Samþykkja flestar beiðnir um hleranir 13. janúar 2012 09:30 Sigríður Friðjónsdóttir Dómstólar samþykkja meirihluta beiðna lögreglu um heimild til símhlerana. Túlka verður lög um hleranir þröngt segir fyrrverandi ríkissaksóknari. Segir einstök tilvik líta út eins og sérstakur saksóknari sé að fiska með hlerunum. Meirihluti þeirra beiðna um heimild til hlerana sem lögregla hefur lagt fyrir dómstóla á undanförnum árum hefur verið samþykktur. Fyrrverandi ríkissaksóknari segir að túlka verði þröngt heimildir til hlerana. Ríkissaksóknari hefur eftirlit með símhlerunum lögreglu, sem og öðrum hlerunum, notkun eftirfararbúnaðar og annars eftirlits. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari boðaði nýverið auknar áherslur á eftirlit með þessum rannsóknum, og hefur nú fengið alla úrskurði frá dómstólum frá ársbyrjun 2009. „Menn þekkja hver skilyrðin eru og fara ekki fram með kröfur nema líklegt sé að dómstólar fallist á þær, með hliðsjón af dómaframkvæmd,“ segir Sigríður. „Símhleranir eru gríðarlegt inngrip í persónuleg réttindi manna, og það verður að mínu mati að túlka lögin mjög þröngt,“ segir Valtýr Sigurðsson, fyrrverandi ríkissaksóknari. Valtýr starfar nú sem lögmaður og gætir meðal annars hagsmuna einstaklinga sem hafa verið til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara. Embættið hefur ítrekað beitt símhlerunum við rannsóknir sínar. Valtýr þekkir dæmi um rannsókn sérstaks saksóknara þar sem maður var boðaður til yfirheyrslu sem vitni. Á sama tíma fékkst heimild til að hlera síma viðkomandi. „Lögin taka ekki fyrir að hlerunum sé beitt gegn vitni, en þetta lítur út eins og menn hafi hreinlega verið að fiska. Ef svo er er það ekki í samræmi við lög,“ segir Valtýr. „Það vekur í það minnsta spurningar að maður sé boðaður til yfirheyrslu sem vitni og svo er fylgst með í hvern hann hringir í kjölfarið. Og upptökur úr símtölum hans svo spilaðar fyrir þriðja aðila, meðal annars samtöl hans við eiginkonu og bróður,“ segir Valtýr. Hann segir það einnig umhugsunarefni að dæmi séu um að eitt og hálft ár líði frá því að atvik sem eru til rannsóknar eigi sér stað þar til símar séu hleraðir. Það rími illa við að aðeins megi hlera þegar líklegt sé að upplýsingar sem fáist með hlerununum fáist ekki fram með öðrum rannsóknaraðferðum. „Dómstólar hafa metið það svo að þetta væri þess eðlis að eðlilegt væri að heimila þetta. Svo kemur í ljós við meðferð málanna fyrir dómi hvaða þýðingu öflun þessara sönnunargagna hefur,“ segir Sigríður. „Hagsmunirnir af því að sækjast eftir þeim upplýsingum sem gætu fengist eru til staðar í þessum málum eins og öðrum,“ segir Sigríður. „Þetta er aðeins öðruvísi en í öðrum málum. Til dæmis er í umfangsmiklum fíkniefnamálum yfirleitt eitthvað í gangi sem tengist brotinu, en þarna er ekki um það að ræða. Það er helsti munurinn.“ brjann@frettabladid.is Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
Dómstólar samþykkja meirihluta beiðna lögreglu um heimild til símhlerana. Túlka verður lög um hleranir þröngt segir fyrrverandi ríkissaksóknari. Segir einstök tilvik líta út eins og sérstakur saksóknari sé að fiska með hlerunum. Meirihluti þeirra beiðna um heimild til hlerana sem lögregla hefur lagt fyrir dómstóla á undanförnum árum hefur verið samþykktur. Fyrrverandi ríkissaksóknari segir að túlka verði þröngt heimildir til hlerana. Ríkissaksóknari hefur eftirlit með símhlerunum lögreglu, sem og öðrum hlerunum, notkun eftirfararbúnaðar og annars eftirlits. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari boðaði nýverið auknar áherslur á eftirlit með þessum rannsóknum, og hefur nú fengið alla úrskurði frá dómstólum frá ársbyrjun 2009. „Menn þekkja hver skilyrðin eru og fara ekki fram með kröfur nema líklegt sé að dómstólar fallist á þær, með hliðsjón af dómaframkvæmd,“ segir Sigríður. „Símhleranir eru gríðarlegt inngrip í persónuleg réttindi manna, og það verður að mínu mati að túlka lögin mjög þröngt,“ segir Valtýr Sigurðsson, fyrrverandi ríkissaksóknari. Valtýr starfar nú sem lögmaður og gætir meðal annars hagsmuna einstaklinga sem hafa verið til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara. Embættið hefur ítrekað beitt símhlerunum við rannsóknir sínar. Valtýr þekkir dæmi um rannsókn sérstaks saksóknara þar sem maður var boðaður til yfirheyrslu sem vitni. Á sama tíma fékkst heimild til að hlera síma viðkomandi. „Lögin taka ekki fyrir að hlerunum sé beitt gegn vitni, en þetta lítur út eins og menn hafi hreinlega verið að fiska. Ef svo er er það ekki í samræmi við lög,“ segir Valtýr. „Það vekur í það minnsta spurningar að maður sé boðaður til yfirheyrslu sem vitni og svo er fylgst með í hvern hann hringir í kjölfarið. Og upptökur úr símtölum hans svo spilaðar fyrir þriðja aðila, meðal annars samtöl hans við eiginkonu og bróður,“ segir Valtýr. Hann segir það einnig umhugsunarefni að dæmi séu um að eitt og hálft ár líði frá því að atvik sem eru til rannsóknar eigi sér stað þar til símar séu hleraðir. Það rími illa við að aðeins megi hlera þegar líklegt sé að upplýsingar sem fáist með hlerununum fáist ekki fram með öðrum rannsóknaraðferðum. „Dómstólar hafa metið það svo að þetta væri þess eðlis að eðlilegt væri að heimila þetta. Svo kemur í ljós við meðferð málanna fyrir dómi hvaða þýðingu öflun þessara sönnunargagna hefur,“ segir Sigríður. „Hagsmunirnir af því að sækjast eftir þeim upplýsingum sem gætu fengist eru til staðar í þessum málum eins og öðrum,“ segir Sigríður. „Þetta er aðeins öðruvísi en í öðrum málum. Til dæmis er í umfangsmiklum fíkniefnamálum yfirleitt eitthvað í gangi sem tengist brotinu, en þarna er ekki um það að ræða. Það er helsti munurinn.“ brjann@frettabladid.is
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira