Betri bankar Már Wolfgang Mixa skrifar 31. október 2012 08:00 Í Fréttablaðinu síðastliðinn fimmtudag leggur Huginn Freyr Þorsteinsson, aðstoðarmaður atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, til í grein sinni að festa í lög forgang sparifjáreiganda í fjármálastofnunum. Þetta eru góð rök í sjálfu sér því þannig er kröfuhöfum ljóst að sparifjáreigendur njóta forgangs komi til gjaldþrots banka. Í framhaldi af þessu er lagt er til að afnema ríkisábyrgð innstæðna. Rök því tengd og önnur rök sem hann leggur fram ganga þó ekki upp. Huginn segir að sparifjáreigendur séu með forgangi krafna í raun tryggðir; slíkt þarf ekki nauðsynlega að vera fyrir hendi enda gæti stofnun að einhverju leyti fjármögnuð með innlánum hæglega tapað meira fé en þeim innstæðum sem eru fyrir hendi. Hann telur að lánveitendur vandi sig betur við lánveitingar til fjármálastofnana ef innstæðueigendur njóta forgangs. Ekkert í fjármálasögunni gefur slíkt til kynna. Miðað við hið litla hlutfall sparifjár Íslendinga í efnahagsreikningi bankanna má spyrja hversu mikið vægi hugsanleg forgangsröðun þeirra hefði haft þegar lánveitingar til banka áttu sér stað. Að lokum segir hann að sparifjáreigendur verði að vanda val sitt á fjármálastofnunum. Hér er skautað fram hjá því hversu langsótt það er að sparifjáreigendur hafi nauðsynlega þekkingu til að vega og meta hversu stöndugir bankar eru hverju sinni. Slæm staða íslensku bankanna var flestum starfsmönnum þeirra hulin fram að 8. október 2008. Það sem meira er, einungis orðrómur um slæma afkomu banka gæti valdið áhlaupi, eins og gerðist í bankahruninu 1907 í Bandaríkjunum, og valdið gjaldþroti. Óttar Guðjónsson bendir samdægurs í Fréttablaðinu einmitt á að lausafjárþurrð fjármagns sé algengasta orsök gjaldþrota fjármálafyrirtækja. Að mati Hugins er erfitt að aðskilja viðskiptabankastarfsemi frá fjárfestingabankastarfsemi en hugmyndir hans geti hugsanlega leyst þau vandamál. Það er rangt í báðum tilvikum. Betri kostur er að bankar borgi árlegt tryggingarfé í ríkissjóð sem hlutfall af innstæðum vegna þeirra trygginga sem viðskiptabankar ættu að njóta, sem eðlilega leiðir til lægri vaxtakjara innstæðueigenda, og aðskilja starfsemi þeirra frá fjárfestingarbönkum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Már Wolfgang Mixa Skoðun Mest lesið Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu síðastliðinn fimmtudag leggur Huginn Freyr Þorsteinsson, aðstoðarmaður atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, til í grein sinni að festa í lög forgang sparifjáreiganda í fjármálastofnunum. Þetta eru góð rök í sjálfu sér því þannig er kröfuhöfum ljóst að sparifjáreigendur njóta forgangs komi til gjaldþrots banka. Í framhaldi af þessu er lagt er til að afnema ríkisábyrgð innstæðna. Rök því tengd og önnur rök sem hann leggur fram ganga þó ekki upp. Huginn segir að sparifjáreigendur séu með forgangi krafna í raun tryggðir; slíkt þarf ekki nauðsynlega að vera fyrir hendi enda gæti stofnun að einhverju leyti fjármögnuð með innlánum hæglega tapað meira fé en þeim innstæðum sem eru fyrir hendi. Hann telur að lánveitendur vandi sig betur við lánveitingar til fjármálastofnana ef innstæðueigendur njóta forgangs. Ekkert í fjármálasögunni gefur slíkt til kynna. Miðað við hið litla hlutfall sparifjár Íslendinga í efnahagsreikningi bankanna má spyrja hversu mikið vægi hugsanleg forgangsröðun þeirra hefði haft þegar lánveitingar til banka áttu sér stað. Að lokum segir hann að sparifjáreigendur verði að vanda val sitt á fjármálastofnunum. Hér er skautað fram hjá því hversu langsótt það er að sparifjáreigendur hafi nauðsynlega þekkingu til að vega og meta hversu stöndugir bankar eru hverju sinni. Slæm staða íslensku bankanna var flestum starfsmönnum þeirra hulin fram að 8. október 2008. Það sem meira er, einungis orðrómur um slæma afkomu banka gæti valdið áhlaupi, eins og gerðist í bankahruninu 1907 í Bandaríkjunum, og valdið gjaldþroti. Óttar Guðjónsson bendir samdægurs í Fréttablaðinu einmitt á að lausafjárþurrð fjármagns sé algengasta orsök gjaldþrota fjármálafyrirtækja. Að mati Hugins er erfitt að aðskilja viðskiptabankastarfsemi frá fjárfestingabankastarfsemi en hugmyndir hans geti hugsanlega leyst þau vandamál. Það er rangt í báðum tilvikum. Betri kostur er að bankar borgi árlegt tryggingarfé í ríkissjóð sem hlutfall af innstæðum vegna þeirra trygginga sem viðskiptabankar ættu að njóta, sem eðlilega leiðir til lægri vaxtakjara innstæðueigenda, og aðskilja starfsemi þeirra frá fjárfestingarbönkum.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun