Enn rignir í Þýskalandi - Maldonado fljótastur 20. júlí 2012 13:42 Scumacher endaði í dekkjaveggnum og eyðilagði bílinn. nordicphotos/afp Pastor Maldonado á Williams-bíl var fljótastur um Hockenheim brautina í Þýskalandi á seinni æfingum fyrir þýska kappaksturinn sem fram fer á sunnudaginn. Það ringdi enn í Þýskalandi þegar seinni æfingar dagsins hófust í hádeginu og setti strik í reikninginn fyrir keppnisliðin. Gert er ráð fyrir enn meiri rigningu á morgun þegar laugardagsæfingar fara fram og tímataka fyrir kappaksturinn. Liðin hafa ekki getað safnað þeim upplýsingum um brautina sem þau þurfa fyrir kappaksturinn verði brautin þurr á sunnudaginn. Takmarkaðar upplýsingar liðanna veit hins vegar á gott fyrir áhugamenn því kappaksturinn gæti reynst viðburðaríkur og óvæntur. Rigningin kom ekki í veg fyrir að ökumenn óku marga hringi. Brautin var þétt setin alla æfinguna. Undir lok hennar, þegar ökumenn þóttust vissir um hvar takmörkin lægju, fóru menn að aka útaf. Michael Schumacher var einn þeirra en hann fór of utarlega þegar hann kom út úr beygju 12, Mobil 1-beygjunni, með þeim afleiðingum að hann endaði í dekkjaveggnum. Æfingar fyrir þýska kappaksturinn halda áfram klukkan níu í fyrramálið og tímatökurnar eru klukkan 12:00 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Formúla Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Pastor Maldonado á Williams-bíl var fljótastur um Hockenheim brautina í Þýskalandi á seinni æfingum fyrir þýska kappaksturinn sem fram fer á sunnudaginn. Það ringdi enn í Þýskalandi þegar seinni æfingar dagsins hófust í hádeginu og setti strik í reikninginn fyrir keppnisliðin. Gert er ráð fyrir enn meiri rigningu á morgun þegar laugardagsæfingar fara fram og tímataka fyrir kappaksturinn. Liðin hafa ekki getað safnað þeim upplýsingum um brautina sem þau þurfa fyrir kappaksturinn verði brautin þurr á sunnudaginn. Takmarkaðar upplýsingar liðanna veit hins vegar á gott fyrir áhugamenn því kappaksturinn gæti reynst viðburðaríkur og óvæntur. Rigningin kom ekki í veg fyrir að ökumenn óku marga hringi. Brautin var þétt setin alla æfinguna. Undir lok hennar, þegar ökumenn þóttust vissir um hvar takmörkin lægju, fóru menn að aka útaf. Michael Schumacher var einn þeirra en hann fór of utarlega þegar hann kom út úr beygju 12, Mobil 1-beygjunni, með þeim afleiðingum að hann endaði í dekkjaveggnum. Æfingar fyrir þýska kappaksturinn halda áfram klukkan níu í fyrramálið og tímatökurnar eru klukkan 12:00 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Formúla Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira