Bíllinn tekinn í skjóli nætur Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 13. janúar 2012 18:35 Tveggja barna móður rak í rogastans í morgun þegar hún hugðist keyra börnin sín í skólann. Bíllinn var horfinn. Lýsing lét vörslusvipta bílinn í skjóli nætur. Ömurleg vinnubrögð segir konan, óeðlileg vinnubrögð segir Umboðsmaður skuldara. Við erum í fullum rétti segir talsmaður Lýsingar. Það var um átta í morgun sem Rós María Oddsdóttir var á leið með börnin í skólann. Þegar hún kemur að bílastæðinu sér hún að bíllinn er ekki þar. Það fyrsta sem henni og börnunum datt í hug var að bílnum hefði verið stolið. „Þau sögðu: Mamma, eigum við ekki að hringja á lögguna og gá hvort hún finnur bófann." En Rós ákveður að hringja í Lýsingu til að spyrja hvort bíllinn hafi verið tekinn. „Og þeir svara því játandi." Lýsing sendir síðan mann til Rósar til að sækja lykilinn. Hún mátti ekki tæma bílinn sjálf, sem var fullur af persónulegum munum, m.a. útiflíkum og aukafatnaði sem börnin áttu að hafa með sér í skólann. Fjörutíu mínútum síðar kemur hann síðan með allt það dót sem hún var með í bílnum. Rós greiddi af bílnum í 4 ár, en hafði ekkert greitt í 10 mánuði, eða síðan hún sótti um greiðsluaðlögun. Enda má hún ekki greiða af skuldum sínum meðan umsóknin er í vinnslu, til að mismuna ekki kröfuhöfum. Lögmaður hennar gerði auk þess samkomulag við Lýsingu um að taka bílinn ekki á meðan, eins og fram kemur í tölvupósti frá lögfræðingi Lýsingar í ágúst, sem fréttastofa hefur afrit af: „Við stoppum málið hjá vörslusviptingu þangað til frumvarpið er komið." Fréttastofa bar málið undir Svanborgu Sigmarsdóttur, upplýsingafulltrúa Umboðsmanns skuldara, og spurði hvort þetta væru eðlileg vinnubrögð hjá Lýsingu að hirða bíl í skjóli nætur án viðvörunar. Svanborg segir Umboðsmann skuldara hafa fundað með Lýsingu, einmitt til að kvarta undan þessum vinnubrögðum og hún kvaðst ekki telja þetta eðlileg vinnubrögð. Talsmaður Lýsingar sagði í samtali við fréttastofu í dag að fyrirtækið teldi sig í fullum rétti en að það forðaðist vörslusviptingu almennt í lengstu lög. En er Lýsing í fullum rétti? „Það eru áhöld um það hvort Lýsing sé í rétti að rifta samningum hjá fólki sem er í greiðsluskjóli," segir Svanborg. „Það eru deilur um það hvort þetta séu lánssamningar eða leigusamningar og hvort þetta heyrir þá undir greiðsluskjól. Það eru ákvæði í flestum samningum um að ef fólk leitar eftir nauðasamningi þá megi fjármálafyrirtækin rifta þeim samningum samstundis." Ef bílalánin eru lánssamningar þá mættu fjármálafyrirtækin ekki rukka eða vörslusvipta fólk á meðan það er í greiðsluskjóli. Ef bílalánin eru hins vegar leigusamningar, eru fjármálafyrirtækin hins vegar í fullum rétti. „En mér finnst lágmark að láta mann vita," segir Rós. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Tveggja barna móður rak í rogastans í morgun þegar hún hugðist keyra börnin sín í skólann. Bíllinn var horfinn. Lýsing lét vörslusvipta bílinn í skjóli nætur. Ömurleg vinnubrögð segir konan, óeðlileg vinnubrögð segir Umboðsmaður skuldara. Við erum í fullum rétti segir talsmaður Lýsingar. Það var um átta í morgun sem Rós María Oddsdóttir var á leið með börnin í skólann. Þegar hún kemur að bílastæðinu sér hún að bíllinn er ekki þar. Það fyrsta sem henni og börnunum datt í hug var að bílnum hefði verið stolið. „Þau sögðu: Mamma, eigum við ekki að hringja á lögguna og gá hvort hún finnur bófann." En Rós ákveður að hringja í Lýsingu til að spyrja hvort bíllinn hafi verið tekinn. „Og þeir svara því játandi." Lýsing sendir síðan mann til Rósar til að sækja lykilinn. Hún mátti ekki tæma bílinn sjálf, sem var fullur af persónulegum munum, m.a. útiflíkum og aukafatnaði sem börnin áttu að hafa með sér í skólann. Fjörutíu mínútum síðar kemur hann síðan með allt það dót sem hún var með í bílnum. Rós greiddi af bílnum í 4 ár, en hafði ekkert greitt í 10 mánuði, eða síðan hún sótti um greiðsluaðlögun. Enda má hún ekki greiða af skuldum sínum meðan umsóknin er í vinnslu, til að mismuna ekki kröfuhöfum. Lögmaður hennar gerði auk þess samkomulag við Lýsingu um að taka bílinn ekki á meðan, eins og fram kemur í tölvupósti frá lögfræðingi Lýsingar í ágúst, sem fréttastofa hefur afrit af: „Við stoppum málið hjá vörslusviptingu þangað til frumvarpið er komið." Fréttastofa bar málið undir Svanborgu Sigmarsdóttur, upplýsingafulltrúa Umboðsmanns skuldara, og spurði hvort þetta væru eðlileg vinnubrögð hjá Lýsingu að hirða bíl í skjóli nætur án viðvörunar. Svanborg segir Umboðsmann skuldara hafa fundað með Lýsingu, einmitt til að kvarta undan þessum vinnubrögðum og hún kvaðst ekki telja þetta eðlileg vinnubrögð. Talsmaður Lýsingar sagði í samtali við fréttastofu í dag að fyrirtækið teldi sig í fullum rétti en að það forðaðist vörslusviptingu almennt í lengstu lög. En er Lýsing í fullum rétti? „Það eru áhöld um það hvort Lýsing sé í rétti að rifta samningum hjá fólki sem er í greiðsluskjóli," segir Svanborg. „Það eru deilur um það hvort þetta séu lánssamningar eða leigusamningar og hvort þetta heyrir þá undir greiðsluskjól. Það eru ákvæði í flestum samningum um að ef fólk leitar eftir nauðasamningi þá megi fjármálafyrirtækin rifta þeim samningum samstundis." Ef bílalánin eru lánssamningar þá mættu fjármálafyrirtækin ekki rukka eða vörslusvipta fólk á meðan það er í greiðsluskjóli. Ef bílalánin eru hins vegar leigusamningar, eru fjármálafyrirtækin hins vegar í fullum rétti. „En mér finnst lágmark að láta mann vita," segir Rós.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira