Að velja háskólanám við hæfi Steinn Jóhannsson skrifar 2. júní 2012 06:00 Á hverju vori standa þúsundir útskriftarnemenda úr framhaldsskólum í þeim sporum að velja sér nám á háskólastigi. Slíkt val getur verið vandasamt og að mörgu er að hyggja þegar nám er í boði í sjö innlendum háskólastofnunum. Háskólanemendum hefur fjölgað umtalsvert á síðustu árum og árið 2011 stunduðu um 20 þúsund nemendur nám á háskólastigi (www.hagstofa.is). Er það óvenju fjölmennur hópur miðað við fjölda háskólastúdenta um síðustu aldamót, en þá var þessi hópur nemenda um 12 þúsund. Greinilegt er að ungt fólk leggur meiri áherslu og metnað nú en áður í að fara beint í háskólanám eftir framhaldsskóla enda fleiri námsbrautir á háskólastigi í boði. Að mörgu er að hyggja þegar nám við hæfi er valið og nemendur þurfa að vera meðvitaðir um hvaða kröfur þeir gera til námsins sem og hvaða umgjörð þeir vilja sjá. Mikilvæg atriði sem nemendur ættu að horfa til eru til dæmis hvort námið sé viðurkennt (innanlands og erlendis), hvort kennsluhættir séu fjölbreyttir, hvort námsmat sé fjölbreytt, menntun kennara, hvort rannsóknir séu stundaðar á fræðasviðinu og hvernig aðstaða nemenda er svo sem þjónusta við nemendur, kennsluaðstaða, bókasafn, o.fl. Miklu máli skiptir að væntanlegir umsækjendur kynni sér vel á heimasíðum skólanna hvers konar nám er í boði sem og hvaða þjónusta. Auk þess eru náms- og starfsráðgjafar til aðstoðar þeim sem ekki hafa gert upp hug sinn. Fjölmargir væntanlegir umsækjendur hafa nýtt sér stóra háskóladaginn, heimsótt skólana og fengið þannig að komast í nálægð við starfsemina. Einnig hafa margir framhaldsskólar staðið fyrir heimsóknum í háskóla og hafa margir nemendur nýtt sér tækifærið, talað við kennara og nemendur og fengið nánari innsýn í starfsemina. Háskólinn í Reykjavík (HR) hefur vaxið og dafnað undanfarin ár og stunda nú um 3.000 nemendur nám við skólann en auk þess starfa um 300 fastir starfsmenn og annar eins fjöldi af stundakennurum við skólann. HR býður upp á fjölbreytt nám á sviði viðskipta, lögfræði, tækni- og verkfræðigreina auk íþróttafræði, tölvunarfræði og sálfræði. Í boði eru hátt í 100 námsbrautir, frá undirbúningsnámi fyrir háskólanám upp í doktorsnám. HR hefur á síðustu árum gengið í gegnum viðamiklar úttektir á starfsemi skólans og hafa niðurstöðurnar sýnt að skólinn er að ná mjög góðum árangri þegar kemur að gæðum kennslu, rannsókna og þjónustu við nemendur. Þær úttektir sem skólinn fer í gegnum eru gerðar að kröfu menntamálayfirvalda en einnig hefur skólinn sjálfur kosið að fara í mat framkvæmt af erlendum sérfræðinefndum með það að markmiði að hljóta alþjóðlega viðurkenningu á því námi sem er í boði. Mikilvægt er að væntanlegir umsækjendur geri sér grein fyrir hversu miklu máli þessar úttektir skipta, en þeim má líkja við próf sem skólinn þarf að standast. Nemendur eiga að gera kröfur til háskólanna sem þeir velja, því skólinn mun verða vinnustaður þeirra næstu árin og vellíðan á vinnustað skiptir miklu máli til að ná árangri. Almennur umsóknarfrestur um skólavist við Háskólann í Reykjavík er til og með 5. júní og eru væntanlegir umsækjendur hvattir til að kynna sér vel það nám sem í boði er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Á hverju vori standa þúsundir útskriftarnemenda úr framhaldsskólum í þeim sporum að velja sér nám á háskólastigi. Slíkt val getur verið vandasamt og að mörgu er að hyggja þegar nám er í boði í sjö innlendum háskólastofnunum. Háskólanemendum hefur fjölgað umtalsvert á síðustu árum og árið 2011 stunduðu um 20 þúsund nemendur nám á háskólastigi (www.hagstofa.is). Er það óvenju fjölmennur hópur miðað við fjölda háskólastúdenta um síðustu aldamót, en þá var þessi hópur nemenda um 12 þúsund. Greinilegt er að ungt fólk leggur meiri áherslu og metnað nú en áður í að fara beint í háskólanám eftir framhaldsskóla enda fleiri námsbrautir á háskólastigi í boði. Að mörgu er að hyggja þegar nám við hæfi er valið og nemendur þurfa að vera meðvitaðir um hvaða kröfur þeir gera til námsins sem og hvaða umgjörð þeir vilja sjá. Mikilvæg atriði sem nemendur ættu að horfa til eru til dæmis hvort námið sé viðurkennt (innanlands og erlendis), hvort kennsluhættir séu fjölbreyttir, hvort námsmat sé fjölbreytt, menntun kennara, hvort rannsóknir séu stundaðar á fræðasviðinu og hvernig aðstaða nemenda er svo sem þjónusta við nemendur, kennsluaðstaða, bókasafn, o.fl. Miklu máli skiptir að væntanlegir umsækjendur kynni sér vel á heimasíðum skólanna hvers konar nám er í boði sem og hvaða þjónusta. Auk þess eru náms- og starfsráðgjafar til aðstoðar þeim sem ekki hafa gert upp hug sinn. Fjölmargir væntanlegir umsækjendur hafa nýtt sér stóra háskóladaginn, heimsótt skólana og fengið þannig að komast í nálægð við starfsemina. Einnig hafa margir framhaldsskólar staðið fyrir heimsóknum í háskóla og hafa margir nemendur nýtt sér tækifærið, talað við kennara og nemendur og fengið nánari innsýn í starfsemina. Háskólinn í Reykjavík (HR) hefur vaxið og dafnað undanfarin ár og stunda nú um 3.000 nemendur nám við skólann en auk þess starfa um 300 fastir starfsmenn og annar eins fjöldi af stundakennurum við skólann. HR býður upp á fjölbreytt nám á sviði viðskipta, lögfræði, tækni- og verkfræðigreina auk íþróttafræði, tölvunarfræði og sálfræði. Í boði eru hátt í 100 námsbrautir, frá undirbúningsnámi fyrir háskólanám upp í doktorsnám. HR hefur á síðustu árum gengið í gegnum viðamiklar úttektir á starfsemi skólans og hafa niðurstöðurnar sýnt að skólinn er að ná mjög góðum árangri þegar kemur að gæðum kennslu, rannsókna og þjónustu við nemendur. Þær úttektir sem skólinn fer í gegnum eru gerðar að kröfu menntamálayfirvalda en einnig hefur skólinn sjálfur kosið að fara í mat framkvæmt af erlendum sérfræðinefndum með það að markmiði að hljóta alþjóðlega viðurkenningu á því námi sem er í boði. Mikilvægt er að væntanlegir umsækjendur geri sér grein fyrir hversu miklu máli þessar úttektir skipta, en þeim má líkja við próf sem skólinn þarf að standast. Nemendur eiga að gera kröfur til háskólanna sem þeir velja, því skólinn mun verða vinnustaður þeirra næstu árin og vellíðan á vinnustað skiptir miklu máli til að ná árangri. Almennur umsóknarfrestur um skólavist við Háskólann í Reykjavík er til og með 5. júní og eru væntanlegir umsækjendur hvattir til að kynna sér vel það nám sem í boði er.
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun