„Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 10. febrúar 2025 19:38 Einar Þorsteinsson borgarstjóri segist hafa verið neyddur í meirihlutasamstarf í borgarstjórn. Vísir/Einar Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir ákvörðunina að sprengja meirihlutasamstarfið í borgarstjórn Reykjavíkurborgar ekki einfalda en samstarfið sé eitthvað sem hann hafi verið neyddur í. Með slitunum á samstarfinu hafi hann viljað knýja fram breytingar sem að meirihlutinn kom sér ekki saman um. Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir ákvörðun líkt og að sprengja meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkurborgar, ekki tekna í tómarúmi. „Þetta er ekkert einfalt og þetta er ekki einföld ákvörðun að sprengja meirihluta þegar það eru fjórtán, fimmtán mánuðir eftir. Svona ákvörðun tekur maður ekkert í tómarúmi. Ég er náttúrulega að leggja sjálfan mig að veði,“ segir Einar í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Ástæðan sé að knýja þurfi fram ákveðnar breytingar sem hann segist hafa lofað í kosningabaráttunni árið 2022. „Þar eru bara mörg mál sem hafa safnast upp á liðnum misserum og þá er ekkert annað að gera en að sprengja meirihlutann og reyna að mynda nýjan.“ Fyrsti valkostur Einars var meirihlutasamtarf með Flokk Fólksins, Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn. Hann hafði séð fram á aðgerðarplan fyrir mikilvægustu málefni borgarbúa, svo sem húsnæðismál, leikskólamál og sagði að eyða ætti óvissu um flugvöllinn. „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp, ég viðurkenni það, en við erum að knýja flokkana til að taka umræðu um þessi stóru hagsmunamál borgarbúa.“ Þarf að taka stærri ákvarðanir í skipulagsmálum Hann segir að þrátt fyrir þessa ákvörðun sína hafi meirihlutinn gert margt gott á kjörtímabilinu, svo sem að taka til í rekstri borgarinnar. „En ég taldi að við værum á þeim stað núna að við þyrftum að taka stærri ákvarðanir í skipulagsmálum. Það hefur verið ekki eining um það. Það er sjötíu hektara land uppi í Úlfarsárdal sem þarf að byggja á og líka kominn tímapunktur til að ákveða það hvort við byggjum á Geldinganesi,“ segir Einar. Hann viti að það séu deildar skoðanir um þessar breytingar innan meirihlutans. Neyddist í meirihlutasamstarfið Eftir kosningar árið 2022 segir Einar hafa leitað fyrst til Sjálfstæðisflokksins í von um samstarf. Þar sem að margir flokkar neituðu að taka þátt í meirihlutasamstarfi með Sjálfstæðisflokknum hefði hann verið neyddur í meirihlutasamstarfið með Samfylkingunni, Pírötum og Viðreisn. Einar vildi ekki viðurkenna að myndun meirihlutans í byrjun kjörtímabilsins hafi ekki verið mistök en hins vegar hefði ekkert annað verið í boði. Hann sé samt sem áður stoltur af þeim verkefnum sem meirihlutinn stóð að, svo sem tiltekt í fjármálum borgarinnar. Þrátt fyrir málefnalista sem búinn var til við myndum meirihlutans voru ákveðin atriði sem að flokkarnir gátu ekki sammælst um. Einar tekur sem dæmi heimgreiðslur fyrir barnafjölskyldur og vinnustaðaleikskóla. Báðar hugmyndir komu frá Framsókn en fengu ekki samþykki meirihlutaflokkanna. „Það er rifist um þetta á fundum hjá okkur,“ segir Einar. Samfylkingin sé helst gegn þess konar leikskólum. „Málin eru rædd, það er rifist um það og svo líður tíminn og málum er ýtt á undan sér. Þannig að þá tökum við svona ákvörðun.“ Ber virðingu fyrir ákvörðun Flokks fólksins Meirihlutaviðræður Framsóknar, Flokki fólksins, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins hófust eftir slit meirihlutans. Inga Sæland sagði í viðtali um helgina að Flokkur fólksins myndi ekki taka þátt í að leiða Sjálfstæðisflokkinn til valda í borginni. „Á föstudagskvöldið var mjög góður tónn í Flokki fólksins og ég virði þeirra skoðanir í þeirra baklandi. Þau hafa sætt árásum frá Sjálfstæðisflokknum og þau eru nýkomin inn í ríkisstjórn og þetta er þungt hjá þeim. Ég skil vel að það er brekka að mæta og allt í einu vera í heita sætinu. Ég þekki það sjálfur. Ég ber virðingu fyrir þeirra skoðunum en á endanum þarf að mynda meirihluta og hann þarf að vera skipaður flokkum sem hafa sameiginlega sýn á hvernig eigi að stjórna borginni. Það er erfitt að vera með mjög ólíka flokka í svona meirihluta. Þá ganga hlutir svo hægt,“ segir Einar. Einar segir flokkana fjóra, Framsókn, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkinn og Flokk fólksins, vera með tandurhreina sýn á hvernig eigi að stjórna Reykjavíkurborg. Hann gefur ekkert fyrir það að það hafi verið mistök að sprengja meirihlutann. „Ég tek þessa ákvörðun af því ég trúi á þetta.“ Borgarstjórn Reykjavík síðdegis Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir ákvörðun líkt og að sprengja meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkurborgar, ekki tekna í tómarúmi. „Þetta er ekkert einfalt og þetta er ekki einföld ákvörðun að sprengja meirihluta þegar það eru fjórtán, fimmtán mánuðir eftir. Svona ákvörðun tekur maður ekkert í tómarúmi. Ég er náttúrulega að leggja sjálfan mig að veði,“ segir Einar í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Ástæðan sé að knýja þurfi fram ákveðnar breytingar sem hann segist hafa lofað í kosningabaráttunni árið 2022. „Þar eru bara mörg mál sem hafa safnast upp á liðnum misserum og þá er ekkert annað að gera en að sprengja meirihlutann og reyna að mynda nýjan.“ Fyrsti valkostur Einars var meirihlutasamtarf með Flokk Fólksins, Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn. Hann hafði séð fram á aðgerðarplan fyrir mikilvægustu málefni borgarbúa, svo sem húsnæðismál, leikskólamál og sagði að eyða ætti óvissu um flugvöllinn. „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp, ég viðurkenni það, en við erum að knýja flokkana til að taka umræðu um þessi stóru hagsmunamál borgarbúa.“ Þarf að taka stærri ákvarðanir í skipulagsmálum Hann segir að þrátt fyrir þessa ákvörðun sína hafi meirihlutinn gert margt gott á kjörtímabilinu, svo sem að taka til í rekstri borgarinnar. „En ég taldi að við værum á þeim stað núna að við þyrftum að taka stærri ákvarðanir í skipulagsmálum. Það hefur verið ekki eining um það. Það er sjötíu hektara land uppi í Úlfarsárdal sem þarf að byggja á og líka kominn tímapunktur til að ákveða það hvort við byggjum á Geldinganesi,“ segir Einar. Hann viti að það séu deildar skoðanir um þessar breytingar innan meirihlutans. Neyddist í meirihlutasamstarfið Eftir kosningar árið 2022 segir Einar hafa leitað fyrst til Sjálfstæðisflokksins í von um samstarf. Þar sem að margir flokkar neituðu að taka þátt í meirihlutasamstarfi með Sjálfstæðisflokknum hefði hann verið neyddur í meirihlutasamstarfið með Samfylkingunni, Pírötum og Viðreisn. Einar vildi ekki viðurkenna að myndun meirihlutans í byrjun kjörtímabilsins hafi ekki verið mistök en hins vegar hefði ekkert annað verið í boði. Hann sé samt sem áður stoltur af þeim verkefnum sem meirihlutinn stóð að, svo sem tiltekt í fjármálum borgarinnar. Þrátt fyrir málefnalista sem búinn var til við myndum meirihlutans voru ákveðin atriði sem að flokkarnir gátu ekki sammælst um. Einar tekur sem dæmi heimgreiðslur fyrir barnafjölskyldur og vinnustaðaleikskóla. Báðar hugmyndir komu frá Framsókn en fengu ekki samþykki meirihlutaflokkanna. „Það er rifist um þetta á fundum hjá okkur,“ segir Einar. Samfylkingin sé helst gegn þess konar leikskólum. „Málin eru rædd, það er rifist um það og svo líður tíminn og málum er ýtt á undan sér. Þannig að þá tökum við svona ákvörðun.“ Ber virðingu fyrir ákvörðun Flokks fólksins Meirihlutaviðræður Framsóknar, Flokki fólksins, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins hófust eftir slit meirihlutans. Inga Sæland sagði í viðtali um helgina að Flokkur fólksins myndi ekki taka þátt í að leiða Sjálfstæðisflokkinn til valda í borginni. „Á föstudagskvöldið var mjög góður tónn í Flokki fólksins og ég virði þeirra skoðanir í þeirra baklandi. Þau hafa sætt árásum frá Sjálfstæðisflokknum og þau eru nýkomin inn í ríkisstjórn og þetta er þungt hjá þeim. Ég skil vel að það er brekka að mæta og allt í einu vera í heita sætinu. Ég þekki það sjálfur. Ég ber virðingu fyrir þeirra skoðunum en á endanum þarf að mynda meirihluta og hann þarf að vera skipaður flokkum sem hafa sameiginlega sýn á hvernig eigi að stjórna borginni. Það er erfitt að vera með mjög ólíka flokka í svona meirihluta. Þá ganga hlutir svo hægt,“ segir Einar. Einar segir flokkana fjóra, Framsókn, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkinn og Flokk fólksins, vera með tandurhreina sýn á hvernig eigi að stjórna Reykjavíkurborg. Hann gefur ekkert fyrir það að það hafi verið mistök að sprengja meirihlutann. „Ég tek þessa ákvörðun af því ég trúi á þetta.“
Borgarstjórn Reykjavík síðdegis Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira