Innlent

Gæsluvarðhald yfir Annþóri og Berki að renna út

Enn í haldi Þessi liðsmaður Hells Angels situr enn í haldi og búist er við að lögregla krefjist framlengingar á því.
Enn í haldi Þessi liðsmaður Hells Angels situr enn í haldi og búist er við að lögregla krefjist framlengingar á því.
Gæsluvarðhald yfir hópi manna sem handteknir voru í umfangsmikilli lögreglurassíu í síðustu viku rennur út í dag. Lögmenn sumra þeirra, sem Fréttablaðið ræddi við í gær, gerðu fastlega ráð fyrir því að krafist yrði framlengingar á varðhaldinu yfir að minnsta kosti einhverjum mannanna.

Sjö voru handteknir og leitað á átta stöðum á miðvikudaginn fyrir viku. Sex voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald daginn eftir en tveir þeirra hafa síðan verið látnir lausir. Í millitíðinni hafa þrír til viðbótar verið handteknir og úrskurðaðir í varðhald.

Meðal þeirra sem sitja í varðhaldi eru Annþór Kristján Karlsson, þekktur handrukkari með marga dóma á bakinu, Börkur Birgisson, sem hlaut sjö og hálfs árs fangelsisdóm árið 2005 fyrir lífshættulega árás með öxi á veitingastað í Hafnarfirði, og þrítugur liðsmaður vélhjólasamtakanna Hells Angels.

Mennirnir eru grunaðir um að tengjast tveimur alvarlegum líkamsárásum sem gerðar voru fyrir nokkrum mánuðum í Hafnarfirði og Mosfellsbæ, skipulagða glæpastarfsemi, innbrot og þjófnaði, auk annars. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×