Innlent

Ásta Ragnheiður býður sig ekki fram

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og forseti Alþingis, ætlar ekki að gefa kost á sér í prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík. Í samtali við fréttastofu segir að framtíðin sé óráðin - en ljóst sé að hún ætli ekki að gefa kost á sér í prófkjörinu í Reykjavík.

Spurð hvort að með þessari ákvörðun sé hún að hætta í stjórnmálum segir hún: „Ég hef ákveðið þetta núna og svo sjáum við bara til hvað setur," segir hún.

Ásta Ragnheiður hefur setið á Alþingi frá árinu 1995, bæði fyrir Alþýðuflokkinn og Samfylkinguna. Hún hefur verið forseti Alþingis á yfirstandandi kjörtímabili. Þá var hún félagsmálaráðherra árið 2009.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×