Viðskipti erlent

iPad sagður hitna verulega við notkun

Hitinn veldur þó ekki óþægindum samkvæmt neytendasamtökunum.
Hitinn veldur þó ekki óþægindum samkvæmt neytendasamtökunum. mynd/AP
Neytendur í Bandaríkjunum og víðar hafa kvartað yfir því að þriðja kynslóð iPad spjaldtölvunnar hitni verulega þegar hún er í notkun. Í tilkynningu frá Apple segir að hitastig tölvunnar sé innan skekkjumarka.

Neytendasamtök í Bandaríkjunum og víðar hafa rannsakað spjaldtölvuna. Í niðurstöðum þeirra kemur fram að nýi iPad hitni afar mikið og nái 47 gráðu hita við mikla notkun.

Hitinn veldur þó ekki óþægindum samkvæmt neytendasamtökunum.

Á spjallborði Apple hafa notendur lýst yfir vonbrigðum sínum með hitastig tölvunnar. Flestir segja að spjaldtölvan sé orðin verulega heit eftir 30 mínútna notkun.

Verkfræðingar Apple segja að hitinn sé eðlilegur og að gert hafi verið ráð fyrir hitaaukningu tölvunnar.




Tengdar fréttir

Þrjú milljón eintök af iPad seld á fjórum dögum

Apple seldi 3 milljón eintök af nýju iPad spjaldtölvunni á fjórum dögum. Spjaldtölvan fór í almenna sölu í Bandaríkjunum, Bretlandi og Kanada fyrir helgi en hún er væntanleg hingað til lands á föstudaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×