Segja ríkisstarfsfólki mútað með punktum hjá Icelandair 2. júní 2012 06:15 Icelandair Talsmaður Iceland Express telur að hvatinn sé augljós fyrir ríkisstarfsmenn að panta sér far með Icelandair og fá vildarpunkta.Fréttablaðið/anton Iceland Express hefur kært útboð um rammasamning fyrir flug hins opinbera til Kærunefndar útboðsmála. Félagið fullyrðir að kjör helsta keppinautarins, Icelandair, séu langtum lakari en þau sem Iceland Express hafi boðið og að með þeim sé auk þess verið að bera fé á opinbera starfsmenn. Útboðið tók til flugs á Evrópska efnahagssvæðinu og var auglýst í mars í fyrra. Ríkiskaup tóku tilboðum frá Iceland Express og Icelandair, þrátt fyrir ólík kjör, og töldu þau bæði hagstæð. Iceland Express fékk ekki upplýsingar um tilboð Icelandair fyrr en eftir kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í ljós kom að Icelandair hefði að jafnaði boðið um þrefalt hærra verð, misjafnt eftir flugleiðum, en Iceland Express. Mesti munurinn var 281 prósent, eða nærri fjórfalt verð, en sá minnsti 176 prósent. Í kærunni er furðu lýst á því að Ríkiskaup hafi metið það tilboð hagstætt, þegar mun hagstæðara tilboð Iceland Express lá fyrir. Þá gagnrýnir Iceland Express líka að Icelandair hafi verið leyft að bjóða marga ólíka bókunarklassa, þrátt fyrir að útboðslýsingin hafi kveðið á um að einungis mætti bjóða flug á almennu farrými. Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi Iceland Express, segir alvarlegustu athugasemdina hins vegar snúa að því að opinberir starfsmenn skuli fá vildarpunkta hjá Icelandair í eigin reikning ef þeir nota þjónustuna. „Það heitir auðvitað bara á fínu máli að bera fé á opinbera starfsmenn og sums staðar er það kallað mútur," segir Heimir. „Ríkið, ólíkt mörgum öðrum ríkisstjórnum, rekur ekki sína eigin ferðaskrifstofu sem opinberir starfsmenn bóka sig hjá og sér um að finna ódýrustu kjörin, heldur bóka þeir sig sjálfir," segir Heimir. „Það gefur augaleið að samkeppnisstaðan er mjög skökk ef opinber starfsmaður sér fram á það að geta eignast sjálfur – persónulega – fjölda punkta sem duga honum, og jafnvel fjölskyldunni ef hann ferðast mikið fyrir ríkið, til að fara frítt í sumarfrí og kaupa varning í flugvélum Icelandair." Enda hafi komið á daginn að ríkið skipti nánast ekkert við Iceland Express. Einungis forsetaembættið og í örfáum tilvikum utanríkisráðuneytið hafi gert það. „Það þýðir að skattborgarar eru að greiða tugi ef ekki hundruð milljóna fyrir vildarpunkta opinberra starfsmanna," segir Heimir. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, hafði ekki séð kæruna og kvaðst ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu. Icelandair hefði þó fylgt útboðslýsingunni í einu og öllu.stigur@frettabladid.is Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Sjá meira
Iceland Express hefur kært útboð um rammasamning fyrir flug hins opinbera til Kærunefndar útboðsmála. Félagið fullyrðir að kjör helsta keppinautarins, Icelandair, séu langtum lakari en þau sem Iceland Express hafi boðið og að með þeim sé auk þess verið að bera fé á opinbera starfsmenn. Útboðið tók til flugs á Evrópska efnahagssvæðinu og var auglýst í mars í fyrra. Ríkiskaup tóku tilboðum frá Iceland Express og Icelandair, þrátt fyrir ólík kjör, og töldu þau bæði hagstæð. Iceland Express fékk ekki upplýsingar um tilboð Icelandair fyrr en eftir kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í ljós kom að Icelandair hefði að jafnaði boðið um þrefalt hærra verð, misjafnt eftir flugleiðum, en Iceland Express. Mesti munurinn var 281 prósent, eða nærri fjórfalt verð, en sá minnsti 176 prósent. Í kærunni er furðu lýst á því að Ríkiskaup hafi metið það tilboð hagstætt, þegar mun hagstæðara tilboð Iceland Express lá fyrir. Þá gagnrýnir Iceland Express líka að Icelandair hafi verið leyft að bjóða marga ólíka bókunarklassa, þrátt fyrir að útboðslýsingin hafi kveðið á um að einungis mætti bjóða flug á almennu farrými. Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi Iceland Express, segir alvarlegustu athugasemdina hins vegar snúa að því að opinberir starfsmenn skuli fá vildarpunkta hjá Icelandair í eigin reikning ef þeir nota þjónustuna. „Það heitir auðvitað bara á fínu máli að bera fé á opinbera starfsmenn og sums staðar er það kallað mútur," segir Heimir. „Ríkið, ólíkt mörgum öðrum ríkisstjórnum, rekur ekki sína eigin ferðaskrifstofu sem opinberir starfsmenn bóka sig hjá og sér um að finna ódýrustu kjörin, heldur bóka þeir sig sjálfir," segir Heimir. „Það gefur augaleið að samkeppnisstaðan er mjög skökk ef opinber starfsmaður sér fram á það að geta eignast sjálfur – persónulega – fjölda punkta sem duga honum, og jafnvel fjölskyldunni ef hann ferðast mikið fyrir ríkið, til að fara frítt í sumarfrí og kaupa varning í flugvélum Icelandair." Enda hafi komið á daginn að ríkið skipti nánast ekkert við Iceland Express. Einungis forsetaembættið og í örfáum tilvikum utanríkisráðuneytið hafi gert það. „Það þýðir að skattborgarar eru að greiða tugi ef ekki hundruð milljóna fyrir vildarpunkta opinberra starfsmanna," segir Heimir. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, hafði ekki séð kæruna og kvaðst ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu. Icelandair hefði þó fylgt útboðslýsingunni í einu og öllu.stigur@frettabladid.is
Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Sjá meira