Körfubolti

NBA: Clippers vann Lakers þrátt fyrir 42 stig frá Kobe

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kobe Bryant
Kobe Bryant Mynd/AP
Los Angeles Clippers vann slaginn um Los Angeles á móti Lakers í nótt þrátt fyrir að Kobe Bryant færi yfir 40 stiga múrinn í fjórða leiknum í röð. NBA-meistararnir í Dallas Mavericks unnu sinn fimmta sigur í röð en lítið gengur hjá Boston Celtics sem hefur tapað fjórum síðustu leikjum sínum. Chicago Bulls, Oklahoma City Thunder og Philadelphia 76ers sína líka lítil veikleikamerki þessa dagana.

Chris Paul skoraði 33 stig og Blake Griffin var með 22 stig og 14 fráköst þegar Los Angeles Clippers vann Los Angeles Lakers 102-94. Chauncey Billups var með 19 stig fyrir Clippers sem hefur sýnt styrk sinn síðustu daga því liðið vann líka Miami Heat fyrir nokkrum dögum. Kobe Bryant skoraði 42 stig og fór yfir 40 stiga múrinn í fjórða leiknum í röð en Lakers-liðið var fyrir leikinn búið að vinna fimm leiki í röð.

Joe Johnson skoraði 25 stig og Ivan Johnson skoraði sigurstigin af vítalínunni 4,6 sekúndum fyrir leikslok þegar Atlanta Hawks vann Minnesota Timberwolves 93-91 þrátt fyrir að vera mest 18 stigum undir í leiknum. Kevin Love var með 30 stig og 13 fráköst hjá Minnesota og Ricky Rubio bætti við 18 stigum og 12 stoðsendingum. Jeff Teague skoraði 20 stig og gaf 10 stoðsendingar hjá Atlanta sem hefur unnið tvo fyrstu leiki sína án Al Horford.

Danny Granger var með 21 stig þegar Indiana Pacers vann Boston Celtics 97-83 í Boston en þetta var fjórða tap Celtics-liðsins í röð. Paul George og Darren Collison skoruðu báðir 17 stig fyrir Indiana en hjá Boston voru þeir Paul Pierce og Kevin Garnett með 21 stig hvor.

Derrick Rose og félagar í Chicago Bulls.Mynd/AP
Derrick Rose skoraði 18 stig og gaf 11 stoðsendingar í 77-64 sigri Chicago Bulls á Toronto Raptors. Carlos Boozer var með 17 stig í fimmta sigri Chicago í röð en liðið er með bestan árangur í deildinni eða 12 sigra í 14 leikjum. DeMar DeRozan og Leandro Barbosa skoruðu báðir 15 stig fyrir Toronto sem tapaði sínum fjórða leik í röð.

Kevin Durant var með 28 stig og James Harden kom með 24 stig af bekknum þegar Oklahoma City Thunder vann New York Knicks 104-92 en Oklahoma City skoraði 70 stig í fyrri hálfleiknum og þurfti ekki að hafa miklar áhyggjur af því að landa þessum sjötta sigri sínum í röð. Russell Westbrook var með 21 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar en spilaði ekkert í fjórða leikhluta eins og aðrir byrjunarliðsmenn Thunder. Carmelo Anthony lék ekki með New York vegna meiðsla.

Jason Terry skoraði 21 stig þegar NBA-meistarnir í Dallas Mavericks burstuðu Sacramento Kings 99-60 en þetta var fimmti sigur Dallas-liðsins í röð. Dirk Nowitzki spilaði bara í 20 mínútur og var með 14 stig. Marcus Thornton skoraði 14 stig fyrir Kings sem hittu aðeins úr 22 af 86 skotum sínum eða aðeins 25,6 prósent.

Kemba WalkerMynd/AP
Nýliðinn Kemba Walker skoraði 23 stig í sinum fyrsta leik í byrjunarliðinu þegar Charlotte Bobcats vann Golden State Warriors 112-100. Charlotte endaði þar með sex leikja taphrinu sína. David Lee hjá Golden State endaði með 24 stig og 16 fráköst eftir frábæran fyrri hálfeik þar sem hann var með 21 stig og 10 fráköst.

Lou Williams var með 24 stig og Andre Iguodala skoraði 23 stig þegar Philadelphia 76ers vann Washingtin Wizards 103-90 en þetta var áttundi sigur liðsins í síðustu 9 leikjum. JaVale McGee var með 23 stig og 19 fráköst hjá Washington og Nick Young var með 27 stig. John Wall var með 19 sitg, 9 fráköst, 9 stoðsendingar og 8 tapaða bolta en Wizards-liðið hefur tapað 11 af 12 leikjum sínum á tímabilinu.

Kyle Lowry skoraði 33 stig þegar Houston Rockets vann Portland Trail Blazers 107-105 í framlengdum leik en það var Kevin Martin sem setti niður fjögur víti á lokasekúndum leiksins. Martin skoraði alls 28 stig þar af sex síðustu stig liðsins í framlengingunni. Portland er þar með búið að tapa þremur leikjum í röð en Nicolas Batum var með 29 stig og LaMarcus Aldridge bætti við 22 stigum og 10 fráköstum.

Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:
Chris PaulMynd/AP
Washington Wizards - Philadelphia 76ers 90-103

Charlotte Bobcats - Golden State Warriors 112-100

Atlanta Hawks - Minnesota Timberwolves 93-91

Indiana Pacers - Boston Celtics 97-83

Chicago Bulls - Toronto Raptors 77-64

Memphis Grizzlies - New Orleans Hornets 108-99

Houston Rockets - Portland Trail Blazers 107-105 (framlengt)

Oklahoma City Thunder - New York Knicks 104-92

Dallas Mavericks - Sacramento Kings 99-60

Utah Jazz - New Jersey Nets 107-94

Los Angeles Clippers - Los Angeles Lakers 102-94



Staðan í NBA-deildinni: Á nba.com eða yahoo.com





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×