Grosjean fær fimm sæta víti í Þýskalandi Birgir Þór Harðarson skrifar 16. júlí 2012 21:30 Grosjean hefur sýnt að hann getur búið til mikið úr litlu. nordicphotos/afp Romain Grosjean hjá Lotus-liðinu fær fimm sæta viti á ráslínunni í næsta móti sem fram fer í Hockenheim í Þýskalandi um næstu helgi. Gírkassinn í Lotus-bílnum bilaði svo um hann þurfti að skipta. Í síðasta hring í breska kappakstrinum í Silverstone komu upp vandræði með gírkassann í bíl Grosjean. Hefði vandamálið komið upp fyrr hefði hann að öllum líkindum ekki getað lokið móti. Grosjean endaði mótið í sjötta sæti á eftir liðsfélaga sínum Kimi Raikkönen. Ef skipt er um í gírkassa á milli móta fá ökumenn sjálfkrafa fimm sæta refsingu á ráslínu næsta móts. Sama hvar Grosjean lendir í tímatökunum í Hockenheim mun hann falla aftur um fimm sæti. "Við vorum heppin að gírkassinn klikkaði ekki fyrr í keppninni," sagði James Allison tæknistjóri Lotus. "Grosjean sýndi hins vegar á Silverstone að þó hann ræsi aftarlega þarf það ekki endilega að þýða lélegur árangur í keppni." Formúla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Romain Grosjean hjá Lotus-liðinu fær fimm sæta viti á ráslínunni í næsta móti sem fram fer í Hockenheim í Þýskalandi um næstu helgi. Gírkassinn í Lotus-bílnum bilaði svo um hann þurfti að skipta. Í síðasta hring í breska kappakstrinum í Silverstone komu upp vandræði með gírkassann í bíl Grosjean. Hefði vandamálið komið upp fyrr hefði hann að öllum líkindum ekki getað lokið móti. Grosjean endaði mótið í sjötta sæti á eftir liðsfélaga sínum Kimi Raikkönen. Ef skipt er um í gírkassa á milli móta fá ökumenn sjálfkrafa fimm sæta refsingu á ráslínu næsta móts. Sama hvar Grosjean lendir í tímatökunum í Hockenheim mun hann falla aftur um fimm sæti. "Við vorum heppin að gírkassinn klikkaði ekki fyrr í keppninni," sagði James Allison tæknistjóri Lotus. "Grosjean sýndi hins vegar á Silverstone að þó hann ræsi aftarlega þarf það ekki endilega að þýða lélegur árangur í keppni."
Formúla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira