Hætta skyldunámskeiðum fyrir verðandi kjörforeldra 16. apríl 2012 09:00 Mynd/AFP Íslensk ættleiðing (ÍÆ) hefur ákveðið að hætta að halda skyldunámskeið fyrir verðandi kjörforeldra sökum peningaskorts. Samkvæmt reglugerð um ættleiðingar er nauðsynlegt að sýna fram á setu á slíku námskeiði til að fá forsamþykki fyrir ættleiðingu. ÍÆ sendi ráðuneytinu bréf vegna málsins þann 11. apríl síðastliðinn. Hörður Svavarsson, formaður félagsins, segir engin svör hafa borist. „Ráðherra getur sjálfsagt breytt reglugerðinni en þá er auðvitað mikilvægt að tryggt sé að þau loforð sem við höfum gefið með því að undirgangast Haag-samninginn um alþjóðlegar ættleiðingar verði efnd," segir Hörður. „Þar er því lofað að þjálfa og undirbúa væntanlega kjörforeldra sem best, það loforð hefur Íslensk ættleiðing efnt fyrir stjórnvöld til þessa." Fram kemur í bréfinu til innanríkisráðuneytisins að mikil ánægja hafi verið meðal foreldra með námskeiðin. Eftir að ákvæði um þau voru sett í reglugerð jókst kostnaður félagsins um rúmlega þrjár milljónir króna. Sótt var um fjárveitingu til dómsmálaráðuneytisins vegna þessa en þeirri beiðni var hafnað. Hundrað fjölskyldur eru nú í umsóknarferli hjá félaginu; 22 eru á biðlista í Kína, 20 í Kólumbíu, átta í Tékklandi, fimm í Tógó og ein í Makedóníu. Auk þess eru 44 fjölskyldur að bíða eftir forsamþykki til að ættleiða barn. Hörður segir að þó námskeiðin séu hætt sé of sterkt til orða tekið á þessu stigi að umsóknarferli fjölskyldnanna séu í uppnámi. „En það er alveg ljóst að ef ekki verður brugðist við með einhverjum hætti á næstu mánuðum eða vikum þá geta sumir þeirra sem eru að hefja umsóknarferli sitt núna ekki lokið því ferli og fá því ekki að ættleiða barn." Til stóð að halda námskeið síðar í þessum mánuði, en þær fjölskyldur sem skráðu sig á það hafa verið látnar vita að ekkert verði af því. Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu er ekki búið að taka bréf ÍÆ til formlegrar umfjöllunar en líklega verði fundað með félaginu í vikunni til að vinna að lausn vandans. - sv Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Íslensk ættleiðing (ÍÆ) hefur ákveðið að hætta að halda skyldunámskeið fyrir verðandi kjörforeldra sökum peningaskorts. Samkvæmt reglugerð um ættleiðingar er nauðsynlegt að sýna fram á setu á slíku námskeiði til að fá forsamþykki fyrir ættleiðingu. ÍÆ sendi ráðuneytinu bréf vegna málsins þann 11. apríl síðastliðinn. Hörður Svavarsson, formaður félagsins, segir engin svör hafa borist. „Ráðherra getur sjálfsagt breytt reglugerðinni en þá er auðvitað mikilvægt að tryggt sé að þau loforð sem við höfum gefið með því að undirgangast Haag-samninginn um alþjóðlegar ættleiðingar verði efnd," segir Hörður. „Þar er því lofað að þjálfa og undirbúa væntanlega kjörforeldra sem best, það loforð hefur Íslensk ættleiðing efnt fyrir stjórnvöld til þessa." Fram kemur í bréfinu til innanríkisráðuneytisins að mikil ánægja hafi verið meðal foreldra með námskeiðin. Eftir að ákvæði um þau voru sett í reglugerð jókst kostnaður félagsins um rúmlega þrjár milljónir króna. Sótt var um fjárveitingu til dómsmálaráðuneytisins vegna þessa en þeirri beiðni var hafnað. Hundrað fjölskyldur eru nú í umsóknarferli hjá félaginu; 22 eru á biðlista í Kína, 20 í Kólumbíu, átta í Tékklandi, fimm í Tógó og ein í Makedóníu. Auk þess eru 44 fjölskyldur að bíða eftir forsamþykki til að ættleiða barn. Hörður segir að þó námskeiðin séu hætt sé of sterkt til orða tekið á þessu stigi að umsóknarferli fjölskyldnanna séu í uppnámi. „En það er alveg ljóst að ef ekki verður brugðist við með einhverjum hætti á næstu mánuðum eða vikum þá geta sumir þeirra sem eru að hefja umsóknarferli sitt núna ekki lokið því ferli og fá því ekki að ættleiða barn." Til stóð að halda námskeið síðar í þessum mánuði, en þær fjölskyldur sem skráðu sig á það hafa verið látnar vita að ekkert verði af því. Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu er ekki búið að taka bréf ÍÆ til formlegrar umfjöllunar en líklega verði fundað með félaginu í vikunni til að vinna að lausn vandans. - sv
Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira