Innlent

Lára Margrét Ragnarsdóttir látin

Lára Margrét Ragnarsdóttir
Lára Margrét Ragnarsdóttir
Lára Margrét Ragnarsdóttir, hagfræðingur og fyrrverandi alþingismaður, er látin 64 ára að aldri. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu á sunnudag. Lára skilur eftir sig þrjú uppkomin börn.

Lára lauk stúdentsprófi frá MR árið 1967 og viðskiptafræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1977. Þá stundaði hún framhaldsnám í heilsuhagfræði og stjórnun við Háskólann og Verslunarháskólann í Björgvin á árunum 1979 til 1981. Lára var kjörin á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn í alþingiskosningunum árið 1991 og sat á þingi til ársins 2003.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×