Körfubolti

LeBron James verður kannski með í troðslukeppninni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James kann alveg að troða boltanum í körfuna.
LeBron James kann alveg að troða boltanum í körfuna. Mynd/Nordic Photos/Getty
LeBron James, leikmaður Miami Heat í NBA-deildinni, tróð með tilþrifum í upphafi vikunnar þegar hann hoppaði yfir einn leikmann Chicago Bulls og nú eru bandarískir fjölmiðlamenn að velta því upp að James muni taka þátt í troðslukeppni Stjörnuleiksins sem fer fram í Orlandi í lok febrúar.

„Ég hef nokkrum sinnum verið að velta því fyrir mér að vera með. Eins sinni komu ökklameiðsli í veg fyrir að ég tæki þátt en oftast hef ég bara hugsað mér sjálfum mér að það væri skynsamlegra að hvíla lúin bein og safna orku fyrir seinni hluta tímabilsins," sagði LeBron James.

„Margir frábærir leikmenn hafa reynt fyrir sér í þessari keppni og ég hef horft á margar góðar troðslukeppnir í gegnum árin. Ég er því eins og oft áður að pæla í því að vera með," LeBron James sem ætlaði að vera með 2009 en hætti þá við á síðustu stundu.

James vildi ekki þvertaka fyrir það að hann tæki þátt í troðslukeppninni eftir tvær vikur en mestar líkur er þó á því að hann láti ungu strákana um það að skapa sér nafn með tilþrifamiklum og hugmyndaríkum troðslum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×