Ölgerðin harmar að fyrirtæki séu dregin að ósekju inn í saltmálið 16. janúar 2012 16:16 Ölgerðin harmar að fyrirtæki sem keypt hafi óvottað salt til annarra nota en í matvæli frá fyrirtækinu séu dregin inn í umræðuna um iðnaðarsalt en um helgina gerði Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur opinberan lista yfir þau fyrirtæki sem keypt hefðu saltið. Ölgerðin bendir hinsvegar á að mörg fyrirtæki, bæði í matvælaiðnaði og annars staðar, hafi keypt óvottað salt frá Ölgerðinni til annarra nota en í matvæli. Fyrr í dag benti Eðalfiskur ehf. til að mynda á að saltið sem fyrirtækið keypti hefði farið í að bera salt á svellbunkana á bílastæðinu fyrir utan, en ekki í matvælagerð. Í tilkynningu ítrekar Ölgerðin einnig að óvottaða saltið sé fullkomlega lögleg vara og ekkert athugavert við að flytja inn og selja slíkt salt. „Eins og margoft hefur komið fram er innihaldið í vottuðu salti og óvottuðu salti frá AkzoNobel það sama. Munurinn er eingöngu fólginn í því hvort eftirlit með vörunni sé vottað eftirlit, eins og krafa er gerð um fyrir hráefni í matvæli. Danski framleiðandinn fullyrðir að óvottaða saltið sé hættulaust til neyslu." Þá er það áréttað að Ölgerðin og fulltrúar þess hafi aldrei reynt að blekkja einn eða neinn hvað þessa vöru varðar. „Saltið hefur alltaf verið afhent í upprunalegum umbúðum og engin tilraun verið gerð til að fela útlit og eiginleika vörunnar. Kaupendum hefur alltaf staðið til boða nákvæmt vörulýsingarblað með saltinu og slík vörulýsing hefur alltaf fylgt með þegar stærri matvælafyrirtæki hafa óskað eftir formlegum tilboðum í magnkaup á salti." „Ölgerðin og þau fyrirtæki sem notuðu þetta salt í matvælaframleiðslu hafa viðurkennt andvaraleysi og mistök, vegna þess að saltið var ekki stimplað "food grade" og hafði ekki tilskylda vottun til nota í matvælaiðnaði. Ölgerðin biðst afsökunar á þeim mistökum," segir að lokum. Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Ölgerðin harmar að fyrirtæki sem keypt hafi óvottað salt til annarra nota en í matvæli frá fyrirtækinu séu dregin inn í umræðuna um iðnaðarsalt en um helgina gerði Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur opinberan lista yfir þau fyrirtæki sem keypt hefðu saltið. Ölgerðin bendir hinsvegar á að mörg fyrirtæki, bæði í matvælaiðnaði og annars staðar, hafi keypt óvottað salt frá Ölgerðinni til annarra nota en í matvæli. Fyrr í dag benti Eðalfiskur ehf. til að mynda á að saltið sem fyrirtækið keypti hefði farið í að bera salt á svellbunkana á bílastæðinu fyrir utan, en ekki í matvælagerð. Í tilkynningu ítrekar Ölgerðin einnig að óvottaða saltið sé fullkomlega lögleg vara og ekkert athugavert við að flytja inn og selja slíkt salt. „Eins og margoft hefur komið fram er innihaldið í vottuðu salti og óvottuðu salti frá AkzoNobel það sama. Munurinn er eingöngu fólginn í því hvort eftirlit með vörunni sé vottað eftirlit, eins og krafa er gerð um fyrir hráefni í matvæli. Danski framleiðandinn fullyrðir að óvottaða saltið sé hættulaust til neyslu." Þá er það áréttað að Ölgerðin og fulltrúar þess hafi aldrei reynt að blekkja einn eða neinn hvað þessa vöru varðar. „Saltið hefur alltaf verið afhent í upprunalegum umbúðum og engin tilraun verið gerð til að fela útlit og eiginleika vörunnar. Kaupendum hefur alltaf staðið til boða nákvæmt vörulýsingarblað með saltinu og slík vörulýsing hefur alltaf fylgt með þegar stærri matvælafyrirtæki hafa óskað eftir formlegum tilboðum í magnkaup á salti." „Ölgerðin og þau fyrirtæki sem notuðu þetta salt í matvælaframleiðslu hafa viðurkennt andvaraleysi og mistök, vegna þess að saltið var ekki stimplað "food grade" og hafði ekki tilskylda vottun til nota í matvælaiðnaði. Ölgerðin biðst afsökunar á þeim mistökum," segir að lokum.
Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira