NBA: 40 stig frá LeBron ekki nóg fyrir Miami | Thunder vann Dallas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2012 09:00 Lebron James og Dwayne Wade. Mynd/AP Tvö efstu lið Austurdeildarinnar töpuðu bæði sínum leikjum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt því Milwaukee Bucks vann Miami Heat í annað skiptið í vetur og Chicago Bulls steinlá á móti Philadelphia 76 ers. Orlando Magic vann loksins sigur og Oklahoma City Thunder vann meistarana í DallasBrandon Jennings skoraði 31 stig og gaf 8 stoðsendingar þegar Milwaukee Bucks vann 105-97 sigur á Miami Heat og hefur þar með unnið stórstjörnuliðið tvisvar í vetur. LeBron James var með 40 stig þar af 24 þeirra í fyrsta leikhlutanum. Dwyane Wade skoraði 23 stig. Drew Gooden skoraði 17 stig fyrir Bucks sem vann sinn þriðja leik í röð.Russell Westbrook skoraði 33 stig og Kevin Durant var með 23 stig og 13 fráköst þegar Oklahoma City Thunder vann 95-86 útisigur á NBA-meisturum Dallas Mavericks. Dallas-liðið hitti aðeins úr 8 af 38 skotum sínum í seinni hálfleik. Jason Terry var með 26 stig fyrir Dallas en Dirk Nowitzki hitti aðeins úr 2 af 15 skotum og endaði aðeins með 8 stig.Andre Iguodala og Thaddeus Young voru báðir með 19 stig þegar Philadelphia 76ers vann 98-82 sigur á toppliði Austurdeildarinnar Chicago Bulls. Lavoy Allen og Lou Williams skiluðu báðir 14 stigum af bekknum hjá 76ers en hjá Chicago var C.J Watson með 20 stig og Derrick Rose skoraði 18 stig.Chris Paul var með 34 stig og Blake Griffin skoraði 31 stig þegar Los Angeles Clippers vann 107-105 útisigur á Utah Jazz en Clippers-liðið hafði tapað 16 leikjum í röð í Salt Lake City. Al Jefferson var með 27 stig og 12 fráköst hjá Utah.Ryan Anderson var með 23 stig þegar Orlando Magic endaði fjögurra leikja taphrinu sína með 109-103 sigri á Washington Wizards. Dwight Howard og J.J. Redick skoruðu báðir 21 stig fyrir Orlando en Nick Young var með 24 stig fyrir Washington og Rashard Lewis skoraði 20 stig á móti sínum gömlu félögum.Doug Collins og Andre Iquodala,Mynd/APPaul Pierce var með 17 stig og 8 stoðsendingar þegar Boston Celtics vann 100-64 sigur á Toronto Raptors og komst upp fyrir 50 prósent sigurhlutfall (11 sigrar, 10 töp) í aðeins annað skiptið í vetur. Ray Allen og Brandon Bass voru báðir með 12 stig fyrir Boston en Jerryd Bayless skoraði mest fyrir Toronto eða 14 stig.Danny Granger skoraði 29 af 36 stigum sínum í seinni hálfleik þegar Indiana Pacers vann 109-99 sigur á Minnesota Timberwolves. Darren Collison var með 20 stig og 9 stoðsendingar og hafði betur gegn Spánverjanum Ricky Rubio sem lét sér nægja 10 stig og 6 stoðsendingar. Kevin Love var með 21 stig og 17 fráköst hjá Minnesota.Steve Nash var með 30 stig og 10 stoðsendingar þegar Phoenix Suns vann 120-103 sigur á New Orleans Hornets. Nash bætti jafnframt stoðsendingamet Kevin Johnson hjá Phoenix með því að gefa sína 6519. stoðsendingu með liðinu. Marcin Gortat var með 23 stig og 11 fráköst hjá Phoenix en Greivis Vasquez var með 20 stig og 12 stoðsendingar hjá New Orleans sem hefur tapað þremur í röð og 18 af síðustu 10 leikjum sínum.Tim Duncan skoraði 25 stig og Tony Parker var með 24 stig þegar San Antonio Spurs vann 99-91 sigur á Houston Rockets. Spurs var 18 stigum undir í þriðja leikhlutanum en átti frábæran endasprett. Gary Neal skoraði 15 stig fyrir San Antonio en hjá Houston var Kevin Martin stigahæstur með 29 stig. Úrslit úr öllum leikjum í NBA-deildinni í nótt:Steve Nash.Mynd/APPhiladelphia 76ers - Chicago Bulls 98-82 Orlando Magic - Washington Wizards 109-103 Boston Celtics - Toronto Raptors 100-64 New Jersey Nets - Detroit Pistons 99-96 Milwaukee Bucks - Miami Heat 105-97 New Orleans Hornets - Phoenix Suns 103-120 Dallas Mavericks - Oklahoma City Thunder 86-95 Minnesota Timberwolves - Indiana Pacers 99-109 San Antonio Spurs - Houston Rockets 99-91 Portland Trail Blazers - Charlotte Bobcats 112-68 Utah Jazz - Los Angeles Clippers 105-107 Staðan í NBA-deildinni:Á nba.com eða yahoo.com NBA Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Sjá meira
Tvö efstu lið Austurdeildarinnar töpuðu bæði sínum leikjum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt því Milwaukee Bucks vann Miami Heat í annað skiptið í vetur og Chicago Bulls steinlá á móti Philadelphia 76 ers. Orlando Magic vann loksins sigur og Oklahoma City Thunder vann meistarana í DallasBrandon Jennings skoraði 31 stig og gaf 8 stoðsendingar þegar Milwaukee Bucks vann 105-97 sigur á Miami Heat og hefur þar með unnið stórstjörnuliðið tvisvar í vetur. LeBron James var með 40 stig þar af 24 þeirra í fyrsta leikhlutanum. Dwyane Wade skoraði 23 stig. Drew Gooden skoraði 17 stig fyrir Bucks sem vann sinn þriðja leik í röð.Russell Westbrook skoraði 33 stig og Kevin Durant var með 23 stig og 13 fráköst þegar Oklahoma City Thunder vann 95-86 útisigur á NBA-meisturum Dallas Mavericks. Dallas-liðið hitti aðeins úr 8 af 38 skotum sínum í seinni hálfleik. Jason Terry var með 26 stig fyrir Dallas en Dirk Nowitzki hitti aðeins úr 2 af 15 skotum og endaði aðeins með 8 stig.Andre Iguodala og Thaddeus Young voru báðir með 19 stig þegar Philadelphia 76ers vann 98-82 sigur á toppliði Austurdeildarinnar Chicago Bulls. Lavoy Allen og Lou Williams skiluðu báðir 14 stigum af bekknum hjá 76ers en hjá Chicago var C.J Watson með 20 stig og Derrick Rose skoraði 18 stig.Chris Paul var með 34 stig og Blake Griffin skoraði 31 stig þegar Los Angeles Clippers vann 107-105 útisigur á Utah Jazz en Clippers-liðið hafði tapað 16 leikjum í röð í Salt Lake City. Al Jefferson var með 27 stig og 12 fráköst hjá Utah.Ryan Anderson var með 23 stig þegar Orlando Magic endaði fjögurra leikja taphrinu sína með 109-103 sigri á Washington Wizards. Dwight Howard og J.J. Redick skoruðu báðir 21 stig fyrir Orlando en Nick Young var með 24 stig fyrir Washington og Rashard Lewis skoraði 20 stig á móti sínum gömlu félögum.Doug Collins og Andre Iquodala,Mynd/APPaul Pierce var með 17 stig og 8 stoðsendingar þegar Boston Celtics vann 100-64 sigur á Toronto Raptors og komst upp fyrir 50 prósent sigurhlutfall (11 sigrar, 10 töp) í aðeins annað skiptið í vetur. Ray Allen og Brandon Bass voru báðir með 12 stig fyrir Boston en Jerryd Bayless skoraði mest fyrir Toronto eða 14 stig.Danny Granger skoraði 29 af 36 stigum sínum í seinni hálfleik þegar Indiana Pacers vann 109-99 sigur á Minnesota Timberwolves. Darren Collison var með 20 stig og 9 stoðsendingar og hafði betur gegn Spánverjanum Ricky Rubio sem lét sér nægja 10 stig og 6 stoðsendingar. Kevin Love var með 21 stig og 17 fráköst hjá Minnesota.Steve Nash var með 30 stig og 10 stoðsendingar þegar Phoenix Suns vann 120-103 sigur á New Orleans Hornets. Nash bætti jafnframt stoðsendingamet Kevin Johnson hjá Phoenix með því að gefa sína 6519. stoðsendingu með liðinu. Marcin Gortat var með 23 stig og 11 fráköst hjá Phoenix en Greivis Vasquez var með 20 stig og 12 stoðsendingar hjá New Orleans sem hefur tapað þremur í röð og 18 af síðustu 10 leikjum sínum.Tim Duncan skoraði 25 stig og Tony Parker var með 24 stig þegar San Antonio Spurs vann 99-91 sigur á Houston Rockets. Spurs var 18 stigum undir í þriðja leikhlutanum en átti frábæran endasprett. Gary Neal skoraði 15 stig fyrir San Antonio en hjá Houston var Kevin Martin stigahæstur með 29 stig. Úrslit úr öllum leikjum í NBA-deildinni í nótt:Steve Nash.Mynd/APPhiladelphia 76ers - Chicago Bulls 98-82 Orlando Magic - Washington Wizards 109-103 Boston Celtics - Toronto Raptors 100-64 New Jersey Nets - Detroit Pistons 99-96 Milwaukee Bucks - Miami Heat 105-97 New Orleans Hornets - Phoenix Suns 103-120 Dallas Mavericks - Oklahoma City Thunder 86-95 Minnesota Timberwolves - Indiana Pacers 99-109 San Antonio Spurs - Houston Rockets 99-91 Portland Trail Blazers - Charlotte Bobcats 112-68 Utah Jazz - Los Angeles Clippers 105-107 Staðan í NBA-deildinni:Á nba.com eða yahoo.com
NBA Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Sjá meira