Átján ára í átján mánaða fangelsi 23. október 2012 07:00 .. Átján ára unglingspiltur hefur verið dæmdur til 18 mánaða fangelsisvistar fyrir líkamsárás, frelsissviptingu og íkveikju. Tveir aðrir, 25 og 24 ára, sem einnig voru ákærðir, voru dæmdir til fjögurra og sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir frelsissviptingu og umferðarlagabrot. Þeir voru hins vegar sýknaðir af ákæru um líkamsárás. Pilturinn sem þyngstan dóm hlaut var í október í fyrra dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir aðild sína í svokölluðu Black Pistons-máli. Í því hlutu forsprakki samtakanna og annar til þriggja og hálfs og þriggja ára dóm fyrir að svipta rúmlega tvítugan mann frelsi sínu í maí 2011, misþyrma honum hrottalega og reyna að kúga út úr honum fé. Árásin sem pilturinn og félagar hans tveir hafa nú verið dæmdir fyrir átti sér stað 15. janúar í fyrra, en þá var sá yngsti á sautjánda aldursári. Þeir eru í ákæru sagðir hafa ráðist á mann í íbúð í Grafarvogi, veist að honum ítrekað með spörkum í líkama hans og höfuð og gert sig líklega til að henda honum fram af svölum íbúðarinnar. Manninn höfðu þeir svo með sér út í bíl, en voru stöðvaðir af lögreglu á Gullinbrú. Vitni hafði séð til þeirra veitast að manninum á útistigagangi og hvar hann var „dreginn í tökum" út í bíl og ekið á brott með hann. Vitnið hringdi á lögreglu og gaf upp númerið á bílnum. Pilturinn var einnig ákærður fyrir að hafa hellt bensíni í og yfir bíl í Reykjanesbæ í fyrrasumar og borið eld að. Eldurinn breiddist út með þeim afleiðingum að bíllinn brann, sem og bílskúrshurð og gafl hússins sem hann stóð upp við. Sá sem sex mánaða dóm hlaut var einnig kærður fyrir að hafa ekið bílnum frá vettvangi árásarinnar án ökuskírteinis og undir áhrifum amfetamíns. Hann var sviptur ökurétti ævilangt. Þá var þeim sem hlaut fjögurra mánaða dóm gert að sök að hafa í tvígang í byrjun síðasta árs ekið bíl án réttinda og undir áhrifum kannabisefna. Hann missti prófið í tvö ár. Mennirnir neituðu sök í aðalákærunni sem sneri að árásinni og frelsissviptingunni, en játuðu önnur brot sem þeir voru ákærðir fyrir. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Átján ára unglingspiltur hefur verið dæmdur til 18 mánaða fangelsisvistar fyrir líkamsárás, frelsissviptingu og íkveikju. Tveir aðrir, 25 og 24 ára, sem einnig voru ákærðir, voru dæmdir til fjögurra og sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir frelsissviptingu og umferðarlagabrot. Þeir voru hins vegar sýknaðir af ákæru um líkamsárás. Pilturinn sem þyngstan dóm hlaut var í október í fyrra dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir aðild sína í svokölluðu Black Pistons-máli. Í því hlutu forsprakki samtakanna og annar til þriggja og hálfs og þriggja ára dóm fyrir að svipta rúmlega tvítugan mann frelsi sínu í maí 2011, misþyrma honum hrottalega og reyna að kúga út úr honum fé. Árásin sem pilturinn og félagar hans tveir hafa nú verið dæmdir fyrir átti sér stað 15. janúar í fyrra, en þá var sá yngsti á sautjánda aldursári. Þeir eru í ákæru sagðir hafa ráðist á mann í íbúð í Grafarvogi, veist að honum ítrekað með spörkum í líkama hans og höfuð og gert sig líklega til að henda honum fram af svölum íbúðarinnar. Manninn höfðu þeir svo með sér út í bíl, en voru stöðvaðir af lögreglu á Gullinbrú. Vitni hafði séð til þeirra veitast að manninum á útistigagangi og hvar hann var „dreginn í tökum" út í bíl og ekið á brott með hann. Vitnið hringdi á lögreglu og gaf upp númerið á bílnum. Pilturinn var einnig ákærður fyrir að hafa hellt bensíni í og yfir bíl í Reykjanesbæ í fyrrasumar og borið eld að. Eldurinn breiddist út með þeim afleiðingum að bíllinn brann, sem og bílskúrshurð og gafl hússins sem hann stóð upp við. Sá sem sex mánaða dóm hlaut var einnig kærður fyrir að hafa ekið bílnum frá vettvangi árásarinnar án ökuskírteinis og undir áhrifum amfetamíns. Hann var sviptur ökurétti ævilangt. Þá var þeim sem hlaut fjögurra mánaða dóm gert að sök að hafa í tvígang í byrjun síðasta árs ekið bíl án réttinda og undir áhrifum kannabisefna. Hann missti prófið í tvö ár. Mennirnir neituðu sök í aðalákærunni sem sneri að árásinni og frelsissviptingunni, en játuðu önnur brot sem þeir voru ákærðir fyrir. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira