Nýjar stofnanir svar við fjármálakreppu 5. maí 2012 11:00 Eftirlit Nýju evrópsku eftirlitsstofnununum er ætlað að tryggja að sömu reglur gildi um fjármálamarkaði í aðildarríkjum ESB, og þar með þeim sem eiga aðild að EES-samningnum.Nordicphtos/AFP Nýjar evrópskar eftirlitsstofnanir eiga að fylgjast með fjármálamörkuðum ESB-ríkjanna og tryggja að eftirlitsstofnanir í aðildarríkjunum standi sig. Íslandi ber að samþykkja vald stofnananna yfir íslenskum fjármálamarkaði vegna EES-samningsins, en íslenska stjórnarskráin heimilar það ekki samkvæmt álitsgerð sem unnin var fyrir stjórnvöld. Fjármálakreppan sem leikið hefur Evrópu grátt síðustu ár varð til þess að Evrópusambandið (ESB) fór yfir hvernig eftirliti með fjármálamörkuðum álfunnar er háttað og gerði úrbætur þar sem þurfa þótti. Hluti þeirra úrbóta var að koma á fót þremur nýjum eftirlitsstofnunum. Ísland á, sem aðili að innri markaði ESB í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES), að gerast aðili að þessum nýju stofnunum. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær er það annmörkum háð. Samkvæmt áliti lagaprófessoranna Bjargar Thorarensen og Stefáns Más Stefánssonar myndi það ekki standast ákvæði stjórnarskrárinnar. Ástæðan er sú að nýju stofnanirnar hafa heimildir til að grípa til aðgerða gegn fjármálastofnunum og eftirlitsstofnunum ákveðinna ríkja. Í áliti Bjargar og Stefáns kemur fram að með því að samþykkja það myndu íslensk stjórnvöld framselja of mikinn hluta af valdi sínu til yfirþjóðlegra stofnana. Nýju eftirlitsstofnanirnar hafa það hlutverk að bæta starfsemi innri markaðarins með því að tryggja að reglusetning og eftirlit séu áhrifamikil og samræmd, eins og segir í áliti Bjargar og Stefáns. Þar er rakið hvernig nýju eftirlitsstofnanirnar eru viðbrögð ESB við þeim ágöllum á reglum um eftirlit með fjármálamörkuðum sem í ljós hafi komið í fjármálakreppunni árin 2007 til 2008. Í álitinu segir jafnframt að markmiðið með breytingunum sé að tryggja stöðugleika á fjármálamörkuðum aðildarríkjanna, og stuðla að því að yfirsýn fáist yfir fjármálastarfsemi sem fari fram í fleiri en einu landi. Þá sé verið að samræma regluverk um fjármálafyrirtæki á innri markaði ESB, og tryggja að unnt sé að meta hættur sem steðji að fjármálamörkuðum og grípa til aðgerða vegna þeirra. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær er það niðurstaða Bjargar og Stefáns að annmarkar séu á því að innleiða tilskipanir ESB um þessar nýju stofnanir hér á landi þar sem ekkert í stjórnarskránni heimili slíkt valdaframsal stjórnvalda. Í álitsgerðinni kemur jafnframt fram að í tillögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá sé að finna ákvæði sem heimili slíkt valdaframsal. Slíka heimild er að finna í stjórnarskrám annarra Norðurlanda og flestra Evrópuríkja. Björg og Stefán telja skýrt að verði það ákvæði sem stjórnlagaráð hefur lagt til tekið inn í stjórnarskrána muni Alþingi hafa heimild til að framselja vald sitt að þessu leyti til nýrra eftirlitsstofnana með fjármálamörkuðunum í Evrópu. Fréttir Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Fleiri fréttir Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Sjá meira
Nýjar evrópskar eftirlitsstofnanir eiga að fylgjast með fjármálamörkuðum ESB-ríkjanna og tryggja að eftirlitsstofnanir í aðildarríkjunum standi sig. Íslandi ber að samþykkja vald stofnananna yfir íslenskum fjármálamarkaði vegna EES-samningsins, en íslenska stjórnarskráin heimilar það ekki samkvæmt álitsgerð sem unnin var fyrir stjórnvöld. Fjármálakreppan sem leikið hefur Evrópu grátt síðustu ár varð til þess að Evrópusambandið (ESB) fór yfir hvernig eftirliti með fjármálamörkuðum álfunnar er háttað og gerði úrbætur þar sem þurfa þótti. Hluti þeirra úrbóta var að koma á fót þremur nýjum eftirlitsstofnunum. Ísland á, sem aðili að innri markaði ESB í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES), að gerast aðili að þessum nýju stofnunum. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær er það annmörkum háð. Samkvæmt áliti lagaprófessoranna Bjargar Thorarensen og Stefáns Más Stefánssonar myndi það ekki standast ákvæði stjórnarskrárinnar. Ástæðan er sú að nýju stofnanirnar hafa heimildir til að grípa til aðgerða gegn fjármálastofnunum og eftirlitsstofnunum ákveðinna ríkja. Í áliti Bjargar og Stefáns kemur fram að með því að samþykkja það myndu íslensk stjórnvöld framselja of mikinn hluta af valdi sínu til yfirþjóðlegra stofnana. Nýju eftirlitsstofnanirnar hafa það hlutverk að bæta starfsemi innri markaðarins með því að tryggja að reglusetning og eftirlit séu áhrifamikil og samræmd, eins og segir í áliti Bjargar og Stefáns. Þar er rakið hvernig nýju eftirlitsstofnanirnar eru viðbrögð ESB við þeim ágöllum á reglum um eftirlit með fjármálamörkuðum sem í ljós hafi komið í fjármálakreppunni árin 2007 til 2008. Í álitinu segir jafnframt að markmiðið með breytingunum sé að tryggja stöðugleika á fjármálamörkuðum aðildarríkjanna, og stuðla að því að yfirsýn fáist yfir fjármálastarfsemi sem fari fram í fleiri en einu landi. Þá sé verið að samræma regluverk um fjármálafyrirtæki á innri markaði ESB, og tryggja að unnt sé að meta hættur sem steðji að fjármálamörkuðum og grípa til aðgerða vegna þeirra. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær er það niðurstaða Bjargar og Stefáns að annmarkar séu á því að innleiða tilskipanir ESB um þessar nýju stofnanir hér á landi þar sem ekkert í stjórnarskránni heimili slíkt valdaframsal stjórnvalda. Í álitsgerðinni kemur jafnframt fram að í tillögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá sé að finna ákvæði sem heimili slíkt valdaframsal. Slíka heimild er að finna í stjórnarskrám annarra Norðurlanda og flestra Evrópuríkja. Björg og Stefán telja skýrt að verði það ákvæði sem stjórnlagaráð hefur lagt til tekið inn í stjórnarskrána muni Alþingi hafa heimild til að framselja vald sitt að þessu leyti til nýrra eftirlitsstofnana með fjármálamörkuðunum í Evrópu.
Fréttir Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Fleiri fréttir Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Sjá meira