Viðskipti innlent

Misskipting eigna heimilanna hefur aukist verulega

Tölur benda til þess að misskipting eigna meðal íslenskra heimila hafi aukist verulega frá hruninu haustið 2008.

Greining Arion banka fjallar um málið í Markaðspunktum sínum en þar segir að eitt augljósasta merkið um þessa þróun sé eignarskattstofn heimilanna. Í dag eiga um 60% heimilanna jákvæðan eignarskattstofn. Síðustu 10 ár hefur skiptingin hinsvegar verið á þá vegu að um 80% heimila áttu jákvæðan eignarstofn en 20% fjölskyldna voru með neikvæðan stofn.

Þessi 20% voru líkast til að verulegu leyti ungt fólk sem var að koma undir sig húsaskjóli í fyrsta sinn, en um 20% þjóðarinnar hefur alla jafnan verið á aldrinum 18-32 ára. Hlutfall heimila með neikvæðan eignarskattstofn hefur nú tvöfaldast úr 20% í 40%. Ljóst er að það er ekki vegna aukins hlutfalls ungra fjölskyldna sem hefja heimilishaldið oft með lán á bakinu. Ástæðuna fyrir þessu er að finna í fasteignabólunni sem varð á árunum fyrir hrun og að allt loft fór úr henni eftir hrunið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×