Íslensk músík orðin vörumerki 13. apríl 2012 21:15 Sigtryggur hefur marga fjöruna sopið í íslenska tónlistargeiranum en hann segist aldrei hafa upplifað eins mikla grósku og núna eftir hrun. Skapandi greinar njóti mun meiri velvilja í þjóðfélaginu en áður. Fréttablaðið/valli Sigtryggur Baldursson þekkir það af eigin raun að eiga velgengni að fagna í útlöndum. Hann og félagar hans í Sykurmolunum komust hins vegar aldrei í sjötta sætið á bandaríska Billboard-listanum eins og íslenska sveitin Of Monsters and Men afrekaði í vikunni. „Nei, ég man nú ekki hvað við fórum hátt á þessum Billboard-lista," segir Sigtryggur. „Okkar sala reis miklu hægar." Netleit leiðir í ljós að platan Life's Too Good reis hæst í 54. sæti listans í október 1988. Og þótti firnagott. „Við förum út sumarið 1988, þá kemur Life's Too Good út í Bandaríkjunum hjá Elektra og verður svolítið sumar-„hitt" í háskólaútvarpinu þar úti. Þannig er nú okkar saga," rifjar Sigtryggur upp. „Við túruðum um Bandaríkin, þar var stöðugt verið að bæta við tónleikum og þeir urðu alltaf stærri og stærri. Við lukum sex vikna ferðalagi þar sem við höfðum byrjað, á austurströndinni, og vorum þá að spila á miklu stærri stöðum en í byrjun. Þetta var mjög skemmtilegt." Sigtryggur segir þessu hafa verið öðruvísi farið með Of Monsters and Men. „Þau fara á túr núna til Bandaríkjanna og hann er eiginlega uppseldur fyrir fram. Það er rosalegt umtal í gangi í kringum bandið og það er búið að vera að byggjast upp í dálítinn tíma. Maður hefur ekki heyrt svona mikið „hæp" síðan Sigur Rós var að fara af stað. Þá var alls staðar verið að tala um þá í bransanum úti. Þetta gerist á svipaðan hátt með Of Monsters and Men, nema bara hraðar." Röð tilviljanaSigtryggur rekur það fyrir blaðamanni hvernig þessi ungmenni, sem voru nýbúin að vinna Músíktilraunir, komust alla leið á stóru sviðin í Bandaríkjunum á rétt rúmu ári. „Þau eru í raun uppgötvuð á Airwaves af KEXP-útvarpsstöðinni í Bandaríkjunum, sem sér þau spila pínulítið gigg á Glaumbar. Starfsmenn stöðvarinnar sjá þau þar og eru rosa hrifnir af þeim og biðja um að fá að taka upp lag með þeim, sem er síðan gert í stofunni heima hjá Ragga [Ragnari Þórhallssyni, söngvara og gítarleikara]. Það er útgáfan af Little Talks sem verður alveg „víral" á Youtube og þá fer fólk að kveikja á þessu, meðal annars Heather Kolker. Hún er bókari hjá Paradigm, stórri umboðsskrifstofu í New York, og hefur mikla þekkingu á bransanum í Bandaríkjunum. Hún var hér á landi í fyrravor, hafði eignast íslenskan mann og var nýbúin að eignast barn, og maðurinn hennar sagði henni að tékka á þessu bandi. Það eru margir þættir sem þurfa að spila saman til að svona atburðarás fari af stað eins og þau eru að lenda í í Bandaríkjunum – að verða megahitt. Það er hægt að hjálpa til og styðja við á ýmsum stöðum, eins og hjá ÚTÓN, sem gaf út safndisk með íslenskum lögum í Bandaríkjunum í fyrra og þar er Little Talks fyrsta lagið. Það getur verið að það hafi eitthvað að segja en fyrst og fremst er þetta skemmtileg röð af tilviljunum og að vera á réttum stað á réttum tíma með rétta fólkinu í bland." En það hlýtur að þurfa meira til en heppni, eða hvað? „Já, já. Bandið er náttúrulega mjög skemmtilegt og er að spila músík sem passar akkúrat þarna, þá stundina. Það er einmitt það fyndna við þetta að það er aldrei hægt að sjá fyrir hvað kemur til með að passa nákvæmlega hvar og hvenær. Svo eru þau frá Íslandi og það er alltaf svolítið mystískt að vera frá Íslandi. En þau eru bara þéttur hópur af góðum vinum sem eru að gera það sem þeim þykir gaman – nákvæmlega það sama og Sykurmolarnir voru að gera á sínum tíma. Og ég held að þetta eigi við um alla sem lenda í þessari stöðu." Í auga stormsinsSvona nokkuð er í raun eitthvað sem fólk „lendir í", ef svo má segja. „Jú, það er heila málið. Þetta skellur á þeim," segir Sigtryggur. Þá ríði á að fara varlega. „Þau þurfa að passa sig á að halda þétt utan um sjálf sig og það sem þau eru að gera. Það er hugtak í bransanum sem heitir „creative control" og það er mjög mikilvægt – að hafa stjórn á listrænu hliðinni á sínum ferli. Besta dæmið um það er Björk. Hún er gerir plötu, Debut, árið 1994 þegar hún hættir í Sykurmolunum, sem fær rosalega mikla athygli og hún hefur alltaf passað mjög vel upp á sína listrænu stjórnun, vegna þess að þegar fólki gengur svona vel þá er alltaf verið að reyna að fá það til að gera allan djöfulinn. Þá kemur David Bowie og vill fá að gera lag með þér – ég tek það bara sem dæmi um hana. Þessir krakkar eiga eftir að fá alls konar tilboð og þurfa að halda sterkum fókus á það sem þau eru gera. Það er langmikilvægast – að hafa báða fætur á jörðinni og vera sátt í sínu. Fólk þjáist oft af óöryggi og fer út í alls konar vitleysu af því að það veit ekkert hvað það vill gera. Það eru ofsalega margir sem lenda í því að taka stærsta peningadílnum sem er í boði og hann er kannski frá einhverjum risastórum útgefanda sem vill fá svona og svona band og gera eitthvað tiltekið úr því. Þú vilt ekki lenda í því. Fólk þarf oft að bíta á jaxlinn þegar illa gengur og halda í trúna á það sem það er að gera en í rauninni þarf ekki síður að gera það þegar vel gengur. Þá verður svo mikið umrót í kringum mann. Ég er ekki að segja að þau geri það ekki, enda hef ég fulla trú á þessum hóp. Mér sýnist þau vera skemmtilega sjálfum sér nóg. Þau eru bara að vinna – spila á fullu – og átta sig ekkert endilega á því hvað þetta þýðir. Þau eru bara að einbeita sér að því sem þau gera vel og á meðan geisar stormur og læti í kringum þau." Ekki gott veganesti að vilja frægðEr eitthvað sem Sigtryggur sér eftir frá Sykurmolaárunum og telur að hefði mátt gera öðruvísi þá? „Ég er nokkuð sáttur við okkar feril og það sem við gerðum, en já, já, við hefðum eflaust mátt gera margt betur," segir hann. „Ef eitthvað er hefðum við mátt halda betur utan um það hvað við vildum sjálf gagnvart því sem var ætlast til af okkur af plötufyrirtækjum og öðrum í kringum okkur. Það var alltaf verið að predika það fyrir manni á þessum tíma að maður þyrfti að taka næsta skref á ferlinum og selja fleiri plötur og svo framvegis, hvað sem það nú þýddi, en við reyndum nú samt bara að gera plötur eins og okkur sýndist. Á síðustu plötunni sem við gerðum var vissulega verið að reyna að fá utanaðkomandi pródúsent til að vinna með okkur og poppa þetta aðeins upp, en okkar erfiðleikar voru í raun aðallega bara við sjálf og að reyna að halda utan um þennan frábæra hóp, sem er náttúrulega nógu óvenjulegur og skrýtinn í sjálfu sér." Það hafi heldur aldrei vakað sérstaklega fyrir þeim að verða stórstirni. „Nei, okkur langaði aldrei að verða poppstjörnur. Okkur langaði bara að gera músík sem við fíluðum og höfðum gaman af. Það eru misjöfn mótíf sem drífa fólk. Ég er að lesa ævisögu Stephens Fry, þess skemmtilega karls. Hann er að tala um að í gamla daga hafi hann þjáðst af þessari bakteríu að vilja verða frægur og hafi verið til í að gera nánast hvað sem er til þess. Hann segir einmitt að það sé alls ekki gott veganesti." Fær enn búbót fyrir jólinÞegar Íslendingar verða frægir í útlöndum er stundum rætt um það að þeir hljóti að hafa efnast mjög – jafnvel undir eins. Hvernig er það með Sigtrygg og Sykurmolana, græðir hann enn peninga á að hafa einu sinni verið í frægri hljómsveit? „Við fáum alltaf stefgjöld af plötunum okkar. Ekki mikla peninga, en smábúbót á hverju ári rétt fyrir jólin. Þau hafa reyndar farið minnkandi. Ég fæ meiri stefgjöld í dag fyrir lög sem ég hef samið með Emilíönu Torrini heldur en Sykurmolalögin. En þetta er auðvitað hluti af höfundarréttinum og þess vegna er hann heitt umræðuefni í dag, sérstaklega misnotkun á þeim rétti og stuldur af netinu og annað slíkt. Höfundar fá engar greiðslur fyrir það," segir Sigtryggur. „En ef þú ert að selja 55 þúsund plötur á einni viku eins og Of Monsters and Men þá færðu nú eitthvað af peningum," bætir hann við, með þeim fyrirvara að hann þekki ekki samninginn þeirra við útgáfufyrirtækið. Margir sem geta "meikað“ þaðSigtryggur hefur starfað sem framkvæmdastjóri ÚTÓN, útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, í um tvo mánuði. Hann telur að skrifstofan geti orðið að miklu liði við að gera íslenskum tónlistarmönnum kleift að fóta sig í útlöndum. „Ég veit ekkert hversu mikið þetta hefur að segja en þetta hjálpar til, ég er alveg viss um það. ÚTÓN á til dæmis fyrirtækið IA sem rekur Iceland Airwaves-hátíðina og það er markaðstorgið þar sem þau voru uppgötvuð. KEXP finnur þau þar á smábúllu – Glaumbar – ekki á stóra sviðinu á NASA. Það er mikilvægur lærdómur, að góðir hlutir byrja smátt. En þetta mun ekki gerast eins á næsta ári. Ég get lofað þér því að það mun fylgja einhverju allt öðru mynstri þegar næsta íslenska band verður frægt úti í heimi." Sérðu íslenskar hljómsveitir sem gætu meikað það? „Já, og það eru mörg bönd sem eru að meika það á sinn hátt nú þegar. Of Monsters and Men fara auðvitað mjög bratt inn á markaðinn. Þau gera samning við Universal, sem er augljóslega með þau í forgangi hjá sér, og fyrsta platan nær hátt á Billboard, en ég sé fullt af listamönnum og böndum sem eru ekki komin svona langt en eru samt að selja fullt af plötum, túra erlendis og spila fyrir stóra hópa," segir hann og nefnir sem dæmi FM Belfast, Sin Fang, Sóleyju, Kiru Kiru, Agent Fresco, For a Minor Reflection, Lay Low og Retro Stefson. „Steftekjur af spilun á íslensku efni erlendis hafa fjórfaldast á síðustu fimm árum. Hluti af því er náttúrulega Máni Svavarsson og Latibær, en þetta telur allt. Þetta er bara íslensk músík í útrás sem er mjög jákvætt fyrirbæri og við erum að hjálpa til við þetta. Allt hjálpar þetta íslenskri tónlist rosalega mikið. Íslensk músík er nánast orðin vörumerki erlendis og hefur mjög pósitívan stimpil, þykir kreatív og mjög spes og sérstök." Íslensk tónlist blómstrar eftir hrunOg Sigtryggur segir þetta alls ekki bara eiga við popp- og rokktónlist og alla hennar anga og kima. Hann sé einmitt á leið á stóra djassráðstefnu, Jazzahead, í Bremen í Þýskalandi í næstu viku, ásamt íslenskum djössurum á borð við Samúel J. Samúelsson og stórsveit hans, Sigurð Flosason og Pétur Grétarsson, Sunnu Gunnlaugsdóttur og ADHD. Hann finni fyrir gríðarlega mikilli og aukinni grósku í öllu tónlistarlífi Íslands. „Mér finnst íslenski músíkbransinn hafa blómstrað eftir hrun. Ég finn fyrir meiri velvilja gagnvart öllum skapandi greinum núna, bæði í pólitíkinni og þjóðfélaginu öllu. Því að það eru þessir hlutir sem gefa lífinu gildi og eru svo mikilvægir fyrir ímynd þjóðarinnar og blessaðan útflutninginn. Þetta skapar nefnilega allt tekjur, það er svo frábært. Ég held að við komum til með að eignast þó nokkuð af þekktum tónlistaratriðum í framtíðinni, sama hvort þau koma úr poppinu, klassíkinni, djassinum eða elektróníkinni. Ég er sannfærður um að það muni koma mikið meira af þessu góða efni á næstu árum." Tengdar fréttir Uppselt á flesta tónleika Of Monsters í Bandaríkjunum „Þetta er fáránlegt og algjör snilld,“ segir Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona Of Monsters and Men. 6. mars 2012 12:00 "Þetta er mikið afrek fyrir hvaða listmenn sem er" Hljómsveitin Of Monsters and Men er búin að selja hljómplötur í Bandaríkjunum fyrir 60 milljónir króna en plata hennar situr nú í sjötta sæti bandaríska vinsældarlistins. Bandarískur umboðsmaður sveitarinnar segir þetta mikið afrek. 12. apríl 2012 20:00 Spilað stanslaust í fimm vikur - farin að upplifa frægðina Nýjasta plata íslensku hljómsveitarinnar Of Monsters and Men seldist í meira en fjörutíu þúsund eintökum á útgáfudegi í Bandaríkjunum. Meðlimir sveitarinnar, sem nú eru á tónleikaferðalagi vestanhafs, segjast vera farnir að upplifa frægðina. 8. apríl 2012 20:15 Bjuggumst alls ekki við þessu Úrslitakvöld Músíktilrauna fór fram í Austurbæ á laugardagskvöldið þar sem 10 hljómsveitir komu fram. Sunnlenska sveitin RetRoBot bar sigur úr býtum en hana skipa Daði Freyr Pétursson, Gunnlaugur Bjarnason, Kristján Pálmi Ásmundsson og Guðmundur Einar Vilbergsson. 2. apríl 2012 03:15 Of Monsters and Men í 2. sæti á Itunes Platan My Head is an Animal með hljómsveitinni Of Monsters and Men situr nú í öðru sæti á vinsældarlista Itunes í Bandaríkjunum. Platan kom út þar í landi á þriðjudag, eins og nýjasta plata rappkvendisins Nicki Minaj, sem situr í efsta sæti listans. 5. apríl 2012 15:30 Allt öðruvísi útrás hefst Of Monsters and Men er heitasta hljómsveitin á Íslandi í dag. 2011 var annað starfsár hljómsveitarinnar, en þrátt fyrir það landaði hún útgáfusamningi við Universal, umboðsmanni og kórónaði árið með gullplötu fyrir sölu á fyrstu plötunni, My Head Is an Animal. Nú vinnur hljómsveitin að því að betrumbæta plötuna fyrir útrás sem á ekkert skylt við það sem við Íslendingar tengjum við það orð. 12. janúar 2012 10:00 Of Monsters and Men í sjötta sæti á Billboard Platan My Head Is an Animal með hljómsveitinni Of Monsters and Men fór beint í sjötta sæti bandaríska Billboard-listans, en listi sem nær yfir plötusölu í síðustu viku var birtur síðdegis í gær. Þetta er besti árangur sem íslensk hljómsveit hefur náð á listanum, sem hefur haldið utan um plötusölu í Bandaríkjunum frá árinu 1945. 12. apríl 2012 09:00 Rýnt í vinsældir Of Monsters and Men Íslenskur námsmaður í Chicago í Bandaríkjunum hefur birt afar áhugaverða glærukynningu um hljómsveitina Of Monsters and Men. Í kynningunni fjallar hann um þær ástæður sem liggja að baki vinsældum hljómsveitarinnar og varpar hún ljósi á mikilvægt samspil internetsins og lukku. 15. mars 2012 21:15 Þekktur upptökustjóri með Of Monsters and Men „Tónlistin hefur komið auðveldlega og hljómar mjög vel. Við skemmtum okkur mjög vel,“ segir bandaríski upptökustjórinn Jacquire King. 11. janúar 2012 13:00 Of monsters and men með nýtt myndband Nýtt tónlistarmyndband með hljómsveitinni Of Monsters and Men kom út í gær. Myndbandið er við lagið "Little Talks" og er aðgengilegt á vefsíðu sveitarinnar. Tveir tenglar eru á myndbandið á síðunni, einn fyrir notendur á Íslandi og annar fyrir notendur sem staddir eru erlendis. 3. febrúar 2012 11:42 Of Monsters and Men selur 55 þúsund plötur á viku "Við lifum á tónlistinni. Það er pottþétt draumur hvers tónlistarmanns,“ segir Ragnar Þórhallsson, annar söngvara hljómsveitarinnar Of Monsters and Men. Platan My Head Is an Animal með Of Monsters and Men hefur selst í um 55 þúsund eintökum frá því að hún kom út í Bandaríkjunum 3. apríl, samkvæmt vefritinu Hits Daily Double. 11. apríl 2012 11:00 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Sigtryggur Baldursson þekkir það af eigin raun að eiga velgengni að fagna í útlöndum. Hann og félagar hans í Sykurmolunum komust hins vegar aldrei í sjötta sætið á bandaríska Billboard-listanum eins og íslenska sveitin Of Monsters and Men afrekaði í vikunni. „Nei, ég man nú ekki hvað við fórum hátt á þessum Billboard-lista," segir Sigtryggur. „Okkar sala reis miklu hægar." Netleit leiðir í ljós að platan Life's Too Good reis hæst í 54. sæti listans í október 1988. Og þótti firnagott. „Við förum út sumarið 1988, þá kemur Life's Too Good út í Bandaríkjunum hjá Elektra og verður svolítið sumar-„hitt" í háskólaútvarpinu þar úti. Þannig er nú okkar saga," rifjar Sigtryggur upp. „Við túruðum um Bandaríkin, þar var stöðugt verið að bæta við tónleikum og þeir urðu alltaf stærri og stærri. Við lukum sex vikna ferðalagi þar sem við höfðum byrjað, á austurströndinni, og vorum þá að spila á miklu stærri stöðum en í byrjun. Þetta var mjög skemmtilegt." Sigtryggur segir þessu hafa verið öðruvísi farið með Of Monsters and Men. „Þau fara á túr núna til Bandaríkjanna og hann er eiginlega uppseldur fyrir fram. Það er rosalegt umtal í gangi í kringum bandið og það er búið að vera að byggjast upp í dálítinn tíma. Maður hefur ekki heyrt svona mikið „hæp" síðan Sigur Rós var að fara af stað. Þá var alls staðar verið að tala um þá í bransanum úti. Þetta gerist á svipaðan hátt með Of Monsters and Men, nema bara hraðar." Röð tilviljanaSigtryggur rekur það fyrir blaðamanni hvernig þessi ungmenni, sem voru nýbúin að vinna Músíktilraunir, komust alla leið á stóru sviðin í Bandaríkjunum á rétt rúmu ári. „Þau eru í raun uppgötvuð á Airwaves af KEXP-útvarpsstöðinni í Bandaríkjunum, sem sér þau spila pínulítið gigg á Glaumbar. Starfsmenn stöðvarinnar sjá þau þar og eru rosa hrifnir af þeim og biðja um að fá að taka upp lag með þeim, sem er síðan gert í stofunni heima hjá Ragga [Ragnari Þórhallssyni, söngvara og gítarleikara]. Það er útgáfan af Little Talks sem verður alveg „víral" á Youtube og þá fer fólk að kveikja á þessu, meðal annars Heather Kolker. Hún er bókari hjá Paradigm, stórri umboðsskrifstofu í New York, og hefur mikla þekkingu á bransanum í Bandaríkjunum. Hún var hér á landi í fyrravor, hafði eignast íslenskan mann og var nýbúin að eignast barn, og maðurinn hennar sagði henni að tékka á þessu bandi. Það eru margir þættir sem þurfa að spila saman til að svona atburðarás fari af stað eins og þau eru að lenda í í Bandaríkjunum – að verða megahitt. Það er hægt að hjálpa til og styðja við á ýmsum stöðum, eins og hjá ÚTÓN, sem gaf út safndisk með íslenskum lögum í Bandaríkjunum í fyrra og þar er Little Talks fyrsta lagið. Það getur verið að það hafi eitthvað að segja en fyrst og fremst er þetta skemmtileg röð af tilviljunum og að vera á réttum stað á réttum tíma með rétta fólkinu í bland." En það hlýtur að þurfa meira til en heppni, eða hvað? „Já, já. Bandið er náttúrulega mjög skemmtilegt og er að spila músík sem passar akkúrat þarna, þá stundina. Það er einmitt það fyndna við þetta að það er aldrei hægt að sjá fyrir hvað kemur til með að passa nákvæmlega hvar og hvenær. Svo eru þau frá Íslandi og það er alltaf svolítið mystískt að vera frá Íslandi. En þau eru bara þéttur hópur af góðum vinum sem eru að gera það sem þeim þykir gaman – nákvæmlega það sama og Sykurmolarnir voru að gera á sínum tíma. Og ég held að þetta eigi við um alla sem lenda í þessari stöðu." Í auga stormsinsSvona nokkuð er í raun eitthvað sem fólk „lendir í", ef svo má segja. „Jú, það er heila málið. Þetta skellur á þeim," segir Sigtryggur. Þá ríði á að fara varlega. „Þau þurfa að passa sig á að halda þétt utan um sjálf sig og það sem þau eru að gera. Það er hugtak í bransanum sem heitir „creative control" og það er mjög mikilvægt – að hafa stjórn á listrænu hliðinni á sínum ferli. Besta dæmið um það er Björk. Hún er gerir plötu, Debut, árið 1994 þegar hún hættir í Sykurmolunum, sem fær rosalega mikla athygli og hún hefur alltaf passað mjög vel upp á sína listrænu stjórnun, vegna þess að þegar fólki gengur svona vel þá er alltaf verið að reyna að fá það til að gera allan djöfulinn. Þá kemur David Bowie og vill fá að gera lag með þér – ég tek það bara sem dæmi um hana. Þessir krakkar eiga eftir að fá alls konar tilboð og þurfa að halda sterkum fókus á það sem þau eru gera. Það er langmikilvægast – að hafa báða fætur á jörðinni og vera sátt í sínu. Fólk þjáist oft af óöryggi og fer út í alls konar vitleysu af því að það veit ekkert hvað það vill gera. Það eru ofsalega margir sem lenda í því að taka stærsta peningadílnum sem er í boði og hann er kannski frá einhverjum risastórum útgefanda sem vill fá svona og svona band og gera eitthvað tiltekið úr því. Þú vilt ekki lenda í því. Fólk þarf oft að bíta á jaxlinn þegar illa gengur og halda í trúna á það sem það er að gera en í rauninni þarf ekki síður að gera það þegar vel gengur. Þá verður svo mikið umrót í kringum mann. Ég er ekki að segja að þau geri það ekki, enda hef ég fulla trú á þessum hóp. Mér sýnist þau vera skemmtilega sjálfum sér nóg. Þau eru bara að vinna – spila á fullu – og átta sig ekkert endilega á því hvað þetta þýðir. Þau eru bara að einbeita sér að því sem þau gera vel og á meðan geisar stormur og læti í kringum þau." Ekki gott veganesti að vilja frægðEr eitthvað sem Sigtryggur sér eftir frá Sykurmolaárunum og telur að hefði mátt gera öðruvísi þá? „Ég er nokkuð sáttur við okkar feril og það sem við gerðum, en já, já, við hefðum eflaust mátt gera margt betur," segir hann. „Ef eitthvað er hefðum við mátt halda betur utan um það hvað við vildum sjálf gagnvart því sem var ætlast til af okkur af plötufyrirtækjum og öðrum í kringum okkur. Það var alltaf verið að predika það fyrir manni á þessum tíma að maður þyrfti að taka næsta skref á ferlinum og selja fleiri plötur og svo framvegis, hvað sem það nú þýddi, en við reyndum nú samt bara að gera plötur eins og okkur sýndist. Á síðustu plötunni sem við gerðum var vissulega verið að reyna að fá utanaðkomandi pródúsent til að vinna með okkur og poppa þetta aðeins upp, en okkar erfiðleikar voru í raun aðallega bara við sjálf og að reyna að halda utan um þennan frábæra hóp, sem er náttúrulega nógu óvenjulegur og skrýtinn í sjálfu sér." Það hafi heldur aldrei vakað sérstaklega fyrir þeim að verða stórstirni. „Nei, okkur langaði aldrei að verða poppstjörnur. Okkur langaði bara að gera músík