Hamilton ekur betur en nokkru sinni Birgir Þór Harðarson skrifar 23. október 2012 14:30 Hamilton er sjálfsöruggur um þessar mundir. nordicphotos/afp McLaren-ökuþórinn Lewis Hamilton segist nú aka betur en nokkru sinni þó úrslit hans úr síðustu mótum sýni það ekki. Bíllinn hefur bilað hjá Hamilton í síðustu mótum og haldið aftur af honum. Hamilton vann yfirburðasigur á Monza-brautinni á Ítalíu í september en hefur síðan þá þurft að sætta sig við gírkassabilun í Singapúr og bilun í fjöðrun í Japan og Kóreu. "Mér finnst eins og að undanfarið sé ég að aka betur en nokkru sinni - jafnvel þó úrslitin gefi annað til kynna," sagði Hamilton. "Svo ég fer til Indlands tvíelfdur." "Ég held við séum með bíl sem er fljótur um brautina í Indlandi svo ég get ekki beðið eftir fyrstu æfingunni á föstudaginn." Næst verður keppt á Indlandi um næstu helgi og aðeins í annað skiptið þar. Kappaksturinn var góður í fyrra, brautin er hröð og flæðandi með mörgum snúnum beygjum og enn fleiri góðum stöðum til framúraksturs. Hamilton á aðeins tölfræðilega möguleika á því að vinna heimsmeistaratitilinn úr þessu enda eru Fernando Alonso og Sebastian Vettel með nokkurt forskot á keppinautana. McLaren-bílinn er þó talinn vera næst fljótasti bílinn á ráslínunni, á eftir Red Bull-bíl Vettels og Webber. Formúla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
McLaren-ökuþórinn Lewis Hamilton segist nú aka betur en nokkru sinni þó úrslit hans úr síðustu mótum sýni það ekki. Bíllinn hefur bilað hjá Hamilton í síðustu mótum og haldið aftur af honum. Hamilton vann yfirburðasigur á Monza-brautinni á Ítalíu í september en hefur síðan þá þurft að sætta sig við gírkassabilun í Singapúr og bilun í fjöðrun í Japan og Kóreu. "Mér finnst eins og að undanfarið sé ég að aka betur en nokkru sinni - jafnvel þó úrslitin gefi annað til kynna," sagði Hamilton. "Svo ég fer til Indlands tvíelfdur." "Ég held við séum með bíl sem er fljótur um brautina í Indlandi svo ég get ekki beðið eftir fyrstu æfingunni á föstudaginn." Næst verður keppt á Indlandi um næstu helgi og aðeins í annað skiptið þar. Kappaksturinn var góður í fyrra, brautin er hröð og flæðandi með mörgum snúnum beygjum og enn fleiri góðum stöðum til framúraksturs. Hamilton á aðeins tölfræðilega möguleika á því að vinna heimsmeistaratitilinn úr þessu enda eru Fernando Alonso og Sebastian Vettel með nokkurt forskot á keppinautana. McLaren-bílinn er þó talinn vera næst fljótasti bílinn á ráslínunni, á eftir Red Bull-bíl Vettels og Webber.
Formúla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira