Hrikalega stór lömb í Djúpinu Kristján Már Unnarsson skrifar 28. október 2012 22:30 Tveir lambhrútar, sem ær frá Skjaldfönn átti, reyndust hvor um sig vera 72 kíló að þyngd þegar þeir fóru í sláturhús í haust. Um 40% af heildarþyngd skepnunnar flokkast jafnan sem kjöt. „Þetta hangir í að vera nærri 60 kíló af kjöti eftir tvílembu, sem mun vera að ég held örugglega Íslandsmet. Svona afurðir eftir tvílembu munu óþekktar," segir Indriði Aðalsteinsson bóndi, en um þetta var fjallað í þættinum „Um land allt". Skjaldfönn í Ísafjarðardjúpi hefur undanfarin 30 ár verið eitt afurðamesta bú landsins, það er kjöt eftir hverja kind, ef ekki í efsta sæti á hverju ári, þá með fimm efstu. Afurðameira sauðfé finnst vart á landinu og streyma sauðfjárbændur til Indriða í hrönnum á haustin til að kaupa af honum líflömb. Kynbótalömb þaðan eru seld á hverju hausti til á annað hundrað bænda vítt um land og í haust bættust 20 bú við. Þegar við spyrjum hver sé galdurinn nefnir hann framúrskarandi sauðfjárland í Djúpinu, stöðugar kynbætur en einnig þurfi stöðugt að hugsa vel um skepnurnar. Sauðkindin megi aldrei ganga úr holdum. „Ég hef stundum verið gapandi hissa yfir þegar þær koma af fjalli á haustin, - svoleiðis steinhissa á því hvað í ósköpum þessir dilkar geta hlaðið á sig af kjöti á þessum örstutta sumartíma." Indriði segist ekki gefa neinn fóðurbæti og þær séu ekki settar á fóðurkál. Haglendið sé undirstaðan en allir aðrir þættir verði einnig að vera í lagi. Landbúnaður Strandabyggð Um land allt Tengdar fréttir Amman ræktar epla- og appelsínutré við Drangajökul Amman í Skjaldfannardal í Ísafjarðardjúpi, Ása Ketilsdóttir, vakti athygli í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi þegar hún sýndi skrúðgarðinn sem hún er búinn að rækta upp á bæ sínum, Laugalandi, inn undir Drangajökli. Þar er hún með á þriðja hundrað tegunda, þeirra á meðal margar sem teljast suðrænar, eins og bóndarós, og það á svæði sem þekkt er fyrir kuldaleg örnefni; Kaldalón, Snæfjallaströnd og Skjaldfönn. "Það er líka til Unaðsdalur," bætti Ása við og minnti á nafn næsta dals norðan Kaldalóns. 22. október 2012 11:47 Vinstri grænir að gera þjóðina fráhverfa umhverfismálum Einn af stofnendum Vinstri grænna, Indriði Aðalsteinsson, bóndi á Skjaldfönn, segist vera búinn að fá nóg af ríkisstjórninni og ekki geta stutt flokkinn vegna svika í Evrópusambandsmálum. Þá hafi Vinstri grænir haldið þannig á umhverfisráðuneytinu að stór hluti þjóðarinnar sé að verða fráhverfur umhverfismálum. Þetta kom fram í þættinum Um land allt, sem er á dagskrá Stöðvar 2 að loknum fréttum á sunnudagskvöldum. 28. október 2012 19:30 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Sjá meira
Tveir lambhrútar, sem ær frá Skjaldfönn átti, reyndust hvor um sig vera 72 kíló að þyngd þegar þeir fóru í sláturhús í haust. Um 40% af heildarþyngd skepnunnar flokkast jafnan sem kjöt. „Þetta hangir í að vera nærri 60 kíló af kjöti eftir tvílembu, sem mun vera að ég held örugglega Íslandsmet. Svona afurðir eftir tvílembu munu óþekktar," segir Indriði Aðalsteinsson bóndi, en um þetta var fjallað í þættinum „Um land allt". Skjaldfönn í Ísafjarðardjúpi hefur undanfarin 30 ár verið eitt afurðamesta bú landsins, það er kjöt eftir hverja kind, ef ekki í efsta sæti á hverju ári, þá með fimm efstu. Afurðameira sauðfé finnst vart á landinu og streyma sauðfjárbændur til Indriða í hrönnum á haustin til að kaupa af honum líflömb. Kynbótalömb þaðan eru seld á hverju hausti til á annað hundrað bænda vítt um land og í haust bættust 20 bú við. Þegar við spyrjum hver sé galdurinn nefnir hann framúrskarandi sauðfjárland í Djúpinu, stöðugar kynbætur en einnig þurfi stöðugt að hugsa vel um skepnurnar. Sauðkindin megi aldrei ganga úr holdum. „Ég hef stundum verið gapandi hissa yfir þegar þær koma af fjalli á haustin, - svoleiðis steinhissa á því hvað í ósköpum þessir dilkar geta hlaðið á sig af kjöti á þessum örstutta sumartíma." Indriði segist ekki gefa neinn fóðurbæti og þær séu ekki settar á fóðurkál. Haglendið sé undirstaðan en allir aðrir þættir verði einnig að vera í lagi.
Landbúnaður Strandabyggð Um land allt Tengdar fréttir Amman ræktar epla- og appelsínutré við Drangajökul Amman í Skjaldfannardal í Ísafjarðardjúpi, Ása Ketilsdóttir, vakti athygli í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi þegar hún sýndi skrúðgarðinn sem hún er búinn að rækta upp á bæ sínum, Laugalandi, inn undir Drangajökli. Þar er hún með á þriðja hundrað tegunda, þeirra á meðal margar sem teljast suðrænar, eins og bóndarós, og það á svæði sem þekkt er fyrir kuldaleg örnefni; Kaldalón, Snæfjallaströnd og Skjaldfönn. "Það er líka til Unaðsdalur," bætti Ása við og minnti á nafn næsta dals norðan Kaldalóns. 22. október 2012 11:47 Vinstri grænir að gera þjóðina fráhverfa umhverfismálum Einn af stofnendum Vinstri grænna, Indriði Aðalsteinsson, bóndi á Skjaldfönn, segist vera búinn að fá nóg af ríkisstjórninni og ekki geta stutt flokkinn vegna svika í Evrópusambandsmálum. Þá hafi Vinstri grænir haldið þannig á umhverfisráðuneytinu að stór hluti þjóðarinnar sé að verða fráhverfur umhverfismálum. Þetta kom fram í þættinum Um land allt, sem er á dagskrá Stöðvar 2 að loknum fréttum á sunnudagskvöldum. 28. október 2012 19:30 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Sjá meira
Amman ræktar epla- og appelsínutré við Drangajökul Amman í Skjaldfannardal í Ísafjarðardjúpi, Ása Ketilsdóttir, vakti athygli í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi þegar hún sýndi skrúðgarðinn sem hún er búinn að rækta upp á bæ sínum, Laugalandi, inn undir Drangajökli. Þar er hún með á þriðja hundrað tegunda, þeirra á meðal margar sem teljast suðrænar, eins og bóndarós, og það á svæði sem þekkt er fyrir kuldaleg örnefni; Kaldalón, Snæfjallaströnd og Skjaldfönn. "Það er líka til Unaðsdalur," bætti Ása við og minnti á nafn næsta dals norðan Kaldalóns. 22. október 2012 11:47
Vinstri grænir að gera þjóðina fráhverfa umhverfismálum Einn af stofnendum Vinstri grænna, Indriði Aðalsteinsson, bóndi á Skjaldfönn, segist vera búinn að fá nóg af ríkisstjórninni og ekki geta stutt flokkinn vegna svika í Evrópusambandsmálum. Þá hafi Vinstri grænir haldið þannig á umhverfisráðuneytinu að stór hluti þjóðarinnar sé að verða fráhverfur umhverfismálum. Þetta kom fram í þættinum Um land allt, sem er á dagskrá Stöðvar 2 að loknum fréttum á sunnudagskvöldum. 28. október 2012 19:30