sömu einstaklinga sem á næstu dögum taka ákvörðun um framgang Vaðlaheiðarganga. Því má ætla að í afgreiðslu málsins á Alþingi megi að nokkru lesa framtíðarsýn þingmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur verið rætt hvort réttlætanlegt sé að veita ríkisábyrgð vegna lántöku til gerðar Vaðlaheiðarganga. Þar sem flestir kostnaðarþættir við gerð ganganna liggja fyrir er stærsti óvissuþátturinn, og þar með áhættuþáttur ríkisins, umferðarþungi um göngin á komandi árum. Um þróun umferðar við breyttar aðstæður er auðvitað erfitt að spá, en huga má þó að grunnforsendum: Byggð hefur eflst á Akureyri og nágrenni á undanförnum árum, enda bærinn helsta mótvægi við suðvesturhornið og höfuðstaður Norðurlands. Hvort grundvöllur er fyrir rekstri Vaðlaheiðarganga ræðst hins vegar fremur af því hvort einnig eigi að nýta tækifæri Þingeyjarsýslna þjóðinni til hagsbóta. Til þess stendur vilji beggja vegna Vaðlaheiðar en fleira þarf til: Hagvöxtur og kaupgeta almennings ræður miklu um flutningaþörf og ferðamöguleika fólks. Hvergi á Íslandi finnst meiri óbeisluð orka en í Þingeyjarsýslum. Nýtingu orkunnar heima í héraði hefur miðað hægar en heimamenn hafa kosið. Ljóst má vera að öflugri stuðningur við nýtingu orkunnar myndi styrkja svæðið. Rekstur heilbrigðisþjónustu í Þingeyjarsýslum er nú í óvissu sem verður að eyða, en sú óvissa veikir óneitanlega búsetuskilyrði, þótt auknir flutningar sjúkra og særðra yfir Vaðlaheiði séu sjálfstæð rök fyrir jarðgöngum. Jákvæð viðhorf til nýtingar fjölbreyttra tækifæra ferðaþjónustu í víðlendi Þingeyjarsýslna myndi styrkja svæðið. Einnig mætti nefna skiptingu opinberrar þjónustu og starfa henni tengd milli landsvæða, stjórnun fiskveiða og vafalaust fleiri atriði sem miklu ráða um búsetuþróun. Margt bendir því til að mat á rekstrargrundvelli Vaðlaheiðarganga sé öðru fremur mat á hagvaxtarþróun og vilja ráðandi afla til styrkingar búsetu og nýtingar landsgæða. Á meðan sjálfsforræði héraða er takmarkað eru þessir þættir mjög háðir vilja og stefnu þeirra sömu einstaklinga sem á næstu dögum taka ákvörðun um framgang Vaðlaheiðarganga. Því má ætla að í afgreiðslu málsins á Alþingi megi að nokkru lesa framtíðarsýn þingmanna.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun