Enski boltinn

John Terry sleppur við bann í Meistaradeildinni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
John Terry lék með Chelsea í leiknum um Samfélagsskildinum á sunnudaginn.
John Terry lék með Chelsea í leiknum um Samfélagsskildinum á sunnudaginn. Nordicphotos/Getty
John Terry, fyrirliði Chelsea, getur spilað með Chelsea í fyrsta leik liðsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Knattspyrnusamband Evrópu hefur tekið áfrýjun bannsins til greina og minnkað bannið í tvo leiki.

Terry áfrýjaði þriggja leikja banni sem hann hlaut fyrir að reka hnéð í Alexis Sanchez, leikmann Barcelona, í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð.

Terry, sem hlaut þriggja leikja bann, tók út fyrsta bannið í úrslitaleik keppninnar og missir einnig af leiknum um Ofurbikarinn gegn Atletico Madrid 31. ágúst.

Terry verður á skilorði ef svo má segja næstu þrjú árin. Gerist hann brotlegur getur eins leiks bann bæst við refsingu hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×