Viðskipti innlent

Bandarískt lyfjafyrirtæki vill kaupa Actavis

Hvorki Watson  Pharmaceuticals Inc., Actavis né Deutsche Bank hafa tjáð sig um málið.
Hvorki Watson Pharmaceuticals Inc., Actavis né Deutsche Bank hafa tjáð sig um málið.
Talið er að bandaríska lyfjafyrirtækið Watson Pharmaceuticals Inc. ætli að kaupa Actavis. Fréttastofan Reuters greinir frá þessu í dag en talið er að kaupvirðið sé um 7 milljarðar dollara.

Watson er nú þegar á meðal stærstu lyfjafyrirtækja veraldar. Fyrirtækið er sagt hafa yfirgripsmikla þekkingu á innviðum Actavis en fyrrverandi stjórnandi í Actavis, Sigurður Óli Ólafsson, hefur unnið fyrir Watsons frá því í september árið 2010.

Hvorki Watson, Actavis né Deutsche Bank hafa tjáð sig um málið.

Samkvæmt Reuters mun Watson greiða 5 til 5.5 milljarða evra fyrir Actavis. Á síðasta ári færði Actavis rekstur sinn frá Íslandi til Zug í Sviss.

Á síðustu árum hefur Watson reynt að auka umsvif sín í Evrópu. Fyrirtækið keypti gríska lyfjafyrirtækið Specifar Pharmaceuticals á síðasta ári fyrir 562 milljón dollara. Stærstu kaup Watsons voru þó árið 2009 en þá keypti fyrirtækið Arrow Group fyrir rúma 1.75 milljarða dollara.

Talið er að Watsons sjái færi á aukinni samvirkni fyrirtækisins með kaupunum á Actavis. Jafnframt gæti Watson lokað nokkrum verksmiðjum sínum í Bandaríkjunum í kjölfar kaupanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×