Jonas Blixt fagnaði sínum fyrsta sigri á PGA mótaröðinni 15. október 2012 11:00 Jonas Blixt fékk 110 milljónir kr. fyrir sigurinn á frys.com meistaramótinu. AP Sænski kylfingurinn Jonas Blixt landaði sínum fyrsta sigri á bandarísku PGA mótaröðinni í golfi í gærkvöld. Hinn 28 ára gamli Blixt stóð uppi sem sigurvegari á Frys.com meistaramótinu þar sem hann lék samtals á 16 höggum undir pari en hann er þriðji nýliðinn á mótaröðinni sem vinnur PGA mót á þessu tímabili. Með sigrinum tryggði Blixt sér keppnisrétt á PGA mótaröðinni út keppnistímabilið 2014 og hann fékk að auki 110 milljónir kr. í verðlaunafé fyrir sigurinn. Tim Petrovic gerði atlögu efsta sætinu á lokahringnum en Bandaríkjamaðurinn lék á 64 höggum og endaði á 15 höggum undir par i líkt og landi hans Jason Kokrak. Blixt var að leika á sínu 19. PGA móti á ferlinum en hann endaði í þriðja sæti í síðustu viku á móti sem fram fór í Las Vegas og var það besti árangur hans þart til í gær. Blixt hefur „önglað" saman um 230 milljónum kr. í verðlaunafé á þessu tímabili og er hann í 35. sæti á peningalistanum á PGA mótaröðinni. Það eru aðeins tvö mót eftir á tímabilinu á PGA mótaröðinni og á þeim mótum ræðst hvaða 125 kylfingar ná að halda keppnisrétti sínum á mótaröðinni á næsta ári. ´Staðan á peningalistanum: Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Sænski kylfingurinn Jonas Blixt landaði sínum fyrsta sigri á bandarísku PGA mótaröðinni í golfi í gærkvöld. Hinn 28 ára gamli Blixt stóð uppi sem sigurvegari á Frys.com meistaramótinu þar sem hann lék samtals á 16 höggum undir pari en hann er þriðji nýliðinn á mótaröðinni sem vinnur PGA mót á þessu tímabili. Með sigrinum tryggði Blixt sér keppnisrétt á PGA mótaröðinni út keppnistímabilið 2014 og hann fékk að auki 110 milljónir kr. í verðlaunafé fyrir sigurinn. Tim Petrovic gerði atlögu efsta sætinu á lokahringnum en Bandaríkjamaðurinn lék á 64 höggum og endaði á 15 höggum undir par i líkt og landi hans Jason Kokrak. Blixt var að leika á sínu 19. PGA móti á ferlinum en hann endaði í þriðja sæti í síðustu viku á móti sem fram fór í Las Vegas og var það besti árangur hans þart til í gær. Blixt hefur „önglað" saman um 230 milljónum kr. í verðlaunafé á þessu tímabili og er hann í 35. sæti á peningalistanum á PGA mótaröðinni. Það eru aðeins tvö mót eftir á tímabilinu á PGA mótaröðinni og á þeim mótum ræðst hvaða 125 kylfingar ná að halda keppnisrétti sínum á mótaröðinni á næsta ári. ´Staðan á peningalistanum:
Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira