Vettel vann í fjórða sinn í röð Birgir Þór Harðarson skrifar 28. október 2012 11:32 Sebastian Vettel þykir vænt um verðlaunagripina sína. Þessi gæti reynst honum mikilvægur í titilbaráttunni. nordicphotos/afp Heimsmeistarinn ungi, Sebastian Vettel, sem ekur fyrir Red Bull í Formúlu 1 leiddi indverska kappaksturinn af ráspól og til enda í dag. Hann hefur nú 13 stiga forskot á Fernando Alonso um heimsmeistaratitilinn. Alonso ók Ferrari-bíl sínum í mark í öðru sæti á undan Mark Webber á hinum Red Bull-bílnum. Alonso gerði allt rétt í kappakstrinum en gat ekki gert atlögu að Vettel sem hafði komið sér upp góðu forskoti strax á fyrstu hringjunum. McLaren-ökumennirnir Lewis Hamilton og Jenson Button náðu ekki að skáka Red Bull eins og þeir höfðu lofað fyrir mótið í Indlandi. Hamilton reyndi að komast fram úr Webber í síðustu hringjunum en gat ekki þó KERS-kerfið væri bilað í bíl Webber. Hamilton lauk því mótinu í fjórða sæti á undan Felipe Massa á Ferrari. Kimi Raikkönen ók Lotus-bílnum í mark í sjötta sæti. Nico Hulkenberg á Force India lauk mótinu í áttunda sæti á undan Romain Grosjean hjá Lotus. "Mér líkar brautin hér mjög vel," sagði Vettel þegar hann var spurður hvort hann hefði einfaldlega hannað brautina sjálfur fyrir sig. Enginn hefur leitt mótið í Indlandi annar en Sebastian Vettel í þau tvö skipti sem kappaksturinn hefur verið haldinn. Martin Brundle benti Vettel þá á að hann hafi nú leitt fleiri hringi í röð í Formúlu 1 en Ayrton Senna gerði árið 1989. Gráti næst svaraði Vettel: "Það er geggjað. Við munum alltaf muna eftir Senna, ekki bara út af þessum metum heldur líka af því að hann var frábær manneskja." Síðasta stigasætið tók Bruno Senna á Williams. Hann var yfirvegaður í kappakstrinum og kláraði dæmið vel, langt á undan liðsfélaga sínum Pastor Maldonado sem lauk mótinu í sextánda sæti og hring á eftir. Mercedes-liðið vill að öllum líkindum gleyma þessari mótshelgi sem fyrst. Michael Schumacher ók utan í framvæng Jean-Eric Vergne í fyrstu beygju og sprengdi afturdekk. Schumacher lauk svo keppni snemma eftir að hafa brotið af sér í brautinni. Hann þarf að heimsækja dómarana nú eftir mótið. Nico Rosberg var í vandræðum líka og lauk mótinu aðeins í ellefta sæti. Þrjú mót eru eftir af heimsmeistarakeppninni. Næst verður keppt í Abú Dhabi 4. nóvember.Nr.ÖkuþórLið /VélHringirTími1Sebastian VettelRed Bull/Renault601:31'10.7442Fernando AlonsoFerrari60 3Mark WebberRed Bull/Renault60 4Lewis HamiltonMcLaren/Mercedes60 5Jenson ButtonMcLaren/Mercedes60 6Felipe MassaFerrari60 7Kimi RäikkönenLotus/Renault60 8Nico HülkenbergForce India/Mercedes60 9Romain GrosjeanLotus/Renault60 10Bruno SennaWilliams/Renault60 11Nico RosbergMercedes60 12Paul Di RestaForce India/Mercedes60 13Daniel RicciardoToro Rosso/Ferrari60 14Kamui KobayashiSauber/Ferrari60 15Jean-Eric VergneToro Rosso/Ferrari59 16Pastor MaldonadoWilliams/Renault59 17Vitaly PetrovCaterham/Renault59 18H.KovalainenCaterham/Renault59 19Charles PicMarussia/Cosworth59 20Timo GlockMarussia/Cosworth58 21N.KarthikeyanHRT/Cosworth58 22M.SchumacherMercedes55 Formúla Mest lesið Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Neuer meiddist við að fagna marki Fótbolti „Ég get alltaf stólað á Collin“ Körfubolti Daníel Ingi í sextánda sæti á EM: „Hefði viljað stökkva lengra“ Sport „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Fótbolti „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Körfubolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Heimsmeistarinn ungi, Sebastian Vettel, sem ekur fyrir Red Bull í Formúlu 1 leiddi indverska kappaksturinn af ráspól og til enda í dag. Hann hefur nú 13 stiga forskot á Fernando Alonso um heimsmeistaratitilinn. Alonso ók Ferrari-bíl sínum í mark í öðru sæti á undan Mark Webber á hinum Red Bull-bílnum. Alonso gerði allt rétt í kappakstrinum en gat ekki gert atlögu að Vettel sem hafði komið sér upp góðu forskoti strax á fyrstu hringjunum. McLaren-ökumennirnir Lewis Hamilton og Jenson Button náðu ekki að skáka Red Bull eins og þeir höfðu lofað fyrir mótið í Indlandi. Hamilton reyndi að komast fram úr Webber í síðustu hringjunum en gat ekki þó KERS-kerfið væri bilað í bíl Webber. Hamilton lauk því mótinu í fjórða sæti á undan Felipe Massa á Ferrari. Kimi Raikkönen ók Lotus-bílnum í mark í sjötta sæti. Nico Hulkenberg á Force India lauk mótinu í áttunda sæti á undan Romain Grosjean hjá Lotus. "Mér líkar brautin hér mjög vel," sagði Vettel þegar hann var spurður hvort hann hefði einfaldlega hannað brautina sjálfur fyrir sig. Enginn hefur leitt mótið í Indlandi annar en Sebastian Vettel í þau tvö skipti sem kappaksturinn hefur verið haldinn. Martin Brundle benti Vettel þá á að hann hafi nú leitt fleiri hringi í röð í Formúlu 1 en Ayrton Senna gerði árið 1989. Gráti næst svaraði Vettel: "Það er geggjað. Við munum alltaf muna eftir Senna, ekki bara út af þessum metum heldur líka af því að hann var frábær manneskja." Síðasta stigasætið tók Bruno Senna á Williams. Hann var yfirvegaður í kappakstrinum og kláraði dæmið vel, langt á undan liðsfélaga sínum Pastor Maldonado sem lauk mótinu í sextánda sæti og hring á eftir. Mercedes-liðið vill að öllum líkindum gleyma þessari mótshelgi sem fyrst. Michael Schumacher ók utan í framvæng Jean-Eric Vergne í fyrstu beygju og sprengdi afturdekk. Schumacher lauk svo keppni snemma eftir að hafa brotið af sér í brautinni. Hann þarf að heimsækja dómarana nú eftir mótið. Nico Rosberg var í vandræðum líka og lauk mótinu aðeins í ellefta sæti. Þrjú mót eru eftir af heimsmeistarakeppninni. Næst verður keppt í Abú Dhabi 4. nóvember.Nr.ÖkuþórLið /VélHringirTími1Sebastian VettelRed Bull/Renault601:31'10.7442Fernando AlonsoFerrari60 3Mark WebberRed Bull/Renault60 4Lewis HamiltonMcLaren/Mercedes60 5Jenson ButtonMcLaren/Mercedes60 6Felipe MassaFerrari60 7Kimi RäikkönenLotus/Renault60 8Nico HülkenbergForce India/Mercedes60 9Romain GrosjeanLotus/Renault60 10Bruno SennaWilliams/Renault60 11Nico RosbergMercedes60 12Paul Di RestaForce India/Mercedes60 13Daniel RicciardoToro Rosso/Ferrari60 14Kamui KobayashiSauber/Ferrari60 15Jean-Eric VergneToro Rosso/Ferrari59 16Pastor MaldonadoWilliams/Renault59 17Vitaly PetrovCaterham/Renault59 18H.KovalainenCaterham/Renault59 19Charles PicMarussia/Cosworth59 20Timo GlockMarussia/Cosworth58 21N.KarthikeyanHRT/Cosworth58 22M.SchumacherMercedes55
Formúla Mest lesið Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Neuer meiddist við að fagna marki Fótbolti „Ég get alltaf stólað á Collin“ Körfubolti Daníel Ingi í sextánda sæti á EM: „Hefði viljað stökkva lengra“ Sport „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Fótbolti „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Körfubolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira