Körfubolti

LeBron James kyssti NBA-bikarinn hjá David Letterman

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James fékk frábærar móttökur úr salnum þegar hann mætti sem gestur í spjallþátt David Letterman á CBS-sjónvarpsstöðinni í vikunni. James vann eins og kunnugt er sinn fyrsta meistaratitil í NBA-deildinni í síðustu viku en hann fór þá á kostum með liði Miami Heat.

LeBron James mætti í "Late Show with David Letterman" og þeir félagar ræddu ýmsa hluti, þar á meðal Cleveland Cavaliers, fögnuð Miami Heat og komandi Ólympíuleika í London.

Það fór vel á með þeim félögunum þrátt fyrir að David Letterman hafi gert mikið grín að LeBron eftir "ákvörðunina" um að fara til Miami Heat.

Það er hægt að sjá heimsókn James til David Letterman með því að smella hér fyrir ofan en James endaði síðan viðtalið á því að kyssa NBA-bikarinn sem Letterman hafði geymt undir skrifborðinu sínu.

Það er annars nóg að gera hjá James, Dwyane Wade og Chris Bosh þessa dagana því þeir eru gestir í hinum ýmsu spjallþáttum. Bosh var gestur í "Live! With Kelly" og Wade var aðalgestur í "Late Night with Jimmy Fallon." Þeir mættu síðan allir í "The View" og fóru líka allir þrír í viðtal hjá Oprah Winfrey.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×