Menning

Hrafnkell tilnefndur til verðlauna

Ljósmyndir Hrafnkels af skipsskrokkum minna á málverk Marks Rothko.
Ljósmyndir Hrafnkels af skipsskrokkum minna á málverk Marks Rothko.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur hefur tilnefnt Hrafnkel Sigurðsson til alþjóðlegu ljósmyndaverðlaunanna Deutsche Börse í ár fyrir sýninguna Hafnarborgin sem stóð yfir í Hafnarborg í vor.

Hafnarborg Hrafnkels samanstóð af ljósmyndum af slippsvæðinu í Reykjavík, myndbandsuppsetningu og vegg- og textílverkum þar sem hann notaði meðal annars vinnutuskur sem hann dró upp úr drullunni í slippnum og saumaði saman.

Deutsche Börse-verðlaunin voru fyrst veitt árið 1996 í London í þeim tilgangi að kynna það besta sem væri að gerast í alþjóðlegri samtímaljósmyndun hverju sinni. Deutsche Börse hefur verið helsti bakhjarl verðlaunanna síðan 2005.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×