Verður erfitt að minnast voðaverkanna í Útey Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. júlí 2012 14:07 Næsta sunnudag verður ár liðið frá voðaverkunum í Útey, þegar 77 manns létust í árásum fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik á stjórnarráðsbyggingar í Osló og sumarbúðir ungliða Verkamannaflokksins í Útey. Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík ætla að minnast atburðanna í Minningarlundinum í Vatnsmýri á sunnudagskvöld klukkan hálfníu. Þar verða flutt ávörp og tónlist. Guðrún Jóna Jónsdóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, mun verða viðstödd minningarathöfn í Útey. „Þetta er ofboðslega skrýtin tilfinning," segir Guðrún Jóna aðspurð um það hvernig tilfinning það sé að fara út. „Það er náttúrlega tilhlökkun að hitta vinina og fólk sem manni þykir vænt um en þetta verður erfitt. Sérstaklega þar sem maður fer einn héðan," segir Guðrún. Hún þekkir fólkið sem var í Útey í fyrra misjafnlega vel. „Suma hafði ég hitt einu sinni og suma oft," segir hún. „Þetta er bara fólk sem mér þótti afskaplega vænt um og ég talaði við þau hálftíma eða fjörutíu mínútum áður en þetta gerist. Þetta varð mjög raunverulegt þar sem maður sat fyrir framan tölvuna og var að reyna að ná sambandi við þau. Þetta eru náttúrlega krakkar sem maður er að vinna verkefni með og hittir til að ræða pólitík og er að berjast fyrir sömu gildum alla daga," segir hún. Guðrún Jóna verður fulltrúi Ungra jafnaðarmanna í Útey, en athöfnin verður lokuð og ekki mörgum boðið að vera við hana. Guðrún Jóna segir að formenn Ungra jafnðarmanna á Norðurlöndum séu duglegir við að hittast, skiptast á herferðum, ræða heimsmálin, hlutverk jafnaðarmanna og hlutverk ungs fólks. Ungir jafnaðarmenn á Norðurlöndum eru saman í samtökum sem kallast FNSU. Þar eru, auk UJ á Íslandi, AUF, SSU í Svíþjóð, DSU í Danmörku, SDY í Finnlandi ásamt aðildarfélögum frá Eystrarsaltslöndum. Ungir jafnaðarmenn verða svo með minningarathöfn í minningarlundinum í Vatnsmýri á sunnudagskvöld klukkan hálfníu. Hér má sjá upplýsingar um það. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Næsta sunnudag verður ár liðið frá voðaverkunum í Útey, þegar 77 manns létust í árásum fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik á stjórnarráðsbyggingar í Osló og sumarbúðir ungliða Verkamannaflokksins í Útey. Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík ætla að minnast atburðanna í Minningarlundinum í Vatnsmýri á sunnudagskvöld klukkan hálfníu. Þar verða flutt ávörp og tónlist. Guðrún Jóna Jónsdóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, mun verða viðstödd minningarathöfn í Útey. „Þetta er ofboðslega skrýtin tilfinning," segir Guðrún Jóna aðspurð um það hvernig tilfinning það sé að fara út. „Það er náttúrlega tilhlökkun að hitta vinina og fólk sem manni þykir vænt um en þetta verður erfitt. Sérstaklega þar sem maður fer einn héðan," segir Guðrún. Hún þekkir fólkið sem var í Útey í fyrra misjafnlega vel. „Suma hafði ég hitt einu sinni og suma oft," segir hún. „Þetta er bara fólk sem mér þótti afskaplega vænt um og ég talaði við þau hálftíma eða fjörutíu mínútum áður en þetta gerist. Þetta varð mjög raunverulegt þar sem maður sat fyrir framan tölvuna og var að reyna að ná sambandi við þau. Þetta eru náttúrlega krakkar sem maður er að vinna verkefni með og hittir til að ræða pólitík og er að berjast fyrir sömu gildum alla daga," segir hún. Guðrún Jóna verður fulltrúi Ungra jafnaðarmanna í Útey, en athöfnin verður lokuð og ekki mörgum boðið að vera við hana. Guðrún Jóna segir að formenn Ungra jafnðarmanna á Norðurlöndum séu duglegir við að hittast, skiptast á herferðum, ræða heimsmálin, hlutverk jafnaðarmanna og hlutverk ungs fólks. Ungir jafnaðarmenn á Norðurlöndum eru saman í samtökum sem kallast FNSU. Þar eru, auk UJ á Íslandi, AUF, SSU í Svíþjóð, DSU í Danmörku, SDY í Finnlandi ásamt aðildarfélögum frá Eystrarsaltslöndum. Ungir jafnaðarmenn verða svo með minningarathöfn í minningarlundinum í Vatnsmýri á sunnudagskvöld klukkan hálfníu. Hér má sjá upplýsingar um það.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira