Hvenær tökum við siðfræði alvarlega? Henry Alexander Henrysson skrifar 2. apríl 2012 19:15 Umræða um siðfræði hefur ekki verið greininni of hagstæð undanfarin misseri. Annars vegar hefur fréttaflutningur af sérkennilegum bréfaskiptum milli forsætisráðherra og forsetaembættisins um hvort embættinu beri að setja sér siðareglur fremur ruglað landsmenn í ríminu en upplýst þá um gildi og möguleika slíkra reglna. Hins vegar hefur erfið og upphrópanakennd umræða um störf siðanefndar Háskóla Íslands í tilteknu máli gert það að verkum að traust til slíkra nefnda hefur sjaldan verið minna. Ég minnist þess ekki að í fyrra málinu hafi verið dregið fram hvað gæti falist í siðareglum fyrir forsetaembættið; í hugum fólks gætu þær falist hvort sem er í reglum um borðhald á Bessastöðum eða nákvæmum lista yfir leyfilega gesti á forsetaskrifstofuna. Og í seinna málinu gleymdist alveg að ræða hvernig siðanefndir ættu að bera sig að. Í ályktun fjölda háskólakennara mátti til dæmis helst skilja að í nafni frelsis ættu siðanefndir ekkert erindi innan háskóla. Það var óvænt siðferðileg krafa. Þetta er einkennilegt þegar höfð er í huga umræðan um aukna áherslu á siðfræði fyrir meginstoðir íslensks samfélags sem hefur verið flaggað á undanförnum árum. Líklega hefðu slík fréttamál átt að vera kærkomið tækifæri til þess að koma málefnalegri umræðu um siðfræði og kynningu á hlutverki hennar að í fjölmiðlum. Til dæmis hefði mátt greina frá því hvers vegna reglur og almennt siðferði ná ekki alltaf yfir sama svið og siðareglur. Heimspekingar hefðu getað svarað því hvers vegna siðfræði er sjálfstæð fræðigrein sem getur komist að gildum niðurstöðum sem þó þurfa ekki alltaf að falla að viðurkenndum trúarsetningum, kunnum hagfræðikenningum eða nýlegum lögfræðiálitum. Helst hefði þó mátt nota tækifærið til þess að kveða niður þá goðsögn að siðfræðilegir dómar séu hreinir smekksdómar sem byggist á einhverju sem kallað er „hreint huglægt mat". Nú er kominn tími til að háskólasamfélagið taki nauðsynlega forystu þegar kemur að því að efla bæði vitund þjóðarinnar og hæfni hennar til að rökræða um þau siðferðismál sem virðast vera brýnni en oft áður. Siðferðileg álitamál eru staðreynd í öllum samfélögum. Þau koma upp á vinnustöðum, í skólum og á öllum sviðum opinbers lífs. Þau vakna einnig innan veggja heimila og þegar við erum ein með sjálfum okkur. Siðfræði býður ekki upp á lista af lausnum slíkra álitamála. Siðanefndir færa okkur ekki óvefengjanlegar niðurstöður. Enn síður kenna siðareglur okkur í eitt skipti fyrir öll hvað ber að varast. Hins vegar gerir þekking á frumforsendum og útlistunum siðfræðinnar, sem og leikni í beitingu þeirra, okkur kleift að standa ekki máttvana andspænis siðferðilegum spurningum. Það hafa reyndar ekki allir tekið undir kröfuna um að gagnrýninni hugsun og siðfræði verði gert hærra undir höfði í íslensku samfélagi á næstunni. Enn heyrast raddir sem láta eins og aukinn siðferðilegur skilningur sé einhvers konar munaður sem hægt er að snúa sér að þegar leyst hefur verið úr brýnum efnahagsmálum. En þar er hlutum snúið á haus. Vandamálin geta átt sér aðrar orsakir en efnahagslegar þótt tímabundin lausn sé þess eðlis. Enn mikilvægara er þó einmitt að hafa í huga að siðferðilegur veruleiki er jafn mikill veruleiki og hver annar. Hann hverfur ekki þegar við snúum okkur að öðrum málum. Röng og illa ígrunduð breytni skánar ekkert við að aðeins fáir gefi því gaum hvers vegna hún er óásættanleg. Réttindi svífa ekki um í lausu lofti þangað til huglægt mat einhvers dregur þau til jarðar. Og eftirsóknarverðir eiginleikar einstaklinga krefjast ekki smekks annarra til þess að færa þeim farsæld. Siðfræði er heillandi fag sem tengist lífi okkar og væntingum engu síður en aðrar greinar sem við teljum þó oft hafa forgang þegar við leitum svara við því hvað fór úrskeiðis og hvert skuli stefna. Líkt og hagfræðin getur útskýrt hvers vegna vasar okkar eru tómir á ákveðnum tímapunkti getur siðfræðin útskýrt eymd tilveru sem einkennist af ósamkvæmni og óheilindum. Á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins má lesa í almennum hluta aðalnámskrár grunnskóla að „siðfræði ásamt heimspeki" verði brátt hluti af skólagöngu íslenskra barna. Það er mikið fagnaðarefni. En maður getur ekki annað en velt því fyrir sér hvort virkilega þurfi að bíða eftir þeim kynslóðum sem nú eru að vaxa úr grasi til þess að vitund um hvers siðfræði er megnug verði almenn og byggist fremur á rökum en útúrsnúningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða um siðfræði hefur ekki verið greininni of hagstæð undanfarin misseri. Annars vegar hefur fréttaflutningur af sérkennilegum bréfaskiptum milli forsætisráðherra og forsetaembættisins um hvort embættinu beri að setja sér siðareglur fremur ruglað landsmenn í ríminu en upplýst þá um gildi og möguleika slíkra reglna. Hins vegar hefur erfið og upphrópanakennd umræða um störf siðanefndar Háskóla Íslands í tilteknu máli gert það að verkum að traust til slíkra nefnda hefur sjaldan verið minna. Ég minnist þess ekki að í fyrra málinu hafi verið dregið fram hvað gæti falist í siðareglum fyrir forsetaembættið; í hugum fólks gætu þær falist hvort sem er í reglum um borðhald á Bessastöðum eða nákvæmum lista yfir leyfilega gesti á forsetaskrifstofuna. Og í seinna málinu gleymdist alveg að ræða hvernig siðanefndir ættu að bera sig að. Í ályktun fjölda háskólakennara mátti til dæmis helst skilja að í nafni frelsis ættu siðanefndir ekkert erindi innan háskóla. Það var óvænt siðferðileg krafa. Þetta er einkennilegt þegar höfð er í huga umræðan um aukna áherslu á siðfræði fyrir meginstoðir íslensks samfélags sem hefur verið flaggað á undanförnum árum. Líklega hefðu slík fréttamál átt að vera kærkomið tækifæri til þess að koma málefnalegri umræðu um siðfræði og kynningu á hlutverki hennar að í fjölmiðlum. Til dæmis hefði mátt greina frá því hvers vegna reglur og almennt siðferði ná ekki alltaf yfir sama svið og siðareglur. Heimspekingar hefðu getað svarað því hvers vegna siðfræði er sjálfstæð fræðigrein sem getur komist að gildum niðurstöðum sem þó þurfa ekki alltaf að falla að viðurkenndum trúarsetningum, kunnum hagfræðikenningum eða nýlegum lögfræðiálitum. Helst hefði þó mátt nota tækifærið til þess að kveða niður þá goðsögn að siðfræðilegir dómar séu hreinir smekksdómar sem byggist á einhverju sem kallað er „hreint huglægt mat". Nú er kominn tími til að háskólasamfélagið taki nauðsynlega forystu þegar kemur að því að efla bæði vitund þjóðarinnar og hæfni hennar til að rökræða um þau siðferðismál sem virðast vera brýnni en oft áður. Siðferðileg álitamál eru staðreynd í öllum samfélögum. Þau koma upp á vinnustöðum, í skólum og á öllum sviðum opinbers lífs. Þau vakna einnig innan veggja heimila og þegar við erum ein með sjálfum okkur. Siðfræði býður ekki upp á lista af lausnum slíkra álitamála. Siðanefndir færa okkur ekki óvefengjanlegar niðurstöður. Enn síður kenna siðareglur okkur í eitt skipti fyrir öll hvað ber að varast. Hins vegar gerir þekking á frumforsendum og útlistunum siðfræðinnar, sem og leikni í beitingu þeirra, okkur kleift að standa ekki máttvana andspænis siðferðilegum spurningum. Það hafa reyndar ekki allir tekið undir kröfuna um að gagnrýninni hugsun og siðfræði verði gert hærra undir höfði í íslensku samfélagi á næstunni. Enn heyrast raddir sem láta eins og aukinn siðferðilegur skilningur sé einhvers konar munaður sem hægt er að snúa sér að þegar leyst hefur verið úr brýnum efnahagsmálum. En þar er hlutum snúið á haus. Vandamálin geta átt sér aðrar orsakir en efnahagslegar þótt tímabundin lausn sé þess eðlis. Enn mikilvægara er þó einmitt að hafa í huga að siðferðilegur veruleiki er jafn mikill veruleiki og hver annar. Hann hverfur ekki þegar við snúum okkur að öðrum málum. Röng og illa ígrunduð breytni skánar ekkert við að aðeins fáir gefi því gaum hvers vegna hún er óásættanleg. Réttindi svífa ekki um í lausu lofti þangað til huglægt mat einhvers dregur þau til jarðar. Og eftirsóknarverðir eiginleikar einstaklinga krefjast ekki smekks annarra til þess að færa þeim farsæld. Siðfræði er heillandi fag sem tengist lífi okkar og væntingum engu síður en aðrar greinar sem við teljum þó oft hafa forgang þegar við leitum svara við því hvað fór úrskeiðis og hvert skuli stefna. Líkt og hagfræðin getur útskýrt hvers vegna vasar okkar eru tómir á ákveðnum tímapunkti getur siðfræðin útskýrt eymd tilveru sem einkennist af ósamkvæmni og óheilindum. Á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins má lesa í almennum hluta aðalnámskrár grunnskóla að „siðfræði ásamt heimspeki" verði brátt hluti af skólagöngu íslenskra barna. Það er mikið fagnaðarefni. En maður getur ekki annað en velt því fyrir sér hvort virkilega þurfi að bíða eftir þeim kynslóðum sem nú eru að vaxa úr grasi til þess að vitund um hvers siðfræði er megnug verði almenn og byggist fremur á rökum en útúrsnúningum.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar