Frambjóðendur svara spurningum Vísis
Þau Andrea Ólafsdóttir, Ari Trausti Guðmundsson, Ástþór Magnússon, Hannes Bjarnason, Ólafur Ragnar Grímsson og Þóra Arnórsdóttir svöruðu öll spurningum Vísis. Herdís Þorgeirsdóttir hefur ekki enn séð sér fært að svara.
Spurningarnar sem frambjóðendur voru spurðir:
1. Á hvað myndir þú leggja áherslu á þegar þú, sem forseti, værir að kynna Ísland á erlendum vettvangi?
2. Myndir þú beita málskotsréttinum ef Alþingi myndi samþykkja að selja Landsbankann á 200 milljarða til fjárfesta á einkamarkaði, og 30 þúsund Íslendingar myndu skrifa undir áskorun til forsetans um að nýta málskotsréttinn? Ef nei, af hverju ekki? Ef já, af hverju?
3. Á forseti Íslands að kynna íslenskt atvinnulíf á erlendum vettvangi? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju?
4. Á forseti Íslands, undir einhverjum kringumstæðum, að tala gegn stefnu ríkisstjórnar Íslands? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju?
5. Þau sjónarmið hafa komið fram, að það eigi að leggja embætti forseta Íslands niður. Hvað finnst þér um þau sjónarmið?
6. Hvers vegna vilt þú verða forseti Íslands (áfram í tilviki ÓRG) á þessum tíma?
7. Hvað hefur helst breyst á Íslandi eftir hrun fjármálakerfisins haustið 2008?
8. Hver yrðu helst þín áherslumál í embætti forseta?
9. Getur forseti Íslands verið sameiningartákn þjóðarinnar? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju?
10. Ertu hlynnt/hlynntur tillögum stjórnarlagaráðs að breyttri stjórnarskrá fyrir Ísland? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju?
Tengdar fréttir
Svör Hannesar Bjarnasonar við spurningum Vísis
Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess:
Svör Ara Trausta Guðmundssonar við spurningum Vísis
Ari Trausti Guðmundsson forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess:
Svör Andreu Ólafsdóttur við spurningum Vísis
Andrea Ólafsdóttir forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess:
Svör Þóru Arnórsdóttur við spurningum Vísis
Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess:
Svör Ástþórs Magnússonar við spurningum Vísis
Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess:
Svör Ólafs Ragnars Grímssonar við spurningum Vísis
Ólafur Ragnar Grímsson forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: