Helför á Íslandi? Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 13. apríl 2012 06:00 Það virðist vera í tísku að líkja umdeildum málum á Íslandi við skelfilegustu myrkraverk mannkynssögunnar. Sumir þeirra sem andmæltu málarekstrinum gegn Geir H. Haarde kölluðu landsdómsmálið „pólitísk sýndarréttarhöld“. Til dæmis bar Þorsteinn Pálsson landsdómsmálið saman við réttarhöldin yfir Búkharín í Sovétríkjunum, en Búkharín var líflátinn eftir að hafa nauðugur játað á sig fjarstæðukenndar sakir. Þá líkti sóknarpresturinn Þórhallur Heimisson tillögum Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um bann við trúboði í skólum við sovéska skoðanakúgun. Biskup Íslands tók í sama streng og sagði tilburði yfirvalda í Reykjavík „minna óhugnanlega á Sovétið sáluga“. Vart þarf að taka fram að svona málflutningur er ótrúleg vanvirðing við fórnarlömb alræðisstjórnarinnar í Sovétríkjunum, fólk sem var ofsótt og drepið fyrir skoðanir sínar. Vitleysan virðist engan endi ætla að taka því síðustu daga hefur lágkúran keyrt um þverbak. Það var viðbúið að útgerðarmenn myndu tryllast vegna frumvarpa Steingríms J. Sigfússonar um fiskveiðistjórnunarkerfið. Sú er yfirleitt raunin þegar reynt er að hrófla við kvótakerfinu. En að forkólfar útgerðarinnar skuli nú stíga fram og voga sér að líkja breytingunum á fiskveiðistjórnunarkerfinu við helför nasista, það er hreinlega ógeðslegt. Á vefsíðu Morgunblaðsins þann 26. mars er vitnað í Berg Kristinsson, formann Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðanda í Vestmannaeyjum. Þar lýsir hann áhyggjum sínum yfir því að hækkun veiðigjalds breyti landsbyggðinni í „hálfgert gettó“ og vísar sérstaklega til bókarinnar Öreigarnir í Lódz eftir Steve Sem-Sandberg. Sú bók lýsir því hvernig nasistar lokuðu gyðinga inni í gettói, drápu þá og svívirtu. Þann 29. mars birtist grein á vefsíðunni Eyjafréttir.is þar sem Kastljósi var líkt við áróðursmálaráðuneyti Göbbels vegna umfjöllunar þess um Samherja. Að lokum er vert að rifja upp viðtal sem tekið var við Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóra LÍÚ, síðastliðið sumar. Þar líkir hann íslenskum útgerðarmönnum við gyðinga í Þýskalandi nasismans. Þessar samlíkingar hljóta að misbjóða öllu heiðvirðu fólki, hvort sem það er hlynnt breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu eður ei. Það er óskiljanlegt að fullorðnir menn skuli tala með þessum hætti. Íslenskum útgerðarmönnum er vorkunn að eiga svona talsmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Það virðist vera í tísku að líkja umdeildum málum á Íslandi við skelfilegustu myrkraverk mannkynssögunnar. Sumir þeirra sem andmæltu málarekstrinum gegn Geir H. Haarde kölluðu landsdómsmálið „pólitísk sýndarréttarhöld“. Til dæmis bar Þorsteinn Pálsson landsdómsmálið saman við réttarhöldin yfir Búkharín í Sovétríkjunum, en Búkharín var líflátinn eftir að hafa nauðugur játað á sig fjarstæðukenndar sakir. Þá líkti sóknarpresturinn Þórhallur Heimisson tillögum Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um bann við trúboði í skólum við sovéska skoðanakúgun. Biskup Íslands tók í sama streng og sagði tilburði yfirvalda í Reykjavík „minna óhugnanlega á Sovétið sáluga“. Vart þarf að taka fram að svona málflutningur er ótrúleg vanvirðing við fórnarlömb alræðisstjórnarinnar í Sovétríkjunum, fólk sem var ofsótt og drepið fyrir skoðanir sínar. Vitleysan virðist engan endi ætla að taka því síðustu daga hefur lágkúran keyrt um þverbak. Það var viðbúið að útgerðarmenn myndu tryllast vegna frumvarpa Steingríms J. Sigfússonar um fiskveiðistjórnunarkerfið. Sú er yfirleitt raunin þegar reynt er að hrófla við kvótakerfinu. En að forkólfar útgerðarinnar skuli nú stíga fram og voga sér að líkja breytingunum á fiskveiðistjórnunarkerfinu við helför nasista, það er hreinlega ógeðslegt. Á vefsíðu Morgunblaðsins þann 26. mars er vitnað í Berg Kristinsson, formann Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðanda í Vestmannaeyjum. Þar lýsir hann áhyggjum sínum yfir því að hækkun veiðigjalds breyti landsbyggðinni í „hálfgert gettó“ og vísar sérstaklega til bókarinnar Öreigarnir í Lódz eftir Steve Sem-Sandberg. Sú bók lýsir því hvernig nasistar lokuðu gyðinga inni í gettói, drápu þá og svívirtu. Þann 29. mars birtist grein á vefsíðunni Eyjafréttir.is þar sem Kastljósi var líkt við áróðursmálaráðuneyti Göbbels vegna umfjöllunar þess um Samherja. Að lokum er vert að rifja upp viðtal sem tekið var við Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóra LÍÚ, síðastliðið sumar. Þar líkir hann íslenskum útgerðarmönnum við gyðinga í Þýskalandi nasismans. Þessar samlíkingar hljóta að misbjóða öllu heiðvirðu fólki, hvort sem það er hlynnt breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu eður ei. Það er óskiljanlegt að fullorðnir menn skuli tala með þessum hætti. Íslenskum útgerðarmönnum er vorkunn að eiga svona talsmenn.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun