Viðskipti innlent

Meira keypt af dagvöru og áfengi en minna af fatnaði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Dagvöruverslun jókst í ágúst.
Dagvöruverslun jókst í ágúst.
Verð á dagvöru, þ.e. vörum sem eru alla jafna keyptar í matvöruverslun, hefur hækkað um 4,4% á síðastliðnum 12 mánuðum. Velta í dagvöruverslun jókst um 4,3% í ágúst síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra. Sala áfengis jókst um 23,1% í ágúst miðað við sama mánuð í fyrra. Verð á áfengi var 4,4% hærra í ágúst síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra.

Fataverslun dróst saman um 2,5% í ágúst miðað við sama mánuð í fyrra. Verð á fötum var 3,2% hærra en í sama mánuði fyrir ári. Velta skóverslunar dróst saman um 7,7% í ágúst og verð á skóm hefur hækkað um 5,0% frá ágúst í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×