Þóra segist ekki vilja kappræður á kostnað annarra frambjóðanda 2. júní 2012 11:45 Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi hefur afþakkað boð um að mæta Ólafi Ragnari Grímssyni í kappræðum á Stöð 2 næstkomandi sunnudag. Ástæðan er sú að öðrum frambjóðendum til forsetambættisins var ekki boðið til kappræðnanna og segir Þóra að hún geti ekki fellt sig við það. Þannig segir hún í tilkynningu sem hún sendi á fjölmiðla fyrir stundu: „Ég hef haft það viðmið að svara öllum fjölmiðlum sem hafa óskað eftir viðtali, stórum og litlum, innlendum sem erlendum og hef ekki skipt mér af þeirra fréttamati. Ég hlakka til að mæta Ólafi Ragnari Grímssyni í umræðum í sjónvarpssal, en ekki á kostnað annarra frambjóðenda." Hér fyrir neðan má lesa tilkynninguna í heild sinni:Fyrir nokkru fékk ég boð frá Stöð 2 um að mæta til sjónvarpsumræðna að kvöldi sjómannadags, 3. júní. Ég hef tekið ákvörðun um að þiggja ekki þetta boð og ítreka fyrri áskorun mína til Stöðvar 2 um að breyta viðmiðum sínum um hverjum verði boðið til þessarar fyrstu sjónvarpsumræðu.Þegar boðið barst mér sendi ég forsvarsmanni Stöðvarinnar bréf og óskaði eftir því að fyrirkomulag umræðunnar yrði endurskoðað. Lýsti ég því sjónarmiði að þátturinn markaði í raun upphaf kosningabaráttunnar. Það væri okkar litla lýðræðisríki nauðsynlegt á þessum tímapunkti að allir þeir sem fengið hefðu staðfestingu á löglegu framboði fengju jafnt tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Ég þáði því aldrei boðið.Ég hef haft það viðmið að svara öllum fjölmiðlum sem hafa óskað eftir viðtali, stórum og litlum, innlendum sem erlendum og hef ekki skipt mér af þeirra fréttamati. Ég hlakka til að mæta Ólafi Ragnari Grímssyni í umræðum í sjónvarpssal, en ekki á kostnað annarra frambjóðenda.Það er ekki sjálfsagt fyrir frambjóðanda að afþakka tækifæri til þess að koma fram í sjónvarpi í beinni útsendingu í meira en klukkustund og koma sinni sýn á framfæri.En ég hef sagt frá upphafi að ég vilji geta verið stolt af öllu því sem ég hef sagt og gert í þessari kosningabaráttu - og það gengur einfaldlega gegn minni sannfæringu og réttlætiskennd að þiggja þetta boð.Þóra Arnórsdóttir. Forsetakosningar 2012 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira
Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi hefur afþakkað boð um að mæta Ólafi Ragnari Grímssyni í kappræðum á Stöð 2 næstkomandi sunnudag. Ástæðan er sú að öðrum frambjóðendum til forsetambættisins var ekki boðið til kappræðnanna og segir Þóra að hún geti ekki fellt sig við það. Þannig segir hún í tilkynningu sem hún sendi á fjölmiðla fyrir stundu: „Ég hef haft það viðmið að svara öllum fjölmiðlum sem hafa óskað eftir viðtali, stórum og litlum, innlendum sem erlendum og hef ekki skipt mér af þeirra fréttamati. Ég hlakka til að mæta Ólafi Ragnari Grímssyni í umræðum í sjónvarpssal, en ekki á kostnað annarra frambjóðenda." Hér fyrir neðan má lesa tilkynninguna í heild sinni:Fyrir nokkru fékk ég boð frá Stöð 2 um að mæta til sjónvarpsumræðna að kvöldi sjómannadags, 3. júní. Ég hef tekið ákvörðun um að þiggja ekki þetta boð og ítreka fyrri áskorun mína til Stöðvar 2 um að breyta viðmiðum sínum um hverjum verði boðið til þessarar fyrstu sjónvarpsumræðu.Þegar boðið barst mér sendi ég forsvarsmanni Stöðvarinnar bréf og óskaði eftir því að fyrirkomulag umræðunnar yrði endurskoðað. Lýsti ég því sjónarmiði að þátturinn markaði í raun upphaf kosningabaráttunnar. Það væri okkar litla lýðræðisríki nauðsynlegt á þessum tímapunkti að allir þeir sem fengið hefðu staðfestingu á löglegu framboði fengju jafnt tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Ég þáði því aldrei boðið.Ég hef haft það viðmið að svara öllum fjölmiðlum sem hafa óskað eftir viðtali, stórum og litlum, innlendum sem erlendum og hef ekki skipt mér af þeirra fréttamati. Ég hlakka til að mæta Ólafi Ragnari Grímssyni í umræðum í sjónvarpssal, en ekki á kostnað annarra frambjóðenda.Það er ekki sjálfsagt fyrir frambjóðanda að afþakka tækifæri til þess að koma fram í sjónvarpi í beinni útsendingu í meira en klukkustund og koma sinni sýn á framfæri.En ég hef sagt frá upphafi að ég vilji geta verið stolt af öllu því sem ég hef sagt og gert í þessari kosningabaráttu - og það gengur einfaldlega gegn minni sannfæringu og réttlætiskennd að þiggja þetta boð.Þóra Arnórsdóttir.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira