Innlent

Gunna Dís á batavegi - fékk kökur frá Andra

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Útvarpsfólkið geðþekka, Gunna Dís og Andri.
Útvarpsfólkið geðþekka, Gunna Dís og Andri.
Fjölmiðlamaðurinn Andri Freyr Viðarsson kom færandi hendi til Gunnu Dísar vinkonu sinnar nú á fjórða tímanum í dag með kökur og kræsingar. Fjölmiðlafólkið vinnur saman við þættina Virkir morgnar á Rás 2, en það brá mörgum í brún í gær þegar Gunna Dís fékk aðsvif í beinni útsendingu í útvarpinu í gær, þegar útsending á Gettu betur fór fram.

Gunna Dís fór í skoðun hjá lækni í morgun, en Andri segir að sem betur fer virðist svo vera að ekkert alvarlegt hafi valdið þessu aðsvifi. „Þetta er visst álag og sykurskortur og bara blanda af einhverju," segir Andri.

Andri hjúkrar samstarfskonu sinni eftir atvikið, eins og alvöru samstarfsmanni sæmir. „Ég er bara að leggja hérna fyrir utan hjá henni með fullt fangið af kökum hérna. Í þessum töluðu orðum er ég bara að drepa á bílnum," segir Andri. En á meðal þess sem Gunna Dís fékk frá samstarfsmanni sínum var kaka með karamellu og súkkulaði og marsípanbangsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×