sem við fíluðum og höfðum gaman af. Það eru misjöfn mótíf sem drífa fólk. Ég er að lesa ævisögu Stephens Fry, þess skemmtilega karls. Hann er að tala um að í gamla daga hafi hann þjáðst af þessari bakteríu að vilja verða frægur og hafi verið til í að gera nánast hvað sem er til þess. Hann segir einmitt að það sé alls ekki gott veganesti." Fær enn búbót fyrir jólinÞegar Íslendingar verða frægir í útlöndum er stundum rætt um það að þeir hljóti að hafa efnast mjög – jafnvel undir eins. Hvernig er það með Sigtrygg og Sykurmolana, græðir hann enn peninga á að hafa einu sinni verið í frægri hljómsveit? „Við fáum alltaf stefgjöld af plötunum okkar. Ekki mikla peninga, en smábúbót á hverju ári rétt fyrir jólin. Þau hafa reyndar farið minnkandi. Ég fæ meiri stefgjöld í dag fyrir lög sem ég hef samið með Emilíönu Torrini heldur en Sykurmolalögin. En þetta er auðvitað hluti af höfundarréttinum og þess vegna er hann heitt umræðuefni í dag, sérstaklega misnotkun á þeim rétti og stuldur af netinu og annað slíkt. Höfundar fá engar greiðslur fyrir það," segir Sigtryggur. „En ef þú ert að selja 55 þúsund plötur á einni viku eins og Of Monsters and Men þá færðu nú eitthvað af peningum," bætir hann við, með þeim fyrirvara að hann þekki ekki samninginn þeirra við útgáfufyrirtækið. Margir sem geta "meikað“ þaðSigtryggur hefur starfað sem framkvæmdastjóri ÚTÓN, útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, í um tvo mánuði. Hann telur að skrifstofan geti orðið að miklu liði við að gera íslenskum tónlistarmönnum kleift að fóta sig í útlöndum. „Ég veit ekkert hversu mikið þetta hefur að segja en þetta hjálpar til, ég er alveg viss um það. ÚTÓN á til dæmis fyrirtækið IA sem rekur Iceland Airwaves-hátíðina og það er markaðstorgið þar sem þau voru uppgötvuð. KEXP finnur þau þar á smábúllu – Glaumbar – ekki á stóra sviðinu á NASA. Það er mikilvægur lærdómur, að góðir hlutir byrja smátt. En þetta mun ekki gerast eins á næsta ári. Ég get lofað þér því að það mun fylgja einhverju allt öðru mynstri þegar næsta íslenska band verður frægt úti í heimi." Sérðu íslenskar hljómsveitir sem gætu meikað það? „Já, og það eru mörg bönd sem eru að meika það á sinn hátt nú þegar. Of Monsters and Men fara auðvitað mjög bratt inn á markaðinn. Þau gera samning við Universal, sem er augljóslega með þau í forgangi hjá sér, og fyrsta platan nær hátt á Billboard, en ég sé fullt af listamönnum og böndum sem eru ekki komin svona langt en eru samt að selja fullt af plötum, túra erlendis og spila fyrir stóra hópa," segir hann og nefnir sem dæmi FM Belfast, Sin Fang, Sóleyju, Kiru Kiru, Agent Fresco, For a Minor Reflection, Lay Low og Retro Stefson. „Steftekjur af spilun á íslensku efni erlendis hafa fjórfaldast á síðustu fimm árum. Hluti af því er náttúrulega Máni Svavarsson og Latibær, en þetta telur allt. Þetta er bara íslensk músík í útrás sem er mjög jákvætt fyrirbæri og við erum að hjálpa til við þetta. Allt hjálpar þetta íslenskri tónlist rosalega mikið. Íslensk músík er nánast orðin vörumerki erlendis og hefur mjög pósitívan stimpil, þykir kreatív og mjög spes og sérstök." Íslensk tónlist blómstrar eftir hrunOg Sigtryggur segir þetta alls ekki bara eiga við popp- og rokktónlist og alla hennar anga og kima. Hann sé einmitt á leið á stóra djassráðstefnu, Jazzahead, í Bremen í Þýskalandi í næstu viku, ásamt íslenskum djössurum á borð við Samúel J. Samúelsson og stórsveit hans, Sigurð Flosason og Pétur Grétarsson, Sunnu Gunnlaugsdóttur og ADHD. Hann finni fyrir gríðarlega mikilli og aukinni grósku í öllu tónlistarlífi Íslands. „Mér finnst íslenski músíkbransinn hafa blómstrað eftir hrun. Ég finn fyrir meiri velvilja gagnvart öllum skapandi greinum núna, bæði í pólitíkinni og þjóðfélaginu öllu. Því að það eru þessir hlutir sem gefa lífinu gildi og eru svo mikilvægir fyrir ímynd þjóðarinnar og blessaðan útflutninginn. Þetta skapar nefnilega allt tekjur, það er svo frábært. Ég held að við komum til með að eignast þó nokkuð af þekktum tónlistaratriðum í framtíðinni, sama hvort þau koma úr poppinu, klassíkinni, djassinum eða elektróníkinni. Ég er sannfærður um að það muni koma mikið meira af þessu góða efni á næstu árum."
Tengdar fréttir Uppselt á flesta tónleika Of Monsters í Bandaríkjunum „Þetta er fáránlegt og algjör snilld,“ segir Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona Of Monsters and Men. 6. mars 2012 12:00 "Þetta er mikið afrek fyrir hvaða listmenn sem er" Hljómsveitin Of Monsters and Men er búin að selja hljómplötur í Bandaríkjunum fyrir 60 milljónir króna en plata hennar situr nú í sjötta sæti bandaríska vinsældarlistins. Bandarískur umboðsmaður sveitarinnar segir þetta mikið afrek. 12. apríl 2012 20:00 Spilað stanslaust í fimm vikur - farin að upplifa frægðina Nýjasta plata íslensku hljómsveitarinnar Of Monsters and Men seldist í meira en fjörutíu þúsund eintökum á útgáfudegi í Bandaríkjunum. Meðlimir sveitarinnar, sem nú eru á tónleikaferðalagi vestanhafs, segjast vera farnir að upplifa frægðina. 8. apríl 2012 20:15 Bjuggumst alls ekki við þessu Úrslitakvöld Músíktilrauna fór fram í Austurbæ á laugardagskvöldið þar sem 10 hljómsveitir komu fram. Sunnlenska sveitin RetRoBot bar sigur úr býtum en hana skipa Daði Freyr Pétursson, Gunnlaugur Bjarnason, Kristján Pálmi Ásmundsson og Guðmundur Einar Vilbergsson. 2. apríl 2012 03:15 Of Monsters and Men í 2. sæti á Itunes Platan My Head is an Animal með hljómsveitinni Of Monsters and Men situr nú í öðru sæti á vinsældarlista Itunes í Bandaríkjunum. Platan kom út þar í landi á þriðjudag, eins og nýjasta plata rappkvendisins Nicki Minaj, sem situr í efsta sæti listans. 5. apríl 2012 15:30 Allt öðruvísi útrás hefst Of Monsters and Men er heitasta hljómsveitin á Íslandi í dag. 2011 var annað starfsár hljómsveitarinnar, en þrátt fyrir það landaði hún útgáfusamningi við Universal, umboðsmanni og kórónaði árið með gullplötu fyrir sölu á fyrstu plötunni, My Head Is an Animal. Nú vinnur hljómsveitin að því að betrumbæta plötuna fyrir útrás sem á ekkert skylt við það sem við Íslendingar tengjum við það orð. 12. janúar 2012 10:00 Of Monsters and Men í sjötta sæti á Billboard Platan My Head Is an Animal með hljómsveitinni Of Monsters and Men fór beint í sjötta sæti bandaríska Billboard-listans, en listi sem nær yfir plötusölu í síðustu viku var birtur síðdegis í gær. Þetta er besti árangur sem íslensk hljómsveit hefur náð á listanum, sem hefur haldið utan um plötusölu í Bandaríkjunum frá árinu 1945. 12. apríl 2012 09:00 Rýnt í vinsældir Of Monsters and Men Íslenskur námsmaður í Chicago í Bandaríkjunum hefur birt afar áhugaverða glærukynningu um hljómsveitina Of Monsters and Men. Í kynningunni fjallar hann um þær ástæður sem liggja að baki vinsældum hljómsveitarinnar og varpar hún ljósi á mikilvægt samspil internetsins og lukku. 15. mars 2012 21:15 Þekktur upptökustjóri með Of Monsters and Men „Tónlistin hefur komið auðveldlega og hljómar mjög vel. Við skemmtum okkur mjög vel,“ segir bandaríski upptökustjórinn Jacquire King. 11. janúar 2012 13:00 Of monsters and men með nýtt myndband Nýtt tónlistarmyndband með hljómsveitinni Of Monsters and Men kom út í gær. Myndbandið er við lagið "Little Talks" og er aðgengilegt á vefsíðu sveitarinnar. Tveir tenglar eru á myndbandið á síðunni, einn fyrir notendur á Íslandi og annar fyrir notendur sem staddir eru erlendis. 3. febrúar 2012 11:42 Of Monsters and Men selur 55 þúsund plötur á viku "Við lifum á tónlistinni. Það er pottþétt draumur hvers tónlistarmanns,“ segir Ragnar Þórhallsson, annar söngvara hljómsveitarinnar Of Monsters and Men. Platan My Head Is an Animal með Of Monsters and Men hefur selst í um 55 þúsund eintökum frá því að hún kom út í Bandaríkjunum 3. apríl, samkvæmt vefritinu Hits Daily Double. 11. apríl 2012 11:00 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Uppselt á flesta tónleika Of Monsters í Bandaríkjunum „Þetta er fáránlegt og algjör snilld,“ segir Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona Of Monsters and Men. 6. mars 2012 12:00
"Þetta er mikið afrek fyrir hvaða listmenn sem er" Hljómsveitin Of Monsters and Men er búin að selja hljómplötur í Bandaríkjunum fyrir 60 milljónir króna en plata hennar situr nú í sjötta sæti bandaríska vinsældarlistins. Bandarískur umboðsmaður sveitarinnar segir þetta mikið afrek. 12. apríl 2012 20:00
Spilað stanslaust í fimm vikur - farin að upplifa frægðina Nýjasta plata íslensku hljómsveitarinnar Of Monsters and Men seldist í meira en fjörutíu þúsund eintökum á útgáfudegi í Bandaríkjunum. Meðlimir sveitarinnar, sem nú eru á tónleikaferðalagi vestanhafs, segjast vera farnir að upplifa frægðina. 8. apríl 2012 20:15
Bjuggumst alls ekki við þessu Úrslitakvöld Músíktilrauna fór fram í Austurbæ á laugardagskvöldið þar sem 10 hljómsveitir komu fram. Sunnlenska sveitin RetRoBot bar sigur úr býtum en hana skipa Daði Freyr Pétursson, Gunnlaugur Bjarnason, Kristján Pálmi Ásmundsson og Guðmundur Einar Vilbergsson. 2. apríl 2012 03:15
Of Monsters and Men í 2. sæti á Itunes Platan My Head is an Animal með hljómsveitinni Of Monsters and Men situr nú í öðru sæti á vinsældarlista Itunes í Bandaríkjunum. Platan kom út þar í landi á þriðjudag, eins og nýjasta plata rappkvendisins Nicki Minaj, sem situr í efsta sæti listans. 5. apríl 2012 15:30
Allt öðruvísi útrás hefst Of Monsters and Men er heitasta hljómsveitin á Íslandi í dag. 2011 var annað starfsár hljómsveitarinnar, en þrátt fyrir það landaði hún útgáfusamningi við Universal, umboðsmanni og kórónaði árið með gullplötu fyrir sölu á fyrstu plötunni, My Head Is an Animal. Nú vinnur hljómsveitin að því að betrumbæta plötuna fyrir útrás sem á ekkert skylt við það sem við Íslendingar tengjum við það orð. 12. janúar 2012 10:00
Of Monsters and Men í sjötta sæti á Billboard Platan My Head Is an Animal með hljómsveitinni Of Monsters and Men fór beint í sjötta sæti bandaríska Billboard-listans, en listi sem nær yfir plötusölu í síðustu viku var birtur síðdegis í gær. Þetta er besti árangur sem íslensk hljómsveit hefur náð á listanum, sem hefur haldið utan um plötusölu í Bandaríkjunum frá árinu 1945. 12. apríl 2012 09:00
Rýnt í vinsældir Of Monsters and Men Íslenskur námsmaður í Chicago í Bandaríkjunum hefur birt afar áhugaverða glærukynningu um hljómsveitina Of Monsters and Men. Í kynningunni fjallar hann um þær ástæður sem liggja að baki vinsældum hljómsveitarinnar og varpar hún ljósi á mikilvægt samspil internetsins og lukku. 15. mars 2012 21:15
Þekktur upptökustjóri með Of Monsters and Men „Tónlistin hefur komið auðveldlega og hljómar mjög vel. Við skemmtum okkur mjög vel,“ segir bandaríski upptökustjórinn Jacquire King. 11. janúar 2012 13:00
Of monsters and men með nýtt myndband Nýtt tónlistarmyndband með hljómsveitinni Of Monsters and Men kom út í gær. Myndbandið er við lagið "Little Talks" og er aðgengilegt á vefsíðu sveitarinnar. Tveir tenglar eru á myndbandið á síðunni, einn fyrir notendur á Íslandi og annar fyrir notendur sem staddir eru erlendis. 3. febrúar 2012 11:42
Of Monsters and Men selur 55 þúsund plötur á viku "Við lifum á tónlistinni. Það er pottþétt draumur hvers tónlistarmanns,“ segir Ragnar Þórhallsson, annar söngvara hljómsveitarinnar Of Monsters and Men. Platan My Head Is an Animal með Of Monsters and Men hefur selst í um 55 þúsund eintökum frá því að hún kom út í Bandaríkjunum 3. apríl, samkvæmt vefritinu Hits Daily Double. 11. apríl 2012 11:00