Of Monsters and Men í sjötta sæti á Billboard 12. apríl 2012 09:00 Hljómsveitin Of Monsters and Men skýtur Björk og Sigur Rós ref fyrir rass með því að ná sjötta sæti Billboard-listans. Engin íslensk hljómsveit hefur náð viðlíka árangri. Platan My Head Is an Animal með hljómsveitinni Of Monsters and Men fór beint í sjötta sæti bandaríska Billboard-listans, en listi sem nær yfir plötusölu í síðustu viku var birtur síðdegis í gær. Þetta er besti árangur sem íslensk hljómsveit hefur náð á listanum, sem hefur haldið utan um plötusölu í Bandaríkjunum frá árinu 1945. My Head Is an Animal kom út í Bandaríkjunum í síðustu viku og hefur selst í meira en 55 þúsund eintökum, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Rappkvendið Nicki Minaj náði efsta sæti Billboard-listans með plötu sinni Pink Friday: Roman Reloaded, en hún seldist í 253.000 eintökum. Engin íslensk hljómsveit hefur komist svo ofarlega á Billboard-listann. Björk Guðmundsdóttir náði níunda sæti með plötunni Volta, sem kom út árið 2007, en það var besti árangur hennar á listanum.Björk Guðmundsdóttir.Hljómsveitin Sigur Rós náði besta árangri sínum á Billboard ári síðar þegar platan Með suð í eyrum við spilum endalaust náði 15. sæti. Þá er forvitnilegt að skoða árangur plötunnar Debut með Björk sem náði hæst 61. sæti á Billboard. Ágætis byrjun með Sigur Rós komst ekki inn á listann. -afb Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Platan My Head Is an Animal með hljómsveitinni Of Monsters and Men fór beint í sjötta sæti bandaríska Billboard-listans, en listi sem nær yfir plötusölu í síðustu viku var birtur síðdegis í gær. Þetta er besti árangur sem íslensk hljómsveit hefur náð á listanum, sem hefur haldið utan um plötusölu í Bandaríkjunum frá árinu 1945. My Head Is an Animal kom út í Bandaríkjunum í síðustu viku og hefur selst í meira en 55 þúsund eintökum, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Rappkvendið Nicki Minaj náði efsta sæti Billboard-listans með plötu sinni Pink Friday: Roman Reloaded, en hún seldist í 253.000 eintökum. Engin íslensk hljómsveit hefur komist svo ofarlega á Billboard-listann. Björk Guðmundsdóttir náði níunda sæti með plötunni Volta, sem kom út árið 2007, en það var besti árangur hennar á listanum.Björk Guðmundsdóttir.Hljómsveitin Sigur Rós náði besta árangri sínum á Billboard ári síðar þegar platan Með suð í eyrum við spilum endalaust náði 15. sæti. Þá er forvitnilegt að skoða árangur plötunnar Debut með Björk sem náði hæst 61. sæti á Billboard. Ágætis byrjun með Sigur Rós komst ekki inn á listann. -afb
Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira